Körfubolti

„Ó­trú­legt hvað við fram­leiðum marga góða unga leik­menn sem heita Styrmir“

Árni Jóhannsson skrifar
Úr leik ÍA og Þórs Þ.
Úr leik ÍA og Þórs Þ. Vísir / Skjáskot

Það er óhætt að segja að Styrmir Jónasson hafi þreytt frábæra frumraun með liði ÍA í Bónus deild karla í körfubolta í síðustu viku. Sérfræðingar Körfuboltakvölds mærðu hann og töldu það mikilvægt fyrir ÍA að eiga einn leikmann allavega sem er uppalinn og skilar hlutverki.

Styrmir fór mikinn í sigrinum gegn Þór frá Þorlákshöfn á báðum endum vallarins. Hann skoraði 16 stig, stal þremur boltum og varði þrjú skot í 102-92 sigri. Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir frammistöðu piltsins sem er tvítugur að aldri og var að spila sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni í körfu.

Klippa: Styrmir Jónsson efnilegur

ÍA leikur gegn Grindavík í Smáranum fimmtudaginn næsta og verður fróðlegt að sjá hvort þeir og Styrmir nái að fylgja eftir þessum góða sigri gegn Þór. ÍA er eins og er í þriðja sæti deildarinnar eftir eina umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×