Fótbolti

Ísak og fé­lagar upp í fjórða sætið og endur­koma hjá Brynjólfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur stimplað sig vel inn hjá Köln.
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur stimplað sig vel inn hjá Köln. getty/Uwe Anspach

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Köln sem lagði Hoffenheim að velli, 0-1, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur Köln í fjórum leikjum. Með honum komst liðið upp í 4. sæti deildarinnar.

Said El Mala skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Ísak var tekinn af velli þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Skagamaðurinn gekk í raðir Köln í sumar eftir að hafa gert það gott með Fortuna Düsseldorf í B-deildinni. Ísak hefur verið í byrjunarliði Köln í fimm af sex deildarleikjum liðsins á tímabilinu.

Brynjólfur Darri Willumsson kom inn á sem varamaður þegar Groningen sigraði NAC Breda, 1-2, í hollensku úrvalsdeildinni. 

Brynjólfur hafði misst af síðustu þremur leikjum Groningen vegna meiðsla en er kominn aftur í tæka tíð fyrir landsleikina gegn Úkraínu og Frakklandi.

Groningen er í 4. sæti deildarinnar með fimmtán stig eftir átta leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×