Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. október 2025 11:33 Launafólk Alþýðusambands Íslands og BSRB svöruðu könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Ný könnun á vegum Alþýðusambands Íslands og BSRB sýnir fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fimmtungur foreldra hefur ekki tök á að kaupa afmælisgjafir fyrir börnin sín og að þrátt fyrir að fleiri innflytjendur séu með háskólagráðu heldur en innfæddir eru þeir líklegri til að ná ekki endum saman. Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat. Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat.
Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira