Það tók einn farsælasta uppfinningamann sögunnar, Thomas Edison, 10.000 misheppnaðar tilraunir að búa til söluvæna ljósaperu. Þegar blaðamaður spurði hann hvernig honum hefði liðið eftir að mistakast svona oft svaraði Edison: „Mér mistókst ekki 10.000 sinnum. Mér heppnaðist að sýna fram á 10.000 leiðir sem virka ekki.“ Með sömu strategíu að leiðarljósi eigum við Íslendingar aðeins eftir að finna 9.997 leiðir sem virka ekki áður en okkur tekst að stofna farsælt lágfargjaldaflugfélag. Flugfélagið Play lýsti yfir gjaldþroti í síðustu viku og fetaði þar með í fótspor – eða flugslóð – flugfélaganna Iceland Express og WOW Air. En þótt útlitið sé svart má alltaf finna fimm ástæður til að örvænta ekki. Paul Newman naut velgengni bæði sem leikari og andlit á örbylgjupoppi. 1. Velgengni springur stundum út eins og örbylgjupopp Margar af merkustu uppgötvunum mannkyns hófu göngu sína sem mistök. Post-It miðinn varð til þegar efnafræðingur bjó til lím sem virkaði ekki. Gervisykur uppgötvaðist fyrir slysni þegar lyfjafræðingur, sem reyndi að búa til meltingarlyf, sleikti á sér fingurinn og fann sætubragð. Viagra er hjartalyf sem gerði ekkert gagn. Kellogg’s kornflagan er misheppnuð tilraun til að búa til múslí. Hugmyndin að örbylgjuofninum kviknaði þegar súkkulaðistykki bráðnaði nálægt tækjabúnaði á tilraunastofu. Ef ekki hefði verið fyrir glappaskot væri veröldin nú án örbylgjupopps En ekki allt klúður springur út sem velgengni. 2. Allir voru einu sinni misheppnaðir „Þetta snýst ekki um hversu fast þú slærð heldur hversu þung högg þú þolir,“ segir Silvester Stallone í sjöttu kvikmyndinni í seríunni um boxarann Rocky. Fáir eiga jafnmargar misheppnaðar fyrirætlanir að baki og farsælasta fólk veraldar. Steve Jobs var rekinn frá Apple árið 1985. Hann var ráðinn aftur tólf árum síðar og ber nú ábyrgð á því að heimsbyggðin horfir ekki lengur í gaupnir sér heldur á snjallsíma. Halla Tómasdóttir laut í lægra haldi í forsetakosningum árið 2016 fyrir Guðna Th. Jóhannessyni en sneri aftur átta árum síðar með hálsklút og rothögg. Átta árum áður en Barack Obama varð forseti Bandaríkjanna tapaði hann svo stórt í prófkjöri fyrir þingkosningar að hann hætti næstum í pólitík. Donald Trump tapaði forsetakosningum árið 2020 eftir eitt kjörtímabil í embætti fyrir Joe Biden. ÞÚ TRÚIR EKKI HVAÐ GERÐIST NÆST. Söngkonan Laufey, sem nýtur nú heimsfrægðar, laut í lægra haldi fyrir dansara í sjónvarpsþættinum „Ísland Got Talent“ árið 2014 og fyrir söngvaranum Hirti Traustasyni í þættinum „The Voice“ árið 2015. 3. „Reynsla er heitið sem við gefum mistökum okkar“ – Oscar Wilde Richard Branson, stofnandi flugfélagsins Virgin, á að hafa sagt að „öruggasta leiðin til að verða milljónamæringur sé að verða milljarðamæringur og stofna svo flugfélag.“ Richard Branson uppgötvaði einfalda leið til að verða milljónamæringur.Getty Flugstarfsemin hefur ekki fullkomnað þá list að tryggja fjárhagslega velgengni. Hún þykir þó dæmi um grein þar sem tekist hefur einkar vel upp við að læra af reynslunni með kerfisbundnum, vísindalegum hætti. „Mistök bjarga mannslífum,“ ritaði Nassim Taleb, einn þekktasti tölfræðingur heims. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Leiðin að velgengni er vörðuð áformum sem runnu út í sandinn. En ekki allir munu komast á áfangastað. 4. Dagur „lúsersins“ „Allir eru að gera það gott, nema ég,“ söng hljómsveitin Ríó tríó árið 1976. Lítið virðist hafa breyst á hálfri öld. Hvert sem litið er blasir við flott fólk að vinna glæsta sigra, klífa Everest, stofna fyrirtæki eða meika það í útlöndum. Við, sem erum ekki að fá fimm stjörnu dóma í blöðunum eða alþjóðlegar verðlaunamedalíur um hálsinn, munum þó senn fá tækifæri til að fagna framlagi okkar til mannlegs samfélags. Í næstu viku er alþjóðadagur mistaka haldinn hátíðlegur. Deginum var fyrst fagnað árið 2010 í Finnlandi. Var honum ætlað að aflétta skömminni sem fylgir því að mistakast og minna okkur á að „demantar eru ekki annað en kolamolar sem gáfust ekki upp við vinnuna sína.“ 5. Gagnsemi Þórðargleði Umfjöllun um afrek annarra í fjölmiðlum er eflaust ætlað að gefa okkur hinum byr undir báða vængi; hvetja okkur til að slökkva á Netflix og vinna í eigin velgengni. En gerir hún það? „Í hvert sinn sem vinur nýtur velgengni deyr eitthvað innra með mér,“ sagði bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal, sem hefði orðið hundrað ára í síðustu viku. Í bókinni „The Status Game“ færir breski blaðamaðurinn Will Storr rök fyrir því að óþrjótandi þörf okkar fyrir metorð stýri allri mannlegri hegðun. Mannkynið lifði af með því að vinna saman í hópum. Þeir einstaklingar sem „áunnu sér virðingu hópsins“ nutu mestrar velgengni. Þeir lifðu jafnframt lengur „því metorðum fylgir meiri matur, stærri landsvæði og betri heilsa.“ En þegar hinum farsælu fatast flugið færumst við hin upp metorðastigann án þess að lyfta litla fingri. Telja þróunarsálfræðingar það ástæðuna fyrir Þórðargleði. Niðurstaðan er því þessi: Mistök eru mikilvægur hluti velgengni. Mistök annarra eru hins vegar mikilvægur hluti velgengni okkar kolamolanna. Samhengið með Sif Laufey Lín Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp
Með sömu strategíu að leiðarljósi eigum við Íslendingar aðeins eftir að finna 9.997 leiðir sem virka ekki áður en okkur tekst að stofna farsælt lágfargjaldaflugfélag. Flugfélagið Play lýsti yfir gjaldþroti í síðustu viku og fetaði þar með í fótspor – eða flugslóð – flugfélaganna Iceland Express og WOW Air. En þótt útlitið sé svart má alltaf finna fimm ástæður til að örvænta ekki. Paul Newman naut velgengni bæði sem leikari og andlit á örbylgjupoppi. 1. Velgengni springur stundum út eins og örbylgjupopp Margar af merkustu uppgötvunum mannkyns hófu göngu sína sem mistök. Post-It miðinn varð til þegar efnafræðingur bjó til lím sem virkaði ekki. Gervisykur uppgötvaðist fyrir slysni þegar lyfjafræðingur, sem reyndi að búa til meltingarlyf, sleikti á sér fingurinn og fann sætubragð. Viagra er hjartalyf sem gerði ekkert gagn. Kellogg’s kornflagan er misheppnuð tilraun til að búa til múslí. Hugmyndin að örbylgjuofninum kviknaði þegar súkkulaðistykki bráðnaði nálægt tækjabúnaði á tilraunastofu. Ef ekki hefði verið fyrir glappaskot væri veröldin nú án örbylgjupopps En ekki allt klúður springur út sem velgengni. 2. Allir voru einu sinni misheppnaðir „Þetta snýst ekki um hversu fast þú slærð heldur hversu þung högg þú þolir,“ segir Silvester Stallone í sjöttu kvikmyndinni í seríunni um boxarann Rocky. Fáir eiga jafnmargar misheppnaðar fyrirætlanir að baki og farsælasta fólk veraldar. Steve Jobs var rekinn frá Apple árið 1985. Hann var ráðinn aftur tólf árum síðar og ber nú ábyrgð á því að heimsbyggðin horfir ekki lengur í gaupnir sér heldur á snjallsíma. Halla Tómasdóttir laut í lægra haldi í forsetakosningum árið 2016 fyrir Guðna Th. Jóhannessyni en sneri aftur átta árum síðar með hálsklút og rothögg. Átta árum áður en Barack Obama varð forseti Bandaríkjanna tapaði hann svo stórt í prófkjöri fyrir þingkosningar að hann hætti næstum í pólitík. Donald Trump tapaði forsetakosningum árið 2020 eftir eitt kjörtímabil í embætti fyrir Joe Biden. ÞÚ TRÚIR EKKI HVAÐ GERÐIST NÆST. Söngkonan Laufey, sem nýtur nú heimsfrægðar, laut í lægra haldi fyrir dansara í sjónvarpsþættinum „Ísland Got Talent“ árið 2014 og fyrir söngvaranum Hirti Traustasyni í þættinum „The Voice“ árið 2015. 3. „Reynsla er heitið sem við gefum mistökum okkar“ – Oscar Wilde Richard Branson, stofnandi flugfélagsins Virgin, á að hafa sagt að „öruggasta leiðin til að verða milljónamæringur sé að verða milljarðamæringur og stofna svo flugfélag.“ Richard Branson uppgötvaði einfalda leið til að verða milljónamæringur.Getty Flugstarfsemin hefur ekki fullkomnað þá list að tryggja fjárhagslega velgengni. Hún þykir þó dæmi um grein þar sem tekist hefur einkar vel upp við að læra af reynslunni með kerfisbundnum, vísindalegum hætti. „Mistök bjarga mannslífum,“ ritaði Nassim Taleb, einn þekktasti tölfræðingur heims. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Leiðin að velgengni er vörðuð áformum sem runnu út í sandinn. En ekki allir munu komast á áfangastað. 4. Dagur „lúsersins“ „Allir eru að gera það gott, nema ég,“ söng hljómsveitin Ríó tríó árið 1976. Lítið virðist hafa breyst á hálfri öld. Hvert sem litið er blasir við flott fólk að vinna glæsta sigra, klífa Everest, stofna fyrirtæki eða meika það í útlöndum. Við, sem erum ekki að fá fimm stjörnu dóma í blöðunum eða alþjóðlegar verðlaunamedalíur um hálsinn, munum þó senn fá tækifæri til að fagna framlagi okkar til mannlegs samfélags. Í næstu viku er alþjóðadagur mistaka haldinn hátíðlegur. Deginum var fyrst fagnað árið 2010 í Finnlandi. Var honum ætlað að aflétta skömminni sem fylgir því að mistakast og minna okkur á að „demantar eru ekki annað en kolamolar sem gáfust ekki upp við vinnuna sína.“ 5. Gagnsemi Þórðargleði Umfjöllun um afrek annarra í fjölmiðlum er eflaust ætlað að gefa okkur hinum byr undir báða vængi; hvetja okkur til að slökkva á Netflix og vinna í eigin velgengni. En gerir hún það? „Í hvert sinn sem vinur nýtur velgengni deyr eitthvað innra með mér,“ sagði bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal, sem hefði orðið hundrað ára í síðustu viku. Í bókinni „The Status Game“ færir breski blaðamaðurinn Will Storr rök fyrir því að óþrjótandi þörf okkar fyrir metorð stýri allri mannlegri hegðun. Mannkynið lifði af með því að vinna saman í hópum. Þeir einstaklingar sem „áunnu sér virðingu hópsins“ nutu mestrar velgengni. Þeir lifðu jafnframt lengur „því metorðum fylgir meiri matur, stærri landsvæði og betri heilsa.“ En þegar hinum farsælu fatast flugið færumst við hin upp metorðastigann án þess að lyfta litla fingri. Telja þróunarsálfræðingar það ástæðuna fyrir Þórðargleði. Niðurstaðan er því þessi: Mistök eru mikilvægur hluti velgengni. Mistök annarra eru hins vegar mikilvægur hluti velgengni okkar kolamolanna.