Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 15:02 Ásmundur Einar Daðason var mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur látið af embætti ritara Framsóknar. Hann segir skilið við stjórnmálin og snýr sér að öðrum verkefnum. „Tíminn minn í stjórnmálum hefur verið mikill lærdómur og ég er þakklátur fyrir ða hafa fengið að vinna að mikilvægum málum með öflugu fólki víða um land,“ skrifar Ásmundur Einar í færslu á Facebook-síðu Framsóknarfólks. Hann tilkynnti um afsögnina á landsstjórnarfundi sem haldinn var fyrr í dag og kosið verður á ný í embætti ritara á miðstjórnarfundi flokksins þann 18. október. „Það er mikilvægt að nýr ritari hafi svigrúm, tíma og elju til að sinna innra starfi flokksins, sérstaklega á kosningaári. Ritari gegnir lykilhlutverki í þeirri vinnu og því er farsælast að velja nýjan ritara núna en ekki bíða með það til flokksþings.“ „Ég ákvað það eftir síðustu kosningar að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að vera í stjórnmálum í fimmtán ár og núna taka aðrir við keflinu,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Ásmundur segist ætla að snúa sér að nýjum verkefnum sem krefjist fullrar athygli hans. „Ég tel það heiðarlegast gagnvart flokknum, fjölskyldunni og sjálfum mér að afhenda keflið á þessum tímapunkti.“ Í samtali við fréttastofu segir Ásmundur að alls kyns verkefni bíði hans. „Ég er farinn að gera alls konar. Ég er að vinna svolítið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, örlítið í Danmörku og svo eru ýmis verkefni hérna heima sem ég er að taka að mér. Þetta eru fjölbreytt verkefni myndi ég segja, fjölbreytt verkefni sem tengjast börnum.“ Ásmundur Einar segist hafa lært mikið af tíma sínum í stjórnmálum, hafi eignast marga vini og sé stoltur af mörgu. Hann viti þó ekki hver taki við af honum sem ritari, spyrja þurfi aðra til að komast að því. Ásmundur Einar var fyrst þingmaður Vinstri grænna árin 2009 til 2011 en skipti yfir í Framsóknarflokkinn 2011 og gegndi þar embætti þingmanns til ársins 2024. Í Alþingiskosningunum 2024 leiddi Ásmundur Einar lista Framsóknar í Reykjavík norður en hlaut ekki kjör inn á þing. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
„Tíminn minn í stjórnmálum hefur verið mikill lærdómur og ég er þakklátur fyrir ða hafa fengið að vinna að mikilvægum málum með öflugu fólki víða um land,“ skrifar Ásmundur Einar í færslu á Facebook-síðu Framsóknarfólks. Hann tilkynnti um afsögnina á landsstjórnarfundi sem haldinn var fyrr í dag og kosið verður á ný í embætti ritara á miðstjórnarfundi flokksins þann 18. október. „Það er mikilvægt að nýr ritari hafi svigrúm, tíma og elju til að sinna innra starfi flokksins, sérstaklega á kosningaári. Ritari gegnir lykilhlutverki í þeirri vinnu og því er farsælast að velja nýjan ritara núna en ekki bíða með það til flokksþings.“ „Ég ákvað það eftir síðustu kosningar að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að vera í stjórnmálum í fimmtán ár og núna taka aðrir við keflinu,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Ásmundur segist ætla að snúa sér að nýjum verkefnum sem krefjist fullrar athygli hans. „Ég tel það heiðarlegast gagnvart flokknum, fjölskyldunni og sjálfum mér að afhenda keflið á þessum tímapunkti.“ Í samtali við fréttastofu segir Ásmundur að alls kyns verkefni bíði hans. „Ég er farinn að gera alls konar. Ég er að vinna svolítið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, örlítið í Danmörku og svo eru ýmis verkefni hérna heima sem ég er að taka að mér. Þetta eru fjölbreytt verkefni myndi ég segja, fjölbreytt verkefni sem tengjast börnum.“ Ásmundur Einar segist hafa lært mikið af tíma sínum í stjórnmálum, hafi eignast marga vini og sé stoltur af mörgu. Hann viti þó ekki hver taki við af honum sem ritari, spyrja þurfi aðra til að komast að því. Ásmundur Einar var fyrst þingmaður Vinstri grænna árin 2009 til 2011 en skipti yfir í Framsóknarflokkinn 2011 og gegndi þar embætti þingmanns til ársins 2024. Í Alþingiskosningunum 2024 leiddi Ásmundur Einar lista Framsóknar í Reykjavík norður en hlaut ekki kjör inn á þing.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira