Lífið

Eig­endur Tripical keyptu glæsihæð við Nes­veg

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Mæðginin,Viktor Hagalín Magnason, og  Elísabet Hagalín.
Mæðginin,Viktor Hagalín Magnason, og Elísabet Hagalín.

Engey fasteignafélag, sem er í eigu mæðginanna Elísabetar Agnarsdóttur og Viktors Hagalín, meðeigenda ferðaskrifstofunnar Tripical, hefur fest kaup á glæsilegri hæð við Nesveg. Kaupverðið nam 117,9 milljónum króna.

Um er að ræða einstaklega stílhreina 125 fermetra íbúð í húsi sem byggt var árið 1973. Eignin var endurnýjuð árið 2021 í umsjón HAF Studio og einkennist af vönduðu efnisvali og tímalausri hönnun. 

Tímalaust með karakter

Alrýmið er bjart og rúmgott þar sem stofa, borðstofa og eldhús flæða saman í eitt á heillandi máta. 

Eldhúsið er smekklegt, prýtt 7,5 metra innréttingu með dökkum eikarfrontum frá HAF Studio. Á borðum er ljós steinn sem nær upp á vegg og gefur rýminu mikinn karakter og glæsibrag. 

Vegleg, sérsmíðuð hvítlökkuð hillueining fangar augað um leið og gengið er inn í stofuna, þar sem sjónvarpið hefur verið hengt upp og fagrir, vel valdir innanstokksmunir fá sinn sess. Þaðan er útgengt á rúmgóðar suðvestursvalir.

Rósettur, glugga-, gólf- og loftlistar voru endurnýjaðir og lakkaðir í HAF hvítu. Á gólfum var lagt glæsilegt olíuborið viðarparket í basket weave mynstri sem gefur rýminu mikinn karakter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.