Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 06:32 Knapinn Anna Lisa Zingsheim sýndi Glað og er miður sín vegna málsins. @anna.zings Hesturinn Glaður frá Kálfhóli féll á lyfjaprófi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í sumar og góður árangurs hans hefur verið felldur úr gildi. Knapinn er miður sín vegna málsins en sleppur við bann. Á mótinu voru framkvæmdar handahófskenndar lyfjaprófanir í samræmi við reglur FEI um lyfjanotkun í hrossum. Rannsóknarstofa FEI, greindi Cannabidiolicsýru (CBDA) í blóðsýni úr hestinum Glað. Eiðfaxi segir frá. Austurríski knapinn Anna Lisa Zingsheim sýndi Glað og náðu þau öðru sæti í tölti með einkunnina 8,39. Í frétt á heimasíðu FEIF um málið kemur fram að þar sem þetta var fyrsta brot og aðeins um er að ræða eitt lyf úr flokki þeirra sem ekki eru talin árangursaukandi, valdi Anna Lisa að málið ekki lengra. Það hefur í för með sér að allur árangur af viðkomandi móti er felldur niður en ekkert keppnisbann fylgir. View this post on Instagram A post shared by Anna Lisa Zingsheim (@anna.zings) Alltaf mjög varkár Í samtali við Eiðfaxa sagði Anna Lisa að niðurstaða lyfjaprófsins hafi komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Ég fékk tilkynninguna þann 11. september og las skilaboðin mörgum sinnum, því ég gat ekki trúað þessu,“ sagði Anna Lísa. „Ég er alltaf mjög varkár með það hvað ég gef hestinum mínum, því maður er alltaf hræddur við að eitthvað svona geti gerst og ólögleg lyf leynist í fóðri eða öðru sem maður notar dags daglega, án þess að maður viti af því,“ sagði Anna Lísa. Fann ekkert sem gæti útskýrt þetta Hún athugaði allar vörurnar sem ég notaði og fóðrið, en fann ekkert sem gæti útskýrt þetta. Anna kannaði möguleikann á því að leita réttar síns en að hennar mati voru möguleikar hennar því afar takmarkaðir. „Ég hafði tvo kosti: annaðhvort að samþykkja niðurstöðuna, sætta mig við að árangur minn yrði þurrkaður út og greiða sekt, eða að óska eftir að annað sýni yrði prófað. Ef það hins vegar hefði reynst líka jákvætt hefði ég staðið frammi fyrir miklu hærri kostnaði og hugsanlegu keppnisbanni. Í ljósi þess að FEIF var ekki tilbúið að hjálpa mér að rannsaka hvort þessi efni gætu hugsanlega komið úr hálmundirburðinum fannst mér ég knúinn til að velja fyrri kostinn,“ sagði Anna Lísa. Mjög sár Anna Lisa segist vera mjög sár yfir niðurstöðunni og áhrifunum sem hún hefur haft. „Ég er mjög stolt af hestinum mínum og öllu sem við áorkuðum á heimsmeistaramótinu. Það er mjög sárt að missa þann árangur á þennan hátt. Mér líður að einhverju leyti eins og ég sé talin glæpamaður. Ég hef aldrei áður fundið fyrir jafn miklu hjálparleysi. Mér fannst skorta á mannúð og samkennd í ferlinu af hendi FEIF, og mér fannst ég ekki fá raunverulegt tækifæri til að skýra málið og hreinsa mig af ásökunum,“ sagði Anna. Hestaíþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Á mótinu voru framkvæmdar handahófskenndar lyfjaprófanir í samræmi við reglur FEI um lyfjanotkun í hrossum. Rannsóknarstofa FEI, greindi Cannabidiolicsýru (CBDA) í blóðsýni úr hestinum Glað. Eiðfaxi segir frá. Austurríski knapinn Anna Lisa Zingsheim sýndi Glað og náðu þau öðru sæti í tölti með einkunnina 8,39. Í frétt á heimasíðu FEIF um málið kemur fram að þar sem þetta var fyrsta brot og aðeins um er að ræða eitt lyf úr flokki þeirra sem ekki eru talin árangursaukandi, valdi Anna Lisa að málið ekki lengra. Það hefur í för með sér að allur árangur af viðkomandi móti er felldur niður en ekkert keppnisbann fylgir. View this post on Instagram A post shared by Anna Lisa Zingsheim (@anna.zings) Alltaf mjög varkár Í samtali við Eiðfaxa sagði Anna Lisa að niðurstaða lyfjaprófsins hafi komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Ég fékk tilkynninguna þann 11. september og las skilaboðin mörgum sinnum, því ég gat ekki trúað þessu,“ sagði Anna Lísa. „Ég er alltaf mjög varkár með það hvað ég gef hestinum mínum, því maður er alltaf hræddur við að eitthvað svona geti gerst og ólögleg lyf leynist í fóðri eða öðru sem maður notar dags daglega, án þess að maður viti af því,“ sagði Anna Lísa. Fann ekkert sem gæti útskýrt þetta Hún athugaði allar vörurnar sem ég notaði og fóðrið, en fann ekkert sem gæti útskýrt þetta. Anna kannaði möguleikann á því að leita réttar síns en að hennar mati voru möguleikar hennar því afar takmarkaðir. „Ég hafði tvo kosti: annaðhvort að samþykkja niðurstöðuna, sætta mig við að árangur minn yrði þurrkaður út og greiða sekt, eða að óska eftir að annað sýni yrði prófað. Ef það hins vegar hefði reynst líka jákvætt hefði ég staðið frammi fyrir miklu hærri kostnaði og hugsanlegu keppnisbanni. Í ljósi þess að FEIF var ekki tilbúið að hjálpa mér að rannsaka hvort þessi efni gætu hugsanlega komið úr hálmundirburðinum fannst mér ég knúinn til að velja fyrri kostinn,“ sagði Anna Lísa. Mjög sár Anna Lisa segist vera mjög sár yfir niðurstöðunni og áhrifunum sem hún hefur haft. „Ég er mjög stolt af hestinum mínum og öllu sem við áorkuðum á heimsmeistaramótinu. Það er mjög sárt að missa þann árangur á þennan hátt. Mér líður að einhverju leyti eins og ég sé talin glæpamaður. Ég hef aldrei áður fundið fyrir jafn miklu hjálparleysi. Mér fannst skorta á mannúð og samkennd í ferlinu af hendi FEIF, og mér fannst ég ekki fá raunverulegt tækifæri til að skýra málið og hreinsa mig af ásökunum,“ sagði Anna.
Hestaíþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira