„Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 23:01 Aron Sigurðarson hefur borið uppi sóknarleik KR í sumar. Vísir/Anton Brink Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir stöðu mála í Vesturbænum og þá stöðu sem KR finnur sig í þegar þrjár umferðir eru eftir af Bestu deild karla í fótbolta. „Umræðan er mjög sérstök. Við sjáum KR núna eftir 24 leiki með 24 stig í neðsta sæti. Það tala flestir um það að þetta sé alvarleg staða. „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR) í viðtalinu – þar sem hann bítur vel frá sér – og notar sína góðu hæfileika til að svara fyrir sig bendir á að ef KR falli þá sé það því þeir séu ekki nógu góðir og það sé staða félagsins.“ „Auðvitað fer þetta inn á sálina hjá mönnum. Það að koma og performa, standa sig og standa undir einhverjum væntingum. Talið í Vesturbænum hefur alltaf verið „við erum stærstir, bestir, stærsta lið landsins.“ Sem leikmaður ertu að upplifa mismatch þarna á milli þegar þú kíkir á töfluna og sérð liðið í neðsta sæti.“ „Staðan er ekki góð. Ég rifjaði það nú einhvern tímann upp, það eru 20 og ansi mörg ár síðan ég var þátttakandi í leik upp á Akranesi, úrslitaleikurinn 1996, sem fór 4-1 fyrir ÍA. Þá komu borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún og Björgólfur gamli heitinn, blessuð sé minning hans, í fréttum daginn eftir leik og töluðu um að þetta væri ekki nógu gott og svo framvegis. Það eru aðeins breyttir tímar í Vesturbænum.“ Klippa: Óli Kri um KR: „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Hins vegar ef einhver getur farið niður með KR, ef það verður raunin, held ég að það sé Óskar því hann er búinn – sáum það bara í viðtalinu, sjáum hvað hann hefur lagt upp með, hvernig hann hefur bakkað þetta upp hjá sér. Hann er þrjóskur, og þá er hann bara á þeirri vegferð að rífa KR upp aftur. En þetta er bara sama munstrið aftur og aftur og aftur.“ KR er sem stendur í neðsta sæti Bestu deildar, þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Ræðu Ólafs má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Umræðan er mjög sérstök. Við sjáum KR núna eftir 24 leiki með 24 stig í neðsta sæti. Það tala flestir um það að þetta sé alvarleg staða. „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR) í viðtalinu – þar sem hann bítur vel frá sér – og notar sína góðu hæfileika til að svara fyrir sig bendir á að ef KR falli þá sé það því þeir séu ekki nógu góðir og það sé staða félagsins.“ „Auðvitað fer þetta inn á sálina hjá mönnum. Það að koma og performa, standa sig og standa undir einhverjum væntingum. Talið í Vesturbænum hefur alltaf verið „við erum stærstir, bestir, stærsta lið landsins.“ Sem leikmaður ertu að upplifa mismatch þarna á milli þegar þú kíkir á töfluna og sérð liðið í neðsta sæti.“ „Staðan er ekki góð. Ég rifjaði það nú einhvern tímann upp, það eru 20 og ansi mörg ár síðan ég var þátttakandi í leik upp á Akranesi, úrslitaleikurinn 1996, sem fór 4-1 fyrir ÍA. Þá komu borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún og Björgólfur gamli heitinn, blessuð sé minning hans, í fréttum daginn eftir leik og töluðu um að þetta væri ekki nógu gott og svo framvegis. Það eru aðeins breyttir tímar í Vesturbænum.“ Klippa: Óli Kri um KR: „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Hins vegar ef einhver getur farið niður með KR, ef það verður raunin, held ég að það sé Óskar því hann er búinn – sáum það bara í viðtalinu, sjáum hvað hann hefur lagt upp með, hvernig hann hefur bakkað þetta upp hjá sér. Hann er þrjóskur, og þá er hann bara á þeirri vegferð að rífa KR upp aftur. En þetta er bara sama munstrið aftur og aftur og aftur.“ KR er sem stendur í neðsta sæti Bestu deildar, þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Ræðu Ólafs má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira