Erlent

Ný­kjörinn bæjar­stjóri al­var­lega særður eftir stunguárás

Atli Ísleifsson skrifar
Iris Stalzervar í framboði fyrir Jafnaðarmannaflokkinn (SPD) í síðustu kosningum.
Iris Stalzervar í framboði fyrir Jafnaðarmannaflokkinn (SPD) í síðustu kosningum.

Iris Stalzer, nýkjörinn bæjarstjóri í þýska bænum Herdecke, er alvarlega særð eftir stunguárás á heimili sínu.

Frá þessu greinir Der Spiegel en hún fannst á heimili sínu með lífshættulega áverka í maga og á baki eftir árásina. Ráðist var á hana fyrir utan heimilið um miðjan dag í dag en hún er sögð hafa náð að koma sér inn í húsið af sjálfsdáðum eftir árásina. 

Hin 57 ára Iris Stalzer var kjörin bæjarstjóri í aukakosningum þann 28. september síðastliðinn, en Herdecke er að finna í Norðurrín-Vestfalíu í vesturhluta Þýskalands.

Spiegel segir að hún hafi fundist með fjölda stungusára. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hver bar ábyrgð á árásinni eða hvaða ástæður kunni að liggja að baki henni. Bild segir þó að Stalzer hafi greint syni sínum frá því að ráðist hafi verið á hana af hópi manna.

Lögregla er með mikinn viðbúnað við heimili Stalzer, en hún var í framboði fyrir Jafnaðarmannaflokkinn (SPD).

Stalzer hafði betur gegn frambjóðanda Kristilegra demókrata, Fabian Conrad Haas, í síðari umferð kosninganna í lok síðasta mánaðar. Hún hlaut 52,2 prósent atkvæða í kosningunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×