Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 14:33 Ólafur Kristjánsson er einn reyndasti þjálfari landsins. vísir/sigurjón Fótboltaþjálfarinn Ólafur Kristjánsson færir sig um set í Laugardalnum eftir tímabilið. Hann hættir sem þjálfari kvennaliðs Þróttar og tekur við starfi aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins. Ólafur segir að það hafi verið erfitt að ákveða að hætta hjá Þrótti en starfið hjá KSÍ hafi verið of heillandi til að hafna því. „Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
„Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
„Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49
Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29