Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2025 08:33 Kristín Þórhallsdóttir er margfaldur verðlaunahafi á heims- og Evrópumeistaramótum. @kristin_thorhallsdottir Kristín Þórhallsdóttir varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum um helgina og stimplaði sig aftur inn eftir erfitt og krefjandi ár. Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir) Lyftingar Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir)
Lyftingar Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira