Sport

Dag­skráin í dag: Stórleikur að Hlíðar­enda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hulda María Agnarsdóttir og stöllur hennar í Njarðvík sækja Val heim í 2. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Bæði lið unnu sína leiki í 1. umferðinni.
Hulda María Agnarsdóttir og stöllur hennar í Njarðvík sækja Val heim í 2. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Bæði lið unnu sína leiki í 1. umferðinni. vísir/hulda margrét

Önnur umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Þeir verða allir sýndir beint á sportrásum Sýnar en þar verður ýmislegt annað á boðsstólnum.

Sýn Sport

Klukkan 20:00 hefst VARsjáin þar sem þeir Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir ensku úrvalsdeildina með sínu nefi.

Klukkan 21:05 er komið að Lokasókninni þar sem þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir gang mála í NFL-deildinni í Bandaríkjunum.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 19:05 verður sýnt beint frá leik Vals og Njarðvíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 19:05 hefst bein útsending frá viðureign Grindavíkur og Ármanns í Bónus deild kvenna.

Sýn Sport Ísland 3

Klukkan 19:05 er komið að beinni útsendingu frá leik Keflavíkur og Hamars/Þórs í Bónus deild kvenna.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 16:55 hefst bein útsending frá World Grand Prix í pílukasti.

Klukkan 00:05 verður sýnt beint frá viðureign New York Rangers og Pittsburgh Penguins í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×