Fótbolti

María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Catharina Ólafsdóttir Gros virðist vera eini leikmaður Linköping sem getur komið boltanum í markið.
María Catharina Ólafsdóttir Gros virðist vera eini leikmaður Linköping sem getur komið boltanum í markið.

Linköping laut í lægra haldi fyrir Djurgården, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði annað mark Linköping.

María skoraði einnig í 2-2 jafntefli við Piteå um síðustu helgi og hefur alls skorað sex mörk í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Linköping hefur aðeins skorað átján mörk í tuttugu deildarleikjum á tímabilinu og María hefur gert þriðjung þeirra.

Hin 22 ára María gekk í raðir Linköping frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra. Hún hefur leikið 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað þrjú mörk. María er einnig með sænskan ríkisborgararétt en hún á sænska móður.

Linköping, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í þrettánda og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig, sex stigum frá umspilssæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×