Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 18:42 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play (t.v.), og Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA og starfsmaður Icelandair. vísir/einar/vilhelm Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu. Flugmaður Icelandair hafi vegið að Play með dylgjum um starfsemi, stöðu og horfur og spáð endalokum félagsins. Ófræging flugmannsins hafi grafið undan trausti almennings til Play. Fréttastofa hefur kvörtunina undir höndum en Samkeppniseftirlitið hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Fjallað er um að 2. september hafi Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfsmaður Icelandair, verið til viðtals í Bítinu á Bylgjunni vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Það var þó umræða í þættinum um Play sem vakti mesta athygli. Jón Þór gagnrýndi áform Play um að færa starfsemi félagsins til Möltu og hvatti fólk til að lesa ársreikninga Play. Hann sjálfur læsi ekki annað úr þeim en að félagið stefndi í gjaldþrot, líkt og raungerðist í dag. Daginn eftir, 3. september, var Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði Jón Þór fara með dylgjur í viðtalinu. Icelandair hafi verið „örvæntingarfullt“ eftir skuldabréfaútboð Play, sem félagið hafi talið að myndi ekki ganga. „Svo kemur þetta örvæntingarfulla heróp frá þeim í kjölfarið á okkar tilkynningu um að fjármögnun sé lokið,“ sagði Einar Örn. Hafi hrætt neytendur 4. september birti FÍA svo yfirlýsingu, sem var undirrituð af Jóni Þór, þar sem, samkvæmt kvörtun Play til Samkeppniseftirlitsins, má finna fleiri órökstuddar dylgjur gagnvart Play. „Við blasi að ummælin eru látin falla í því skyni að draga úr tiltrú neytenda og annarra viðskiptavina félagsins, s.s. birgja, á því og framtíð þess og beinlínis sett fram í þeim tilgangi að hræða neytendur frá því að eiga viðskipti við Play, samkeppnisaðila þess fyrirtækis sem starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá, sem fyrir telst markaðsráðandi,“ segir í kvörtun Play. Enginn stjórnandi Icelandair stigið fram Orð Jóns Þórs um að fjárfestar hafi verið lokkaðir að stofnun Play og að félagið selji ferðir sem það viti að verði ekki farið í gangi langt umfram allt sem eðlilegt gæti talist innan marka þess tjáningarfrelsis sem rúmast innan stöðu Jóns Þórs. „Sú staðreynd er ekki síður mikilvæg, að stjórn og forráðamenn Icelandair hafa ekki stigið fram og lýst því yfir með skýrum hætti að þessi orð starfsmanns þeirra séu ekki frá þeim eða Icelandair komin og að þeir geti ekki tekið undir þau,“ segir í kvörtuninni. Orðræðan haft gríðarleg áhrif Þögn stjórnar og forráðamanna Icelandair leiði óhjákvæmilega til þess að almenningur álykti sem svo að Jón Þór hafi látið þessi orð falla í nafni félagsins. „Háttsemin grefur undan trúverðugleika Play í augum almennings og getur leitt til þess að mögulegir viðskiptavinir félagsins telji „öruggara“ að versla við Icelandair,“ segir í kvörtuninni. „Viðskiptavinir skipuleggja útlandaferðir langt fram í tímann með tilheyrandi kostnaði og ofangreind orðræða hefur því gríðarlega alvarleg áhrif á félagið.“ Sjálfuppfyllandi spádómur um gjaldþrot? Fáir, ef einhverjir, séu jafnviðkvæmir fyrir orðrómi um mögulegt gjaldþrot og flugfélög. „Getur slíkur spádómur hreinlega orðið sjálfuppfyllandi spádómur (e. self-fulfilling prophecy), þó hann byggi á vísvitandi rangfærslum. Stjórn og forráðamenn Icelandair hafa með engu móti gert tilraun til að bregðast við framangreindi ófrægingu,“ segir í kvörtuninni. Höfðu óttast afskipti Icelandair Vísað er til þess að þann 17. janúar síðastliðinn, níu mánuðum fyrir gjaldþrot Play, hafi félagið einnig sent erindi til Samkeppniseftirlitsins vegna áhyggna af því að Icelandair kæmi til með að grípa til sértækra aðgerða gegn Play í kjölfar áherslubreytinga á rekstrinum. Óskað var eftir því að Samkeppniseftirlitið myndi fylgjast gaumgæfilega með flugmarkaðinum og þannig koma í veg fyrir háttsemi sem gæti haft skaðleg áhrif á markaðinn. Í kvörtuninni var þess krafist að Samkeppniseftirlitið myndi beita ákvæðum 11. greinar samkeppnislaga gagnvart Icelandair en samkvæmt henni má eftirlitið leggja stjórvaldssekt á fyrirtæki sem brjóta lögin. Sem fyrr segir hefur Samkeppniseftirlitið ekki tekið afstöðu til kvörtunarinnar en einungis rúmar þrjár vikur eru síðan hún barst stofnuninni. Í tilkynningu Play til Kauphallar í morgun vegna yfirvofandi gjaldþrots kom fram að flugmiðasala hafi undanfarið gengið illa og vísaði þar til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum, sem má rekja til orða Jóns Þórs. Þá voru fleiri ástæður nefndar, svo sem að rekstur félagsins hafi lengi verið undir væntingum og að ríkt hafi ósætti meðal hluta starfsmanna um breytingar á stefnu félagsins. Play Gjaldþrot Play Icelandair Kauphöllin Samkeppnismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. 29. september 2025 15:38 Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fengið upplýsingar frá endurskoðendafyrirtækinu KPMG í byrjun september að staða flugfélagsins Play væri í lagi og ekki tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. 29. september 2025 12:34 Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Fréttastofa hefur kvörtunina undir höndum en Samkeppniseftirlitið hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Fjallað er um að 2. september hafi Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfsmaður Icelandair, verið til viðtals í Bítinu á Bylgjunni vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Það var þó umræða í þættinum um Play sem vakti mesta athygli. Jón Þór gagnrýndi áform Play um að færa starfsemi félagsins til Möltu og hvatti fólk til að lesa ársreikninga Play. Hann sjálfur læsi ekki annað úr þeim en að félagið stefndi í gjaldþrot, líkt og raungerðist í dag. Daginn eftir, 3. september, var Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði Jón Þór fara með dylgjur í viðtalinu. Icelandair hafi verið „örvæntingarfullt“ eftir skuldabréfaútboð Play, sem félagið hafi talið að myndi ekki ganga. „Svo kemur þetta örvæntingarfulla heróp frá þeim í kjölfarið á okkar tilkynningu um að fjármögnun sé lokið,“ sagði Einar Örn. Hafi hrætt neytendur 4. september birti FÍA svo yfirlýsingu, sem var undirrituð af Jóni Þór, þar sem, samkvæmt kvörtun Play til Samkeppniseftirlitsins, má finna fleiri órökstuddar dylgjur gagnvart Play. „Við blasi að ummælin eru látin falla í því skyni að draga úr tiltrú neytenda og annarra viðskiptavina félagsins, s.s. birgja, á því og framtíð þess og beinlínis sett fram í þeim tilgangi að hræða neytendur frá því að eiga viðskipti við Play, samkeppnisaðila þess fyrirtækis sem starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá, sem fyrir telst markaðsráðandi,“ segir í kvörtun Play. Enginn stjórnandi Icelandair stigið fram Orð Jóns Þórs um að fjárfestar hafi verið lokkaðir að stofnun Play og að félagið selji ferðir sem það viti að verði ekki farið í gangi langt umfram allt sem eðlilegt gæti talist innan marka þess tjáningarfrelsis sem rúmast innan stöðu Jóns Þórs. „Sú staðreynd er ekki síður mikilvæg, að stjórn og forráðamenn Icelandair hafa ekki stigið fram og lýst því yfir með skýrum hætti að þessi orð starfsmanns þeirra séu ekki frá þeim eða Icelandair komin og að þeir geti ekki tekið undir þau,“ segir í kvörtuninni. Orðræðan haft gríðarleg áhrif Þögn stjórnar og forráðamanna Icelandair leiði óhjákvæmilega til þess að almenningur álykti sem svo að Jón Þór hafi látið þessi orð falla í nafni félagsins. „Háttsemin grefur undan trúverðugleika Play í augum almennings og getur leitt til þess að mögulegir viðskiptavinir félagsins telji „öruggara“ að versla við Icelandair,“ segir í kvörtuninni. „Viðskiptavinir skipuleggja útlandaferðir langt fram í tímann með tilheyrandi kostnaði og ofangreind orðræða hefur því gríðarlega alvarleg áhrif á félagið.“ Sjálfuppfyllandi spádómur um gjaldþrot? Fáir, ef einhverjir, séu jafnviðkvæmir fyrir orðrómi um mögulegt gjaldþrot og flugfélög. „Getur slíkur spádómur hreinlega orðið sjálfuppfyllandi spádómur (e. self-fulfilling prophecy), þó hann byggi á vísvitandi rangfærslum. Stjórn og forráðamenn Icelandair hafa með engu móti gert tilraun til að bregðast við framangreindi ófrægingu,“ segir í kvörtuninni. Höfðu óttast afskipti Icelandair Vísað er til þess að þann 17. janúar síðastliðinn, níu mánuðum fyrir gjaldþrot Play, hafi félagið einnig sent erindi til Samkeppniseftirlitsins vegna áhyggna af því að Icelandair kæmi til með að grípa til sértækra aðgerða gegn Play í kjölfar áherslubreytinga á rekstrinum. Óskað var eftir því að Samkeppniseftirlitið myndi fylgjast gaumgæfilega með flugmarkaðinum og þannig koma í veg fyrir háttsemi sem gæti haft skaðleg áhrif á markaðinn. Í kvörtuninni var þess krafist að Samkeppniseftirlitið myndi beita ákvæðum 11. greinar samkeppnislaga gagnvart Icelandair en samkvæmt henni má eftirlitið leggja stjórvaldssekt á fyrirtæki sem brjóta lögin. Sem fyrr segir hefur Samkeppniseftirlitið ekki tekið afstöðu til kvörtunarinnar en einungis rúmar þrjár vikur eru síðan hún barst stofnuninni. Í tilkynningu Play til Kauphallar í morgun vegna yfirvofandi gjaldþrots kom fram að flugmiðasala hafi undanfarið gengið illa og vísaði þar til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum, sem má rekja til orða Jóns Þórs. Þá voru fleiri ástæður nefndar, svo sem að rekstur félagsins hafi lengi verið undir væntingum og að ríkt hafi ósætti meðal hluta starfsmanna um breytingar á stefnu félagsins.
Play Gjaldþrot Play Icelandair Kauphöllin Samkeppnismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. 29. september 2025 15:38 Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fengið upplýsingar frá endurskoðendafyrirtækinu KPMG í byrjun september að staða flugfélagsins Play væri í lagi og ekki tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. 29. september 2025 12:34 Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. 29. september 2025 15:38
Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fengið upplýsingar frá endurskoðendafyrirtækinu KPMG í byrjun september að staða flugfélagsins Play væri í lagi og ekki tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. 29. september 2025 12:34
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37