Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 11:06 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur styttast í hjöðnun verðbólgu. Vísir/Sigurjón Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fann sig knúna til að milda framsýna leiðsögn sína í yfirlýsingu sinni í morgun. Seðlabankastjóri segir öll merki benda til kólnunar í hagkerfinu. Peningastefnunefnd ákvað á fundi sínum að halda vöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum, annan fundinn í röð. Í yfirlýsingunni segir að greinilegur viðsnúningur hafi orðið í þróun efnahagsumsvifa undanfarið og spennan í þjóðarbúinu hafi hjaðnað í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Seiglan í þjóðarbúskapnum sé þó áfram nokkur, launahækkanir mælast töluverðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað síðustu misseri mælast þær enn yfir markmiði. „Enn“ „Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans.“ Tvennt vekur sérstaka athygli í yfirlýsingunni. Í fyrsta lagi segir að „greinilegur viðsnúningur“ hafi orðið en slíkt orðalag var ekki að finna í fyrri yfirlýsingu nefndarinnar. Í öðru lagi hefur mikilvæga orðið „enn“ bæst við yfirlýsinguna frá því síðast. Þannig sagði síðast að ekki hefðu skapast aðstæður til að slaka á raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar en nú segir að þær aðstæður hafi ekki enn skapast. Engar tilviljanir í lífinu Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, spurði þá Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóra peningastefnu, út í þessa orðalagsbreytingu þegar þeir sátu fyrir svörum í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að tilviljanir hafi hingað til ekki ráðið orðalagi yfirlýsinga peningastefnunefndar. „Nú er hagkerfið að kólna, að því er virðis umtalsvert. Ef verðbólguhorfurnar breytast á þann hátt, gætuð þið séð fyrir ykkur að þið gætuð slakað á taumhaldinu, þótt verðbólgan fylgi ekki alveg strax á eftir? Eruð þið að opna á að vera örlítið framsýnni?“ spurði hún. Þórarinn tók undir með Ernu Björgu að engar tilviljanir séu í lífinu. „Þarna er einfaldlega verið að endurspegla það að við erum að færast nær þeim tímapunkti sem við teljum að verðbólga fari að minnka. Það sést bara í þessari yfirlýsingu, að við erum að færast nær þeim tímapunkti.“ Ásgeir greip þá orðið og sagði þetta til marks um það að aðhaldstefna peningastefnunefndar sé að virka, þó að hún taki tíma. „Við sjáum að öll merkin eru eins, þróunin er í átt að aukinni kólnun. Það bætir í það með hverjum fundi.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Peningastefnunefnd ákvað á fundi sínum að halda vöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum, annan fundinn í röð. Í yfirlýsingunni segir að greinilegur viðsnúningur hafi orðið í þróun efnahagsumsvifa undanfarið og spennan í þjóðarbúinu hafi hjaðnað í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Seiglan í þjóðarbúskapnum sé þó áfram nokkur, launahækkanir mælast töluverðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað síðustu misseri mælast þær enn yfir markmiði. „Enn“ „Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans.“ Tvennt vekur sérstaka athygli í yfirlýsingunni. Í fyrsta lagi segir að „greinilegur viðsnúningur“ hafi orðið en slíkt orðalag var ekki að finna í fyrri yfirlýsingu nefndarinnar. Í öðru lagi hefur mikilvæga orðið „enn“ bæst við yfirlýsinguna frá því síðast. Þannig sagði síðast að ekki hefðu skapast aðstæður til að slaka á raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar en nú segir að þær aðstæður hafi ekki enn skapast. Engar tilviljanir í lífinu Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, spurði þá Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóra peningastefnu, út í þessa orðalagsbreytingu þegar þeir sátu fyrir svörum í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að tilviljanir hafi hingað til ekki ráðið orðalagi yfirlýsinga peningastefnunefndar. „Nú er hagkerfið að kólna, að því er virðis umtalsvert. Ef verðbólguhorfurnar breytast á þann hátt, gætuð þið séð fyrir ykkur að þið gætuð slakað á taumhaldinu, þótt verðbólgan fylgi ekki alveg strax á eftir? Eruð þið að opna á að vera örlítið framsýnni?“ spurði hún. Þórarinn tók undir með Ernu Björgu að engar tilviljanir séu í lífinu. „Þarna er einfaldlega verið að endurspegla það að við erum að færast nær þeim tímapunkti sem við teljum að verðbólga fari að minnka. Það sést bara í þessari yfirlýsingu, að við erum að færast nær þeim tímapunkti.“ Ásgeir greip þá orðið og sagði þetta til marks um það að aðhaldstefna peningastefnunefndar sé að virka, þó að hún taki tíma. „Við sjáum að öll merkin eru eins, þróunin er í átt að aukinni kólnun. Það bætir í það með hverjum fundi.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira