Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 22:30 Sigurður Kári Kristjánsson og Bogi Nils Bogason eru eins og svo margir Íslendingar með lið í Fantasy-deild enska boltans. Samsett/Vísir Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira