Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2025 22:00 Þorgils Eiður Einarsson var öllum lurkum laminn eftir bardagann í dag en hinn kátasti. úr einkasafni Þorgils Eiður Einarsson segir að sigur sinn í bardaga í hinni sögufrægu Rajadamnern höll í dag opni margar dyr fyrir sig. Heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi. Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum. MMA Taíland Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum.
MMA Taíland Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira