Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar 9. október 2025 11:47 Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir í viðtali hjá RÚV að hún „vænti þess að Ísrael fari að alþjóðalögum“. Þessar væntingar ÞKG eru furðulegar. Eftir 78 ára kúgun gegn Palestínumönnum sem byggði frá upphafi á brotum gegn alþjóðasamningum og sáttmálum er merkilegt að vænta þess að Ísraelsstjórnir breyti hegðun sinni. Eftir tveggja ára morðaárásir á Gaza þar sem hver einasta grein Genfarsáttmálans er brotin daglega væntir íslenskur utanríkisráðherra þess að stjórn Ísraels fari að alþjóðalögum! Ísrael hefur aldrei farið að lögum Á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem búa 700.000 ólöglegir landræningjar. Á Vesturbakkanum umlykur ólöglegur múr byggðir Palestínumanna. Þetta framkvæmir Ísrael í krafti ólöglegs hernáms. Ísrael hélt Gazabúum í ólöglegri herkví í 17 ár og vörpuðu stöðugt sprengjum á íbúðabyggðir áður en þeir réðust inn 2023 til þess að reka endahnútinn á þjóðarmorðið. Ísrael rænir ríkisborgurum margra landa, þ.á.m. íslenskum, á alþjóðlegu hafsvæði. Listinn gæti verið lengri. Ég kom til Gaza árið 2009 eftir fyrstu stórárás Ísrael á Gaza. Ég sá með eigin augum eyðilegginguna sem þá var orðin. Eftir það gerðu Ísraelar stórárásir á Gaza árið 2012, 2014 og 2021. Þessar árásir kostuðu þúsundir mannslífa, þar af 2.427 börn. Þessar upplýsingar liggja á lausu og hafa efalaust ratað til Utanríkisráðuneytisins og ekki komið fólkinu þar á óvart. En hvað gerði ráðuneytið, sem oftast var undir stjórn fyrrum flokksfélaga Þorgerðar Katrínar? Jú - það voru sendar yfirlýsingar um nauðsyn þess að fara að alþjóðalögum. Það örlaði á aðgerðum þegar Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson vermdu ráðherrastólinn - en það var aldrei gengin sú braut sem til þurfti. Tímamót? Þrítugasta september sl. skrifaði ég á fésbók: „Ef Hamas samþykkir samninginn, og lætur reyna á trúverðugleika Trumps og annarra ríkja sem standa að gerð samningsins, þá mun afstaða hins sk. alþjóðasamfélags skipta máli. Það verða vatnaskil, og þær ríkisstjórnir sem halda áfram að styðja Ísrael með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afhjúpast sem stuðningsaðilar þjóðarmorðs.“ Þorgerður Katrín er okkar fulltrúi í hinu sk. alþjóðasamfélagi, þ.e. formlegur fulltrúi á samkomum ríkjanna sem véla um alþjóðamál. Og hún væntir þess að Ísrael fari að alþjóðalögum - bara svona allt í einu. Sjötíu og átta ára saga breytist í ævintýri þar sem allt endar vel. En hún boðar engar aðgerðir sem geta skipt máli. En það vita allir sem til þekkja og hafa enga „Ísraelsglýju“ fyrir augum að Ísrael mun ekki standa við gerða samninga frekar en áður. Þrátt fyrir að samningurinn kveði á um að Hamasliðar geti farið um óhultir þá vitum við að Mossad eltir þá um allan heim og drepur þá hvar sem við verður komið. Þetta kennir sagan okkur. Orsökin - refsileysi Ísraels Hér liggur hundurinn grafinn: Stjórnvöld Vesturlanda hafa aldrei beitt Ísrael refsiaðgerðum vegna glæpa þeirra og brota á alþjóðasáttmálum! Þess vegna er staðan í dag þessi: Gaza er í rúst, hundruð þúsunda Palestínumanna myrtir og á Vesturbakkanum ganga landræningjar berserksgang með aðstoð ísraelska hersins. Nú þegar Hamas hefur samþykkt að ganga að samningi sem Trump lagði til reynir á vestræn stjórnvöld. Það dugar ekki að fagna vopnahléi, það verður að grípa til aðgerða gegn ísrael - ekki eftir að þeir brjóta núverandi samkomulag - heldur vegna þess að ef það er ekki gert því stófelldari verða brot Netanyahu og félaga gegn samningnum. Það hefur alltaf verið Ísrael sem hefur brotið samninga og þeir munu gera það framvegis. Markmið síonista er Stór Ísrael. Þótt þeir undirriti samninga núna þá er takmarkið enn það sama og stjórn Ísraels mun leita allra leiða til þess að komast lengra með sín áform. Og þá munu yfirlýsingar utanríkisráðherra allra landa ekki duga til að hemja síonistana - þeir hafa komist upp með glæpi fyrir opnum tjöldum í 78 ár og munu gera það áfram. Nema! Nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og kollegar hennar í Evrópu slái skjaldborg um börnin á Gaza og alla Palestínumenn, jafnt á Vesturbakkanum sem og á Gaza og hefji refsiaðgerðir sem bíta gegn hernaðarhyggju Ísraels. Að öðrum kosti mun þjóðarmorðið halda áfram og samsekt Vesturlanda standa sem minnisvarði um siðferðilegt gjaldþrot vesturlenskra stjórnvalda. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir í viðtali hjá RÚV að hún „vænti þess að Ísrael fari að alþjóðalögum“. Þessar væntingar ÞKG eru furðulegar. Eftir 78 ára kúgun gegn Palestínumönnum sem byggði frá upphafi á brotum gegn alþjóðasamningum og sáttmálum er merkilegt að vænta þess að Ísraelsstjórnir breyti hegðun sinni. Eftir tveggja ára morðaárásir á Gaza þar sem hver einasta grein Genfarsáttmálans er brotin daglega væntir íslenskur utanríkisráðherra þess að stjórn Ísraels fari að alþjóðalögum! Ísrael hefur aldrei farið að lögum Á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem búa 700.000 ólöglegir landræningjar. Á Vesturbakkanum umlykur ólöglegur múr byggðir Palestínumanna. Þetta framkvæmir Ísrael í krafti ólöglegs hernáms. Ísrael hélt Gazabúum í ólöglegri herkví í 17 ár og vörpuðu stöðugt sprengjum á íbúðabyggðir áður en þeir réðust inn 2023 til þess að reka endahnútinn á þjóðarmorðið. Ísrael rænir ríkisborgurum margra landa, þ.á.m. íslenskum, á alþjóðlegu hafsvæði. Listinn gæti verið lengri. Ég kom til Gaza árið 2009 eftir fyrstu stórárás Ísrael á Gaza. Ég sá með eigin augum eyðilegginguna sem þá var orðin. Eftir það gerðu Ísraelar stórárásir á Gaza árið 2012, 2014 og 2021. Þessar árásir kostuðu þúsundir mannslífa, þar af 2.427 börn. Þessar upplýsingar liggja á lausu og hafa efalaust ratað til Utanríkisráðuneytisins og ekki komið fólkinu þar á óvart. En hvað gerði ráðuneytið, sem oftast var undir stjórn fyrrum flokksfélaga Þorgerðar Katrínar? Jú - það voru sendar yfirlýsingar um nauðsyn þess að fara að alþjóðalögum. Það örlaði á aðgerðum þegar Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson vermdu ráðherrastólinn - en það var aldrei gengin sú braut sem til þurfti. Tímamót? Þrítugasta september sl. skrifaði ég á fésbók: „Ef Hamas samþykkir samninginn, og lætur reyna á trúverðugleika Trumps og annarra ríkja sem standa að gerð samningsins, þá mun afstaða hins sk. alþjóðasamfélags skipta máli. Það verða vatnaskil, og þær ríkisstjórnir sem halda áfram að styðja Ísrael með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afhjúpast sem stuðningsaðilar þjóðarmorðs.“ Þorgerður Katrín er okkar fulltrúi í hinu sk. alþjóðasamfélagi, þ.e. formlegur fulltrúi á samkomum ríkjanna sem véla um alþjóðamál. Og hún væntir þess að Ísrael fari að alþjóðalögum - bara svona allt í einu. Sjötíu og átta ára saga breytist í ævintýri þar sem allt endar vel. En hún boðar engar aðgerðir sem geta skipt máli. En það vita allir sem til þekkja og hafa enga „Ísraelsglýju“ fyrir augum að Ísrael mun ekki standa við gerða samninga frekar en áður. Þrátt fyrir að samningurinn kveði á um að Hamasliðar geti farið um óhultir þá vitum við að Mossad eltir þá um allan heim og drepur þá hvar sem við verður komið. Þetta kennir sagan okkur. Orsökin - refsileysi Ísraels Hér liggur hundurinn grafinn: Stjórnvöld Vesturlanda hafa aldrei beitt Ísrael refsiaðgerðum vegna glæpa þeirra og brota á alþjóðasáttmálum! Þess vegna er staðan í dag þessi: Gaza er í rúst, hundruð þúsunda Palestínumanna myrtir og á Vesturbakkanum ganga landræningjar berserksgang með aðstoð ísraelska hersins. Nú þegar Hamas hefur samþykkt að ganga að samningi sem Trump lagði til reynir á vestræn stjórnvöld. Það dugar ekki að fagna vopnahléi, það verður að grípa til aðgerða gegn ísrael - ekki eftir að þeir brjóta núverandi samkomulag - heldur vegna þess að ef það er ekki gert því stófelldari verða brot Netanyahu og félaga gegn samningnum. Það hefur alltaf verið Ísrael sem hefur brotið samninga og þeir munu gera það framvegis. Markmið síonista er Stór Ísrael. Þótt þeir undirriti samninga núna þá er takmarkið enn það sama og stjórn Ísraels mun leita allra leiða til þess að komast lengra með sín áform. Og þá munu yfirlýsingar utanríkisráðherra allra landa ekki duga til að hemja síonistana - þeir hafa komist upp með glæpi fyrir opnum tjöldum í 78 ár og munu gera það áfram. Nema! Nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og kollegar hennar í Evrópu slái skjaldborg um börnin á Gaza og alla Palestínumenn, jafnt á Vesturbakkanum sem og á Gaza og hefji refsiaðgerðir sem bíta gegn hernaðarhyggju Ísraels. Að öðrum kosti mun þjóðarmorðið halda áfram og samsekt Vesturlanda standa sem minnisvarði um siðferðilegt gjaldþrot vesturlenskra stjórnvalda. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar