„Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 15:16 Einar Árni segir Valsliðið vel geta barist við toppinn með Njarðvíkurliðinu sem hann þjálfar. vísir Njarðvík sækir Val heim að Hlíðarenda í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Einar Árni Jóhannsson á von á hörkuleik gegn Valsliði sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna og vill sjá betri frammistöðu frá Njarðvíkurliðinu en í síðustu umferð. Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira