Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar 6. október 2025 14:30 Íslenska tungumálið er verðmætasta eign íslensku þjóðarinnar. Í því er fólgin öll saga þessarar þjóðar. Allt, sem hún hefur afrekað í frásögnum og ritlist til þess að gera islenskri mennningu og sögu markverða og frásagnarverða í sögu mannsandans. Allt það sem forfeður okkar hafa skilið eftir í frásögnum sínum um lífið og tilveruna á Íslandi í gegn um aldaraðir. Okkar eina og einasta von um að komandi kynslóðir okkar geti varðveitt allt það, sem efttirtektarvert hefurn verið í lifi okkar kynslóðar og allra þeirra kynslóða, sem á undan voru gengnar, Íslenska tungumalið er í senn okkar dýrasti arfur og mesta verðmæti okkar þjóðar. Sinnuleysi Og því verðmæti sinnum við ekki af athygli og festu. Grunnskólabörn ekki síst drengir ná ekki því marki, að geta lesið og skilið sitt eigið tungumál eftir 10 ára skólanám. Meðal unglinga er enskan orði talmálið í þeim tækniheimi, sem íslensk ungmenni vilja helstr finna sig í. Enskan er jafnvel orðin að daglegu samskiptamáli þeirra á milli. Mikill áhugi er meðal sumra erlendra karla og kvenna að fá að heimilisfesta sig á Íslandi og gerast þátttakendur í því mannlífi, sem hér er lifað. Forsenda þess, að það takist vel er auðvitað að þessu fólki verði veittur aðgangur að verðmætustu eign íslensu þjóðarinnar – íslenskri tungu Íslendingar geri til þeirra þær kröfur og hjálpi þeim til þess að öðlast aðgang að verðætustu eign íslensku þjóðarinnar, islenskri tungu. Miklið skortir á að svo sé gert. Mál landsins Ungu kynslóðirnar á Íslandi eru nú í vaxandi mæli farnar að sækja til annarra samfélaga um kaup og kjör og flytjast búferlum til annara þjóðríkja. Þar er hvarvetna reglan sú, að gerð er krafa til þess að viðkomandi einstaklingar tileinki sér tungumál þess lands, sem sótt er til – og aðkomandi fólki er hjálpað til þess að ná tökum á því. Við hjónin höfum kynnst þessu fyrir tilstilli barna okkar og barnabarna. Dóttir okkar og eiginmaður hennar ásamt öðrum syni þeirra búa nú og starfa í Osló. Þar er gerð krafa um að þau tali norsku. Sú krafa er gerð á vinnustað og er forsenda þess að vinnan fáist. Eldri sonur þeirra býr og starfar í Alaska Sama krafa er gerð þar. Talir þú ekki ensku færð þú ekki starf við hæfi. Elsta dóttir okkar býr á Kýpur. Var þar yfirflugfreyja í mörg ár. Hún þurfti að geta tjáð sig á tungumálum, sem hún hafði lært á Íslandi eins og allir jafnaldrar hennar, en auk þess á tungumáli Kýpurbúa – grísku. Svo vill til, að ung Kýpurstúlka dvaldi hér í tvo vetur við nám í Háskola Íslands. Hún mælti ekki orð á íslensku. Fékk þjónustustarf á einum af betri matstöðum í Reykjavík Talaði þar á ensku við alla gesti. Þar á meðal alla Íslendinga. Frá Íslandi fór hún svo til Þýskalanda þar sem hún fékk vinnu í verslun á vegum kýpverskrar vinkonu móður sinnar. Þegar í ljós kom, að hún kunni ekki þýsku var hún send til starfa á lager í stað verslunarinnar. Þegar hún spurði hinn kýpverska eiganda af hverju það var gert var svarið einfalt. Í versluninni þarft þú að vera í samskiptum við þjóðverja. Það er ekki í boði nema þú talir mál þeirra. Ábyrgðin er líka foreldranna Hér á land er þjóðkunnur íslenskumaður hjá Háskóla Íslands farinn að tjá sig um, að ef svo fari sem horfir verði enskan orðin annað þjóðartungumálið í samskiptum Íslendinga um miðja þessa öld. Slíkt gerist ekki nema með þegjandi og virku samþykki íslenskrar þjóðar – og með þegjandi samþykki jafnt forekdra sem skóla við að íslensk ungmenni geti ekki skilið íslenskt lesmál svo vel fari eftir 10 ára grunnskólagöngu, Ábyrgðin í uppeldismálum er nefnilega líka foreldranna en ekki bara kennara og skóla. „Íslenska þjóði þú er núna að gleyma…..“ Foreldrarnir með stuðningi skólanna geta ef þeir vilja ráðið við lesvandamál grunnskólanemendaþ Foreldrarnir bera nefnilega líka ábyrgð. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja geta einnig mæta vel ráðið við tungumálaörðugleika erlendra starfsmanna enda njóti þeir aðstoðar ríkis og sveitarfélaga við að kenna hinum erlendu starfsmönnum íslenskt mál. Sá allkunni texti, sem ég studdist við með eilítilli breytingu í fyrirsögn greinarinnar gæti við hæfi orðast svo: Íslenska þjóð þú ert núna að gleyma, íslenskri tungu þínum dýrasta arf(i) Höfundur er fyrrum alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Íslensk tunga Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska tungumálið er verðmætasta eign íslensku þjóðarinnar. Í því er fólgin öll saga þessarar þjóðar. Allt, sem hún hefur afrekað í frásögnum og ritlist til þess að gera islenskri mennningu og sögu markverða og frásagnarverða í sögu mannsandans. Allt það sem forfeður okkar hafa skilið eftir í frásögnum sínum um lífið og tilveruna á Íslandi í gegn um aldaraðir. Okkar eina og einasta von um að komandi kynslóðir okkar geti varðveitt allt það, sem efttirtektarvert hefurn verið í lifi okkar kynslóðar og allra þeirra kynslóða, sem á undan voru gengnar, Íslenska tungumalið er í senn okkar dýrasti arfur og mesta verðmæti okkar þjóðar. Sinnuleysi Og því verðmæti sinnum við ekki af athygli og festu. Grunnskólabörn ekki síst drengir ná ekki því marki, að geta lesið og skilið sitt eigið tungumál eftir 10 ára skólanám. Meðal unglinga er enskan orði talmálið í þeim tækniheimi, sem íslensk ungmenni vilja helstr finna sig í. Enskan er jafnvel orðin að daglegu samskiptamáli þeirra á milli. Mikill áhugi er meðal sumra erlendra karla og kvenna að fá að heimilisfesta sig á Íslandi og gerast þátttakendur í því mannlífi, sem hér er lifað. Forsenda þess, að það takist vel er auðvitað að þessu fólki verði veittur aðgangur að verðmætustu eign íslensu þjóðarinnar – íslenskri tungu Íslendingar geri til þeirra þær kröfur og hjálpi þeim til þess að öðlast aðgang að verðætustu eign íslensku þjóðarinnar, islenskri tungu. Miklið skortir á að svo sé gert. Mál landsins Ungu kynslóðirnar á Íslandi eru nú í vaxandi mæli farnar að sækja til annarra samfélaga um kaup og kjör og flytjast búferlum til annara þjóðríkja. Þar er hvarvetna reglan sú, að gerð er krafa til þess að viðkomandi einstaklingar tileinki sér tungumál þess lands, sem sótt er til – og aðkomandi fólki er hjálpað til þess að ná tökum á því. Við hjónin höfum kynnst þessu fyrir tilstilli barna okkar og barnabarna. Dóttir okkar og eiginmaður hennar ásamt öðrum syni þeirra búa nú og starfa í Osló. Þar er gerð krafa um að þau tali norsku. Sú krafa er gerð á vinnustað og er forsenda þess að vinnan fáist. Eldri sonur þeirra býr og starfar í Alaska Sama krafa er gerð þar. Talir þú ekki ensku færð þú ekki starf við hæfi. Elsta dóttir okkar býr á Kýpur. Var þar yfirflugfreyja í mörg ár. Hún þurfti að geta tjáð sig á tungumálum, sem hún hafði lært á Íslandi eins og allir jafnaldrar hennar, en auk þess á tungumáli Kýpurbúa – grísku. Svo vill til, að ung Kýpurstúlka dvaldi hér í tvo vetur við nám í Háskola Íslands. Hún mælti ekki orð á íslensku. Fékk þjónustustarf á einum af betri matstöðum í Reykjavík Talaði þar á ensku við alla gesti. Þar á meðal alla Íslendinga. Frá Íslandi fór hún svo til Þýskalanda þar sem hún fékk vinnu í verslun á vegum kýpverskrar vinkonu móður sinnar. Þegar í ljós kom, að hún kunni ekki þýsku var hún send til starfa á lager í stað verslunarinnar. Þegar hún spurði hinn kýpverska eiganda af hverju það var gert var svarið einfalt. Í versluninni þarft þú að vera í samskiptum við þjóðverja. Það er ekki í boði nema þú talir mál þeirra. Ábyrgðin er líka foreldranna Hér á land er þjóðkunnur íslenskumaður hjá Háskóla Íslands farinn að tjá sig um, að ef svo fari sem horfir verði enskan orðin annað þjóðartungumálið í samskiptum Íslendinga um miðja þessa öld. Slíkt gerist ekki nema með þegjandi og virku samþykki íslenskrar þjóðar – og með þegjandi samþykki jafnt forekdra sem skóla við að íslensk ungmenni geti ekki skilið íslenskt lesmál svo vel fari eftir 10 ára grunnskólagöngu, Ábyrgðin í uppeldismálum er nefnilega líka foreldranna en ekki bara kennara og skóla. „Íslenska þjóði þú er núna að gleyma…..“ Foreldrarnir með stuðningi skólanna geta ef þeir vilja ráðið við lesvandamál grunnskólanemendaþ Foreldrarnir bera nefnilega líka ábyrgð. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja geta einnig mæta vel ráðið við tungumálaörðugleika erlendra starfsmanna enda njóti þeir aðstoðar ríkis og sveitarfélaga við að kenna hinum erlendu starfsmönnum íslenskt mál. Sá allkunni texti, sem ég studdist við með eilítilli breytingu í fyrirsögn greinarinnar gæti við hæfi orðast svo: Íslenska þjóð þú ert núna að gleyma, íslenskri tungu þínum dýrasta arf(i) Höfundur er fyrrum alþingismaður og ráðherra.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun