Sport

„Viljiði að ein­hver deyi inn á vellinum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danski tenniskappinn Holger Rune er mjög ósáttur með ð þurfa að spila sína leiki sama hversu heitt sé.
Danski tenniskappinn Holger Rune er mjög ósáttur með ð þurfa að spila sína leiki sama hversu heitt sé. EPA/ALEX PLAVEVSKI

Bestu tennismenn heims eru að margra mati látnir spila við ómannúðlega aðstæður í Kína þessa dagana.

Shanghai Masters mótið í tennis er hluti af ATP mótaröðinni og stendur nú yfir. Mótið er spilað í miklum hita og raka en það fer ekkert framhjá neinum að þessar aðstæður reyna mikið á menn.

Danski tenniskappinn Holger Rune skilur ekki af hverju það er engin hitaregla í gildi á móti sem þessu.

Rune missti stjórn á skapi sínu í einni vatnspásu í leik sem hann siðan vann.

„Viljiði að einhver deyi inn á vellinum,“ kallaði Daninn. Rune er samt ekki sá eini sem hefur látið heyra í sér. Aftonbladet segir frá.

Serbneska goðsögnin Novak Djokovic gubbaði inn á vellinum í leik sem hann vann á móti Yannick Hanfmann. Hann gagnrýndi líka aðstæðurnar eftir leikinn.

„Þetta er hreinlega ómannúðlegt þegar rakastigið er yfir áttatíu prósent dag eftir dag. Ekki síst fyrir þá sem lenda í því að spila í hitanum yfir hádaginn. Í sólinni. Þá verður þetta enn ómannúðlegra, sagði Novak Djokovic.

Tvær stórstjörnur hafa hætt keppni á mótinu. Carlos Alcaraz þurfti að gefa sinn leik og Jannik Sinner hætti keppni vegna hnémeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×