Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. október 2025 09:02 Landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir, fjórfaldur Norður-Evrópumeistari á síðasta ári. vísir / ívar Landslið Íslands í áhaldafimleikum eru á leiðinni á heimsmeistaramót í Indónesíu. Stífar æfingar hafa farið fram í allt sumar og lokahönd var lögð á undirbúninginn hérlendis í gær með því að keppa í fimleikakeppni á netinu. „Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París Fimleikar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira
„Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París
Fimleikar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira