Play er gjaldþrota Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 09:37 Einar Örn Ólafsson var forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá Play til Kauphallar á tíunda tímanum í morgun sagði að rekstur félagsins hefði lengi verið undir væntingum, flugmiðasala undanfarið gengið illa og vísað til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum í því samhengi. Þá hafi ríkt ósætti meðal hluta starfsmanna vegna breytingar á stefnu félagsins. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins um að flytja félagið til Möltu, hætta Bandaríkjaflugi og einblína á sólarlandaferðir. Því miður væri orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað nauðsynlegum árangri til að vinna á djúpstæðum vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fundað með Play í ágúst og fengið gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun september. Í ljósi nýs hlutafjár hafi ekki þótt tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan þar sem rætt er við forstjóra Play, starfsmann Play, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Í tilkynningu frá Play til Kauphallar á tíunda tímanum í morgun sagði að rekstur félagsins hefði lengi verið undir væntingum, flugmiðasala undanfarið gengið illa og vísað til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum í því samhengi. Þá hafi ríkt ósætti meðal hluta starfsmanna vegna breytingar á stefnu félagsins. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins um að flytja félagið til Möltu, hætta Bandaríkjaflugi og einblína á sólarlandaferðir. Því miður væri orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað nauðsynlegum árangri til að vinna á djúpstæðum vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fundað með Play í ágúst og fengið gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun september. Í ljósi nýs hlutafjár hafi ekki þótt tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan þar sem rætt er við forstjóra Play, starfsmann Play, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Ferðaþjónusta Ferðalög Gjaldþrot Play Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira