Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 23:43 Margrét Hrefna Pétursdóttir Facebook Flugöryggissérfræðingur sem vann hjá bæði WOW og Play segir að fyrrnefnda félagið hafi hugsað betur um starfsfólk sitt en hið síðarnefnda. Það hafi einkum orðið ljóst eftir breytingar á stjórn Play í fyrra. Hún sakar stjórnendur Play um að reyna að skilja skuldirnar eftir á Íslandi og hefja rekstur upp á nýtt á Möltu. Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco. Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco.
Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira