Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 22:42 Daníel Tristan Guðjohnsen er klár í sannkallaða stórleiki með íslenska landsliðinu. vísir/Bjarni Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti