Veður

Sleppum ekki al­veg við leiðindi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Anton

Djúp lægð skammt norður af Hjaltlandi veldur nú illviðri í norðvestanverðri Evrópu, ýmist hvössum vindi eða úrhellisrigningu, segir í textaspá Veðurstofunnar.

„Hér á landi verður þurrt að mestu, en við sleppum þó ekki alveg við leiðindi af völdum lægðarinnar því öflugur norðvestanstrengur liggur yfir austurhluta landins.“

Fram kemur að í dag megi búast við stormi eða roki í vindstrengjum undir Vatnajökli og á Austfjörðum. Gular viðvaranir eru í gildi á þeim slíðum. 

Á vesturhelmingi landsins verður vindur hins vegar mun hægari. Hiti 3 til 10 stig, mildast sunnantil. Í kvöld dregur talsvert úr vindi fyrir austan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:

Vestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast á Austfjörðum.

Á miðvikudag:

Vestan 13-20 með rigningu og síðar skúrum, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Suðvestan 5-10 og víða bjartviðri, en þykknar upp sunnan- og vestanlands síðdegis og dálítil rigning þar um kvöldið. Heldur hlýnandi.

Á föstudag:

Sunnanátt með súld eða svolítilli rigningu, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 7 til 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×