Innlent

Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Jón Ólafur Þorsteinsson er ein af stjörnum myndarinnar.
Jón Ólafur Þorsteinsson er ein af stjörnum myndarinnar. Vísir

Mikil eftirvænting ríkti á Grund vegna sérstakrar sýningar á heimildarmynd um lífið á hjúkrunarheimilinu. Leikstjórinn segir um þýðingarmikla stund að ræða en heimilisfólk kveðst þakklátt fyrir störf hennar

Hátíðarsalur Grundar fylltist af eftirvæntingarfullu heimilisfólki í dag sem beið þess að berja heimildarmyndina, Jörðin undir fótum okkar, augum en hún fjallar um ævikvöld þeirra á hjúkrunarheimilinu.

Myndin hefur verið sýnd víða og unnið til verðlauna fyrir utan landsteinanna. Sýning dagsins er sú þýðingarmesta að sögn leikstjórans.

„Að deila þessu með þeim. Þetta er frekar magnað augnablik. Ég er með svona fiðring í maganum. Líka bara andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og  fylgjast með.“

Ein stjarna myndarinnar segir hana hafa komið sér vel á óvart.

„Bæði gleði og sorg sem koma þarna fram, ég ætlaði ekki að trúa þessu.

Klippa: „Bæði gleði og sorg“

Hvernig var að sjá sjálfan sig svona á stóra tjaldinu?

„Æhj,æhj. Ég átti nú eiginlega ekki von á því.

Ertu með burðarhlutverk í þessu?

„Já ég var allavega dauðþreyttur á eftir.“

„Við treystum Yrsu svo vel. Hún hefur komið svo vel fram við okkur. Hún er búin að vera hérna eins og móðir okkar bara frá því við komum hingað,“ 

„Já mjög svo. Ég er nú búin að sjá aðeins af henni og er ægilega ánægð og svo hamingjusöm fyrir Yrsu hönd. Þetta er ekkert smjaður. Við erum voða ánægð hérna og höldum að við séum á besta staðnum.“

Þú sagðir svo fallega áðan hvað þú hugsaðir þegar þú komst hingað fyrst. Gætirðu endurtekið það?

„Hallelúja!“

Þú ert kallaður Clint Eastwood hérna á göngunum.

„Ohhh já já. Það er hrekkjalómurinn þarna við hliðina á mér. Það er ekki leiðum að líkjast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×