Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 11:06 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur styttast í hjöðnun verðbólgu. Vísir/Sigurjón Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fann sig knúna til að milda framsýna leiðsögn sína í yfirlýsingu sinni í morgun. Seðlabankastjóri segir öll merki benda til kólnunar í hagkerfinu. Peningastefnunefnd ákvað á fundi sínum að halda vöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum, annan fundinn í röð. Í yfirlýsingunni segir að greinilegur viðsnúningur hafi orðið í þróun efnahagsumsvifa undanfarið og spennan í þjóðarbúinu hafi hjaðnað í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Seiglan í þjóðarbúskapnum sé þó áfram nokkur, launahækkanir mælast töluverðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað síðustu misseri mælast þær enn yfir markmiði. „Enn“ „Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans.“ Tvennt vekur sérstaka athygli í yfirlýsingunni. Í fyrsta lagi segir að „greinilegur viðsnúningur“ hafi orðið en slíkt orðalag var ekki að finna í fyrri yfirlýsingu nefndarinnar. Í öðru lagi hefur mikilvæga orðið „enn“ bæst við yfirlýsinguna frá því síðast. Þannig sagði síðast að ekki hefðu skapast aðstæður til að slaka á raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar en nú segir að þær aðstæður hafi ekki enn skapast. Engar tilviljanir í lífinu Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, spurði þá Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóra peningastefnu, út í þessa orðalagsbreytingu þegar þeir sátu fyrir svörum í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að tilviljanir hafi hingað til ekki ráðið orðalagi yfirlýsinga peningastefnunefndar. „Nú er hagkerfið að kólna, að því er virðis umtalsvert. Ef verðbólguhorfurnar breytast á þann hátt, gætuð þið séð fyrir ykkur að þið gætuð slakað á taumhaldinu, þótt verðbólgan fylgi ekki alveg strax á eftir? Eruð þið að opna á að vera örlítið framsýnni?“ spurði hún. Þórarinn tók undir með Ernu Björgu að engar tilviljanir séu í lífinu. „Þarna er einfaldlega verið að endurspegla það að við erum að færast nær þeim tímapunkti sem við teljum að verðbólga fari að minnka. Það sést bara í þessari yfirlýsingu, að við erum að færast nær þeim tímapunkti.“ Ásgeir greip þá orðið og sagði þetta til marks um það að aðhaldstefna peningastefnunefndar sé að virka, þó að hún taki tíma. „Við sjáum að öll merkin eru eins, þróunin er í átt að aukinni kólnun. Það bætir í það með hverjum fundi.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Peningastefnunefnd ákvað á fundi sínum að halda vöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum, annan fundinn í röð. Í yfirlýsingunni segir að greinilegur viðsnúningur hafi orðið í þróun efnahagsumsvifa undanfarið og spennan í þjóðarbúinu hafi hjaðnað í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Seiglan í þjóðarbúskapnum sé þó áfram nokkur, launahækkanir mælast töluverðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað síðustu misseri mælast þær enn yfir markmiði. „Enn“ „Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans.“ Tvennt vekur sérstaka athygli í yfirlýsingunni. Í fyrsta lagi segir að „greinilegur viðsnúningur“ hafi orðið en slíkt orðalag var ekki að finna í fyrri yfirlýsingu nefndarinnar. Í öðru lagi hefur mikilvæga orðið „enn“ bæst við yfirlýsinguna frá því síðast. Þannig sagði síðast að ekki hefðu skapast aðstæður til að slaka á raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar en nú segir að þær aðstæður hafi ekki enn skapast. Engar tilviljanir í lífinu Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, spurði þá Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóra peningastefnu, út í þessa orðalagsbreytingu þegar þeir sátu fyrir svörum í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að tilviljanir hafi hingað til ekki ráðið orðalagi yfirlýsinga peningastefnunefndar. „Nú er hagkerfið að kólna, að því er virðis umtalsvert. Ef verðbólguhorfurnar breytast á þann hátt, gætuð þið séð fyrir ykkur að þið gætuð slakað á taumhaldinu, þótt verðbólgan fylgi ekki alveg strax á eftir? Eruð þið að opna á að vera örlítið framsýnni?“ spurði hún. Þórarinn tók undir með Ernu Björgu að engar tilviljanir séu í lífinu. „Þarna er einfaldlega verið að endurspegla það að við erum að færast nær þeim tímapunkti sem við teljum að verðbólga fari að minnka. Það sést bara í þessari yfirlýsingu, að við erum að færast nær þeim tímapunkti.“ Ásgeir greip þá orðið og sagði þetta til marks um það að aðhaldstefna peningastefnunefndar sé að virka, þó að hún taki tíma. „Við sjáum að öll merkin eru eins, þróunin er í átt að aukinni kólnun. Það bætir í það með hverjum fundi.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira