Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2025 10:16 Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla- og menntamál Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun