Veður

Lægð á Græn­lands­hafi stjórni veðrinu þennan daginn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Anton Brink

Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á Íslandi í dag samkvæmt því sem fram kemur í textaspá Veðurstofunnar.

„Hún beinir til okkar sunnan- og suðvestanátt, víða 5-13 m/s og rigning eða skúrir, en þurrt austantil á landinu fyrir hádegi. Hiti 5 til 10 stig að deginum.“

Á morgun er búist við því að svalara loft sæki að landinu og þá muni kólna heldur í veðri. Vindur verði þó tiltölulega hægur og víða skúrir eða slydduél, en austanlands verði þurrt að mestu og sæmilega milt að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Vestan og norðvestan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en él í innsveitum á Norðurlandi. Víða þurrt um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig, mildast á Suðausturlandi.

Á miðvikudag:

Gengur í vestan 13-20, hvassast á sunnanverðu landinu. Víða rigning og síðar skúrir. Hiti 4 til 9 stig.

Á fimmtudag:

Suðvestlæg átt og bjart með köflum. Þykknar upp á suðurhelmingi landsins síðdegis og fer að rigna þar um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á föstudag og laugardag:

Suðlæg átt og súld eða dálítil rigning, en þurrt að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×