„Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. október 2025 22:08 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson sagði fyrsta leik Grindavíkur á heimavelli í tvö ár hafa verið fallega stund. Hann segir Grindavíkurliðið á fínum stað og þeir eigi eftir að verða betri. „Við vorum svolítið á hælunum í fyrri hálfleik fannst mér, sérstaklega varnarlega. Þetta var allt voðalega þægilegt fyrir þá. Svo er kafli í byrjun seinni hálfleiks þar sem við herðum tökin og mér finnst við gera vel og fáum góð stopp og auðveldar körfur í kjölfarið sem er lykillinn að þessum sigri,“ sagði Jóhann Þór í viðtali eftir leik. Grindavík stakk af undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða. Það lagði grunninn að sigri sem varð nokkuð þægilegur undir lokin. „Við búum til gott bil sem þeir ná aldrei að brúa. Seinni hálfleikur mjög góður og frammistaðan þar til fyrirmyndar. Auðvitað koma þeir til baka og bíta aðeins í okkur í restina, óþarflega mikið kannski. Flottur sigur og frábær endir á geggjuðu kvöldi.“ Stúkan í Grindavík var þéttsetin.Vísir/Anton Eins og áður segir var þetta fyrsti heimaleikur Grindvíkinga í Grindavík í tæplega tvö ár. Stemmningin var mjög góð á pöllunum og HS Orku-höllin troðfull. „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel. Þetta var falleg stund og geggjað í alla staði. Mætingin var eins og þetta væri oddaleikur í undanúrslitum. Þetta var geggjað og þvílík stemmning, allur pakkinn bara. Gæti ekki verið betra.“ Arnór Tristan Helgason fékk svakalega byltu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lenti illa eftir glæsilega troðslu. Staðan eftir leik var hins vegar betri en á horfðist í upphafi. Dwayne Lautier sækir hér á Ragnar Örn Bragason og Arnór Tristan Helgason.Vísir/Anton „Hann bar sig vel en það er bara með þessi höfuðhögg, ef hann hefði fengið eitt í viðbót það hefði verið vont. Við viljum ekki taka neina sénsa, hann lenti illa á bakinu og stífnaði allur upp. Við vildum vera skynsamir, það er nóg af leikjum eftir og hann stóð sig frábærlega þessar mínútur sem hann spilaði. Hann verður klár á fimmtudaginn,“ en Grindvíkingar mæta ÍA á hinum heimavelli sínum í Smáranum í næstu umferð. Grindavík er að mörgu leyti með svipaðan hóp og á síðustu leiktíð en Jordan Semple og Khalil Shabazz komu vel inn í sínum fyrsta leik með liðinu. „Við búum að því að vera með góðan kjarna. Jordan Semple var mjög góður í dag og mér fannst Khalil stýra þessu vel. Við eigum eftir að verða betri en við erum á fínasta stað held ég,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Við vorum svolítið á hælunum í fyrri hálfleik fannst mér, sérstaklega varnarlega. Þetta var allt voðalega þægilegt fyrir þá. Svo er kafli í byrjun seinni hálfleiks þar sem við herðum tökin og mér finnst við gera vel og fáum góð stopp og auðveldar körfur í kjölfarið sem er lykillinn að þessum sigri,“ sagði Jóhann Þór í viðtali eftir leik. Grindavík stakk af undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða. Það lagði grunninn að sigri sem varð nokkuð þægilegur undir lokin. „Við búum til gott bil sem þeir ná aldrei að brúa. Seinni hálfleikur mjög góður og frammistaðan þar til fyrirmyndar. Auðvitað koma þeir til baka og bíta aðeins í okkur í restina, óþarflega mikið kannski. Flottur sigur og frábær endir á geggjuðu kvöldi.“ Stúkan í Grindavík var þéttsetin.Vísir/Anton Eins og áður segir var þetta fyrsti heimaleikur Grindvíkinga í Grindavík í tæplega tvö ár. Stemmningin var mjög góð á pöllunum og HS Orku-höllin troðfull. „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel. Þetta var falleg stund og geggjað í alla staði. Mætingin var eins og þetta væri oddaleikur í undanúrslitum. Þetta var geggjað og þvílík stemmning, allur pakkinn bara. Gæti ekki verið betra.“ Arnór Tristan Helgason fékk svakalega byltu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lenti illa eftir glæsilega troðslu. Staðan eftir leik var hins vegar betri en á horfðist í upphafi. Dwayne Lautier sækir hér á Ragnar Örn Bragason og Arnór Tristan Helgason.Vísir/Anton „Hann bar sig vel en það er bara með þessi höfuðhögg, ef hann hefði fengið eitt í viðbót það hefði verið vont. Við viljum ekki taka neina sénsa, hann lenti illa á bakinu og stífnaði allur upp. Við vildum vera skynsamir, það er nóg af leikjum eftir og hann stóð sig frábærlega þessar mínútur sem hann spilaði. Hann verður klár á fimmtudaginn,“ en Grindvíkingar mæta ÍA á hinum heimavelli sínum í Smáranum í næstu umferð. Grindavík er að mörgu leyti með svipaðan hóp og á síðustu leiktíð en Jordan Semple og Khalil Shabazz komu vel inn í sínum fyrsta leik með liðinu. „Við búum að því að vera með góðan kjarna. Jordan Semple var mjög góður í dag og mér fannst Khalil stýra þessu vel. Við eigum eftir að verða betri en við erum á fínasta stað held ég,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira