Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 08:30 Linn Svahn er komin aftur af stað eftir mjög erfiða mánuði. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Sænska skíðagöngukonan Linn Svahn upplifði mikla martröð í hálft ár eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í aðdraganda heimsmeistaramótsins á skíðum í byrjun ársins. Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn. Skíðaíþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn.
Skíðaíþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira