Lífið

„Þetta er virki­lega fal­legt sam­fé­lag“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Særún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen.
Særún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti

RÉg er mjög stolt af sjálfri mér og fyrir það hversu dugleg ég er. Ég legg mig alltaf alla fram í því sem ég geri, geri mitt besta og gefst ekki upp,“ segir Særún Lilja Eysteinsdóttir, nemi og ungfrú Garður.

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára.

Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur.


Fullt nafn: Særún Lilja Eysteinsdóttir. 

Aldur: 18 ára. 

Starf eða skóli? Ég er á þriðja ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og starfa sem verslunarstjóri á Huppu í Reykjanesbæ.

Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? 

Heiðarleg, góðhjörtuð og hjálpsöm. 

Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég held að það komi fólki á óvart hversu mikið ég elska að dunda mér í ró og næði, því ég er oftast frekar hávær og orkumikil.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Foreldrar mínir eru helstu fyrirmyndir mínar í lífinu.

Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er fjölskyldan mín, ásamt þeim áskorunum sem ég hef tekist á við. Þessar reynslur hafa kennt mér þrautseigju, ábyrgð og að standa með sjálfri mér. 

Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ein stærsta áskorun sem ég hef tekist á við var þegar ég þjálfaði unga krakka, sem eru fullir af orku og oft krefjandi. Það var stundum svo erfitt að ég var við það að gefast upp, en ég hélt áfram. Með tímanum myndaðist traust og einstakt samband á milli okkar. Þessi reynsla er ótrúlega dýrmæt og hefur kennt mér mikið um samskipti, ábyrgð, þolinmæði og það að vera fyrirmynd.

Hverju ertu stoltust af? Ég er mjög stolt af sjálfri mér og fyrir það hversu dugleg ég er. Ég legg mig alltaf alla fram í því sem ég geri, geri mitt besta og gefst ekki upp.

Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er klárlega fjölskyldan mín. Ég á ótrúlega góða og stuðningsríka fjölskyldu. Systkini mín eru mér ótrúlega kær og ég elska þau mjög mikið. 

Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég finn fyrir miklu álagi finnst mér gott að setja mér raunhæf markmið sem ég veit að ég ræð við, og taka eitt skref í einu. Þá verður álagið mun minna yfirþyrmandi. Þegar ég verð mjög stressuð finnst mér líka best að tala um tilfinningarnar mínar við kærastann minn, sem hughreystir mig og hjálpar mér alltaf.

Besta heilræði sem þú hefur fengið? 

Við erum öll að lifa þessu lífi í fyrsta skipti og erum öll að gera okkar besta. 

Hver er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég á ekki mörg neyðarleg atvik en eitt sem mér þótti frekar neyðarlegt var þegar ég vann í ísbúðinni síðasta vetur. Það var mjög dimmt úti og ég var að þrífa salinn þegar maður kom inn – ég sá hann ekki og öskraði á hann því mér brá svo mikið. Eftir það þurfti ég þó að halda áfram að afgreiða hann.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Já, ég get gert þriggja blaða smára með tungunni og næ að setja tunguna upp á nef. 

Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst mjög heillandi þegar fólk er góðhjartað og heiðarlegt.

En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er óheiðarlegt og getur ekki samglaðst öðrum.

Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti eru kettir.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að ég verði á mjög góðum stað í lífinu, búin að stofna fjölskyldu og heimili með maka. 

Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og svo kann ég grunninn í dönsku og spænsku.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er píta.

Hvaða lag tekur þú í karókí?  Someone like you með Adele og Valerie með Amy Winehouse.

Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Aron Can.

Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. 

Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fara í langt og gott frí til útlanda með kærastanum mínum og setja restina í sparnað. 

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef lengi fylgst með Ungfrú Ísland keppninni og alltaf verið heilluð af henni. Þegar ég sá að það væri Teen-keppni fannst mér það spennandi tækifæri og langaði að taka þátt. Keppnin vakti áhuga minn þar sem hún býður upp á tækifæri til að vaxa sem manneskja. Mig langaði til að takast á við ný verkefni, öðlast reynslu og vera góð fyrirmynd fyrir aðrar ungar konur.

Ég tel að þessi upplifun muni hjálpa mér að þroskast og þróast í átt að því að verða besta útgáfan af sjálfri mér.

Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært mikið um sjálfsöryggi, ábyrgð og mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd og að labba í hælaskóm. 

Hvaða samfélagslegu málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir því að við eigum ekki að vera hrædd við að taka pláss, því það er pláss fyrir okkur öll. Hver og einn á rétt á að láta rödd sína heyrast, vera hann sjálfur og taka þátt í samfélaginu með stolti og sjálfstrausti.

Hvaða kostum þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ungfrú Ísland Teen þarf að vera sjálfsörugg, þolinmóð og kurteis. Hún þarf að vera góð við aðra, sýna ábyrgð og vera jákvæð fyrirmynd. 

Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen því mig langar að fá tækifæri til að vaxa sem manneskja, kynnast nýju fólki og vera góð fyrirmynd fyrir aðrar ungar konur. Með sjálfsöryggi og þrautseigju vil ég sýna að við getum náð markmiðum okkar og haft jákvæð áhrif á samfélagið.

Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég held að það sem greini mig frá öðrum sé hversu einlæg og dugleg ég er. Ég legg mig alltaf fram í því sem ég geri og reyni að vera góð fyrirmynd fyrir aðra.

Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Mér finnst eitt stærsta vandamál minnar kynslóðar vera að við lifum lífinu of mikið í gegnum skjái. 

Við eigum það til að gleyma því að njóta augnabliksins og tengjast fólki í persónu sem hefur áhrif á tengslin okkar, einbeitingu og andlega heilsu.

Og hvernig mætti leysa það? Við þurfum að leggja símana oftar frá okkur, veita hvert öðru meiri athygli og læra að vera meira til staðar – bæði fyrir okkur sjálf og aðra.

Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég skil að margir hafi neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum, en fyrir mér snýst þetta ekki aðeins um útlit. Þetta er tækifæri til að sýna sjálfsöryggi, styrk og persónuleika, auk þess að vera partur af samfélagi þar sem við getum stutt og hvatt hvort aðra áfram. Þetta er virkilega fallegt samfélag.


Tengdar fréttir

Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga

Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi.

„Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“

„Ég sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen til að sýna stelpum að það er hægt að fara út fyrir þægindarammann og brjóta gegn staðalímyndum,“ segir Malaika Ragnheiður Ingvarsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Malaika er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.