„Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. október 2025 22:15 Hörður Axel Vilhjálmsson fer yfir málin með sínu liði Anton Brink/Vísir Keflavík vann Hamar/Þór 102-89 í Blue-höllinni í Bónus deild kvenna. Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með liðið eftir þrettán stiga sigur. „Ég var ánægður með liðið í kvöld bæði frammistöðuna og orkuna. Krafturinn sem við gáfum af okkur var góður hjá bæði þeim sem voru inni á vellinum og þeim sem voru út af og þeim sem komu ekki inn á. Mér fannst það standa upp úr,“ sagði Hörður Axel ánægður með liðsheildina í kvöld. Hörður var nokkuð sáttur með fyrri hálfleik liðsins en gestirnir gerðu síðustu sjö stig fyrri hálfleiks og minnkuðu forskot Keflavíkur niður í átta stig 51-43. „Við vorum að klikka aðeins á varnarfærslum sem við höfðum farið yfir en leikurinn var hraður og það voru sumar ákvarðanir sem voru ekkert spes undir lok fyrri hálfleiks en við gerðum svo vel i seinni hálfleik.“ Í þriðja leikhluta fór forskot Keflavíkur minnst niður í þrjú stig en þá tók Hörður leikhlé og Keflvíkingar litu aldrei um öxl eftir það. „Orkustigið breyttist. Við vorum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær gátu keyrt á okkur. Við löguðum það og þá fengum við það sem við vorum að leitast eftir.“ „Þetta var ákveðin skák. Þær eru stórar og sterkar og tóku fullt af fráköstum og við vissum það fyrir leikinn. Við ætluðum að gera betur þar og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Allar sem eru inn á bera ábyrgð á að taka fráköst.“ Leikmannahópur Keflavíkur er aðeins skipaður íslenskum leikmönnum og Hörður sagðist vera að leita af erlendum leikmönnum en væri ekki að flýta sér og ætlaði að finna þær réttu. „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann. Annars er ég ekki að flýta mér í því vegna þess að ég treysti þessum stelpum sem eru hérna,“ Hörður Axel sagði að lokum að hann væri að leita af stórum leikmanni og bakverði. Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Ég var ánægður með liðið í kvöld bæði frammistöðuna og orkuna. Krafturinn sem við gáfum af okkur var góður hjá bæði þeim sem voru inni á vellinum og þeim sem voru út af og þeim sem komu ekki inn á. Mér fannst það standa upp úr,“ sagði Hörður Axel ánægður með liðsheildina í kvöld. Hörður var nokkuð sáttur með fyrri hálfleik liðsins en gestirnir gerðu síðustu sjö stig fyrri hálfleiks og minnkuðu forskot Keflavíkur niður í átta stig 51-43. „Við vorum að klikka aðeins á varnarfærslum sem við höfðum farið yfir en leikurinn var hraður og það voru sumar ákvarðanir sem voru ekkert spes undir lok fyrri hálfleiks en við gerðum svo vel i seinni hálfleik.“ Í þriðja leikhluta fór forskot Keflavíkur minnst niður í þrjú stig en þá tók Hörður leikhlé og Keflvíkingar litu aldrei um öxl eftir það. „Orkustigið breyttist. Við vorum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær gátu keyrt á okkur. Við löguðum það og þá fengum við það sem við vorum að leitast eftir.“ „Þetta var ákveðin skák. Þær eru stórar og sterkar og tóku fullt af fráköstum og við vissum það fyrir leikinn. Við ætluðum að gera betur þar og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Allar sem eru inn á bera ábyrgð á að taka fráköst.“ Leikmannahópur Keflavíkur er aðeins skipaður íslenskum leikmönnum og Hörður sagðist vera að leita af erlendum leikmönnum en væri ekki að flýta sér og ætlaði að finna þær réttu. „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann. Annars er ég ekki að flýta mér í því vegna þess að ég treysti þessum stelpum sem eru hérna,“ Hörður Axel sagði að lokum að hann væri að leita af stórum leikmanni og bakverði.
Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira