Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 10. október 2025 12:01 Daniel Hannan var gestur Morgunblaðsins nú í vikunni. Hannan er okkur, sem fylgst höfum með Evrópumálum undanfarna þrjá áratugi, vel kunnur enda hefur hann meira og minna verið á góðum launum við að tala niður Evrópusambandið allan þann tíma. Hannan er þekktur í Bretlandi sem einn harðasti andstæðingur aðildar Bretlands að Evrópusambandinu og var sem ungur maður kjörinn á Evrópuþingið fyrir Íhaldsflokkinn til að tala gegn Evrópusambandinu. Strax í háskóla stofnaði hann samtök til að berjast gegn samvinnu Evrópuþjóða þannig að snemma beygðist krókurinn. Svo virðist sem vinur hans Boris Johnson hafi launað honum vel unnin störf með því að sæma hann lávarðstitli árið 2021, sem nú er notaður af vinum hans á Íslandi til að gefa orðum hans aukið vægi, hjá þeim sem telja slíka titla skipta máli um trúverðugleika fólks. Helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar Íslands hafa jafnan kallað Hannan til leiks þegar þeir hafa þurft einhvern til að tala niður sambandið á hljómfagurri ensku. Það hefur hann nú gert enn og aftur og telur, auðvitað, að Ísland muni nú ekki kemba hærurnar í samskiptum sínum við Evrópusambandið, komi til þess að aðildarviðræður verði teknar upp að nýju. Engar undanþágur bjóðist. Það sé enginn sérdíll í kortunum fyrir Ísland. Þessi rök ganga út frá því sem gefnu að Ísland þurfi á sérstakri meðferð Evrópusambandsins að halda. En Ísland þarf ekki sérstaka meðferð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, því öll ríki fá hana! Hver aðildarsamningur er einstakur og tekur mið af aðstæðum hvers ríkis. Við þurfum ekki sérmeðferð í aðildarferlinu vegna þess að aðildarferlið sjálft er sérstakt fyrir hvert umsóknarríki og hefur alltaf verið. Það er líka áhugavert að heyra þetta frá Breta, vegna þess hvernig aðildarsamningum Bretlands var háttað þegar landið gekk í sambandið á sínum tíma. Þeir sömdu um aðild og gengu inn 1973. Svo komst ný ríkisstjórn til valda 1974. Henni líkaði ekki við aðildarsamninginn sem fyrri ríkisstjórn hafði gert, svo hún píndi Evrópubandalagið (eins og ESB hét þá) í að endursemja við sig um aðildarskilmálana. Þetta skilaði sér í pínlegu ellefu mánaða ferli sem lauk svo í þjóðaratkvæðagreiðslu um glænýjan samning árið 1975! Enginn sérdíll þar á ferðinni - eða þannig. „Íslandsvinur“ í sauðagæru Í frétt á Vísi er Daniel Hannan kallaður Íslandsvinur. Ég veit svo sem að það segir okkur ekkert annað en það að hann hafi komið nokkrum sinnum til landsins. Það hefur þó fyrst og fremst verið í því skyni að skipta sér af innanlandsmálum okkar Íslendinga og segja okkur, í boði vina sinna í hópi Evrópusambandsandstæðinga, frá sínum “upplýsta” sjónarhóli hvað sé okkur Íslendingum fyrir bestu. Þá er því rétt að velta fyrir sér fyrir hvað þessi ágæti maður stendur? Verandi einn helstu hugmyndafræðinga Brexit, hefur hann haldið því fram að Bretland hafi “endurheimt frelsi sitt” með því að yfirgefa Evrópusambandið. Hann sér ESB sem embættismannaveldi sem skerðir fullveldi, dragi úr lýðræði og bindi hendur ríkja í viðskiptum og menningu. Þetta hljómar kannski sannfærandi í einhverjum gamalrómantískum anda — en er bæði sögulega og pólitískt rangt. Í fyrsta lagi er fullveldi ekki fasti heldur afl, sem eykst með samstarfi en dofnar í einangrun. Í samtímanum ræður ekkert ríki — hvorki Bretland né Ísland — eitt og sér við áskoranir á borð við loftslagsbreytingar, netöryggi eða efnahagslega hnattvæðingu. Að stunda öflugt alþjóðasamstarf er því ekki að afsala sér fullveldi, heldur að nýta það betur til að takast á við alþjóðlegar áskoranir, sem eru komnar til að vera. Það er leiðin sem 27 fullvalda ríki Evrópu, t.d. Danmörk, Svíþjóð, Holland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Lúxembúrg og Malta, hafa nýtt til þess að efla fullveldi sitt og auka áhrif sín til að takast á við aðsteðjandi áskoranir. Í öðru lagi er það talið um embættismannaveldið og lýðræðisleysið í Evrópusambandinu, en það er nú önnur gömul mygluð goðsögn. Evrópuþingið t.a.m. er kjörið beinni kosningu af kjósendum allra Evrópusambandsríkja og fer með raunverulegt löggjafarvald með ráðherraráðinu, þar sem lýðræðislega kjörnir ráðamenn þjóðríkjanna sjálfra sitja, einn ráðherra frá hverju aðildarríkja sambandsins. Engin önnur fjölþjóðleg stofnun hefur ámóta lýðræðislegt umboð. Ef við Íslendingar gengjum í sambandið myndum við líka hafa áhrif langt umfram fólksfjölda, eins og t.d. Malta hefur innan sambandsins. Þar erum við að tala um áhrif á reglur sem við erum nú þegar hvort eð er að taka við, sem aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) síðan 1994, en við höfum sama sem engin áhrif á í dag. Þar er hinn raunverulega lýðræðishalla að finna. Daniel Hannan hefur orðið tíðrætt um aukin áhrif Bretlands utan Evrópusambandsins, en í reynd hefur Bretland orðið áhrifaminna, minna aðlaðandi fyrir fjárfestingar og með veigaminni rödd í heiminum eftir útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Fríverslun er ekki náttúrulegt ástand mála á alþjóðlegum mörkuðum, heldur byggist hún á reglum og trausti. Evrópusambandið batt ekki hendur Breta á alþjóðavettvangi. Þeir höfðu eftir sem áður rúman rétt til að láta til sín taka í pólitík og viðskiptum eins og dæmin sanna, en Brexit hefur hinsvegar skaðað alvarlega hag breskra fyrirtækja og breskra ríkisborgara, eins og auðvelt er að komast að ef málin eru skoðuð ofan í kjölinn. Sem reyndar margir hafa gert. Hér er t.d. stutt umfjöllun BBC um málið frá því í janúar síðastliðnum. Í reynd byggja hugsjónir Hannans á 19. aldar hugmyndum um þjóðríkið sem hina einu sönnu uppsprettu velgengni þjóða. Eitthvað hefur gert það að verkum að hann hefur sem ungur maður heillast af tálsýninni um hið öfluga breska heimsveldi, sem leið undir lok um miðja síðustu öld, rétt um það leiti sem hann var að slíta barnsskónum á búgarði foreldra sinna í Perú. En Evrópa - og heimurinn allur - eftir 1945 hefur sannað hið gagnstæða: að friður, lýðræði og velferð byggist á samvinnu yfir landamæri og viðskiptum sem eru undirbyggð af alþjóðlegum leikreglum. Breska heimsveldið kemur aldrei aftur, enda byggðist það á kúgun, misrétti, rasisma og ofbeldi. En Evrópusambandið er hinsvegar gott dæmi um velheppnað fjölþjóðasamfélag, byggt á lýðræði og samstarfi sem ríki taka þátt í af eigin fúsum og frjálsum vilja (og geta yfirgefið ef þau kjósa svo eins og Brexit hefur sýnt) og sem hefur sannarlega bætt lífsgæði og auðgað þjóðir, fyrirtæki og einstaklinga. Þjóðríkið styrkist með því að vera hluti af stærri heild sem tryggir stöðugleika og réttlátar reglur á markaði. Evrópusambandið er samstarf þjóða sem hefur stuðlað að friði, samstarfi og hagsæld, ekki bara Evrópusambandsríkjanna sjálfra, heldur t.d. líka okkar Íslendinga, sem höfum hagnast mikið á aðgangi okkar að innri markaði sambandsins í gegnum EES og þeim samstarfsverkefnum sem Evrópusambandið stendur fyrir. Brexit Daniels Hannans var svar við spurningu frá fortíðinni, brotinni sjálfsmynd fallins heimsveldis, sem hafði gerjast í áratugi í súru andrúmslofti breska Íhaldsflokksins. Það er hinsvegar að koma æ betur í ljós að Evrópusambandið er svar við spurningum framtíðarinnar — hvernig við deilum ábyrgð, tryggjum lýðræði, öryggi og verndum frelsið, sem við tökum oft sem sjálfsögðum hlut en er það ekki, í viðsjárverðum heimi. Það er sú sýn sem Daniel Hannan berst gegn með kjafti og klóm, en sem framtíð Evrópu og smáríkja eins og Íslands byggist á. Við Íslendingar eigum að afþakka ráðleggingar Daniels Hannans, eins og skoðanakannanir sýna að Bretar myndu líka gera ef þeir væru spurðir í dag. Við eigum að treysta íslensku þjóðinni til að taka afstöðu til Evrópusambandsins út frá okkar eigin forsendum, með eflingu íslensks fullveldis að leiðarljósi. Ekki útfrá frumstæðum hugmyndum 20. aldar íhaldsmanns um glatað heimsveldi bresku krúnunnar. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Daniel Hannan var gestur Morgunblaðsins nú í vikunni. Hannan er okkur, sem fylgst höfum með Evrópumálum undanfarna þrjá áratugi, vel kunnur enda hefur hann meira og minna verið á góðum launum við að tala niður Evrópusambandið allan þann tíma. Hannan er þekktur í Bretlandi sem einn harðasti andstæðingur aðildar Bretlands að Evrópusambandinu og var sem ungur maður kjörinn á Evrópuþingið fyrir Íhaldsflokkinn til að tala gegn Evrópusambandinu. Strax í háskóla stofnaði hann samtök til að berjast gegn samvinnu Evrópuþjóða þannig að snemma beygðist krókurinn. Svo virðist sem vinur hans Boris Johnson hafi launað honum vel unnin störf með því að sæma hann lávarðstitli árið 2021, sem nú er notaður af vinum hans á Íslandi til að gefa orðum hans aukið vægi, hjá þeim sem telja slíka titla skipta máli um trúverðugleika fólks. Helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar Íslands hafa jafnan kallað Hannan til leiks þegar þeir hafa þurft einhvern til að tala niður sambandið á hljómfagurri ensku. Það hefur hann nú gert enn og aftur og telur, auðvitað, að Ísland muni nú ekki kemba hærurnar í samskiptum sínum við Evrópusambandið, komi til þess að aðildarviðræður verði teknar upp að nýju. Engar undanþágur bjóðist. Það sé enginn sérdíll í kortunum fyrir Ísland. Þessi rök ganga út frá því sem gefnu að Ísland þurfi á sérstakri meðferð Evrópusambandsins að halda. En Ísland þarf ekki sérstaka meðferð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, því öll ríki fá hana! Hver aðildarsamningur er einstakur og tekur mið af aðstæðum hvers ríkis. Við þurfum ekki sérmeðferð í aðildarferlinu vegna þess að aðildarferlið sjálft er sérstakt fyrir hvert umsóknarríki og hefur alltaf verið. Það er líka áhugavert að heyra þetta frá Breta, vegna þess hvernig aðildarsamningum Bretlands var háttað þegar landið gekk í sambandið á sínum tíma. Þeir sömdu um aðild og gengu inn 1973. Svo komst ný ríkisstjórn til valda 1974. Henni líkaði ekki við aðildarsamninginn sem fyrri ríkisstjórn hafði gert, svo hún píndi Evrópubandalagið (eins og ESB hét þá) í að endursemja við sig um aðildarskilmálana. Þetta skilaði sér í pínlegu ellefu mánaða ferli sem lauk svo í þjóðaratkvæðagreiðslu um glænýjan samning árið 1975! Enginn sérdíll þar á ferðinni - eða þannig. „Íslandsvinur“ í sauðagæru Í frétt á Vísi er Daniel Hannan kallaður Íslandsvinur. Ég veit svo sem að það segir okkur ekkert annað en það að hann hafi komið nokkrum sinnum til landsins. Það hefur þó fyrst og fremst verið í því skyni að skipta sér af innanlandsmálum okkar Íslendinga og segja okkur, í boði vina sinna í hópi Evrópusambandsandstæðinga, frá sínum “upplýsta” sjónarhóli hvað sé okkur Íslendingum fyrir bestu. Þá er því rétt að velta fyrir sér fyrir hvað þessi ágæti maður stendur? Verandi einn helstu hugmyndafræðinga Brexit, hefur hann haldið því fram að Bretland hafi “endurheimt frelsi sitt” með því að yfirgefa Evrópusambandið. Hann sér ESB sem embættismannaveldi sem skerðir fullveldi, dragi úr lýðræði og bindi hendur ríkja í viðskiptum og menningu. Þetta hljómar kannski sannfærandi í einhverjum gamalrómantískum anda — en er bæði sögulega og pólitískt rangt. Í fyrsta lagi er fullveldi ekki fasti heldur afl, sem eykst með samstarfi en dofnar í einangrun. Í samtímanum ræður ekkert ríki — hvorki Bretland né Ísland — eitt og sér við áskoranir á borð við loftslagsbreytingar, netöryggi eða efnahagslega hnattvæðingu. Að stunda öflugt alþjóðasamstarf er því ekki að afsala sér fullveldi, heldur að nýta það betur til að takast á við alþjóðlegar áskoranir, sem eru komnar til að vera. Það er leiðin sem 27 fullvalda ríki Evrópu, t.d. Danmörk, Svíþjóð, Holland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Lúxembúrg og Malta, hafa nýtt til þess að efla fullveldi sitt og auka áhrif sín til að takast á við aðsteðjandi áskoranir. Í öðru lagi er það talið um embættismannaveldið og lýðræðisleysið í Evrópusambandinu, en það er nú önnur gömul mygluð goðsögn. Evrópuþingið t.a.m. er kjörið beinni kosningu af kjósendum allra Evrópusambandsríkja og fer með raunverulegt löggjafarvald með ráðherraráðinu, þar sem lýðræðislega kjörnir ráðamenn þjóðríkjanna sjálfra sitja, einn ráðherra frá hverju aðildarríkja sambandsins. Engin önnur fjölþjóðleg stofnun hefur ámóta lýðræðislegt umboð. Ef við Íslendingar gengjum í sambandið myndum við líka hafa áhrif langt umfram fólksfjölda, eins og t.d. Malta hefur innan sambandsins. Þar erum við að tala um áhrif á reglur sem við erum nú þegar hvort eð er að taka við, sem aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) síðan 1994, en við höfum sama sem engin áhrif á í dag. Þar er hinn raunverulega lýðræðishalla að finna. Daniel Hannan hefur orðið tíðrætt um aukin áhrif Bretlands utan Evrópusambandsins, en í reynd hefur Bretland orðið áhrifaminna, minna aðlaðandi fyrir fjárfestingar og með veigaminni rödd í heiminum eftir útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Fríverslun er ekki náttúrulegt ástand mála á alþjóðlegum mörkuðum, heldur byggist hún á reglum og trausti. Evrópusambandið batt ekki hendur Breta á alþjóðavettvangi. Þeir höfðu eftir sem áður rúman rétt til að láta til sín taka í pólitík og viðskiptum eins og dæmin sanna, en Brexit hefur hinsvegar skaðað alvarlega hag breskra fyrirtækja og breskra ríkisborgara, eins og auðvelt er að komast að ef málin eru skoðuð ofan í kjölinn. Sem reyndar margir hafa gert. Hér er t.d. stutt umfjöllun BBC um málið frá því í janúar síðastliðnum. Í reynd byggja hugsjónir Hannans á 19. aldar hugmyndum um þjóðríkið sem hina einu sönnu uppsprettu velgengni þjóða. Eitthvað hefur gert það að verkum að hann hefur sem ungur maður heillast af tálsýninni um hið öfluga breska heimsveldi, sem leið undir lok um miðja síðustu öld, rétt um það leiti sem hann var að slíta barnsskónum á búgarði foreldra sinna í Perú. En Evrópa - og heimurinn allur - eftir 1945 hefur sannað hið gagnstæða: að friður, lýðræði og velferð byggist á samvinnu yfir landamæri og viðskiptum sem eru undirbyggð af alþjóðlegum leikreglum. Breska heimsveldið kemur aldrei aftur, enda byggðist það á kúgun, misrétti, rasisma og ofbeldi. En Evrópusambandið er hinsvegar gott dæmi um velheppnað fjölþjóðasamfélag, byggt á lýðræði og samstarfi sem ríki taka þátt í af eigin fúsum og frjálsum vilja (og geta yfirgefið ef þau kjósa svo eins og Brexit hefur sýnt) og sem hefur sannarlega bætt lífsgæði og auðgað þjóðir, fyrirtæki og einstaklinga. Þjóðríkið styrkist með því að vera hluti af stærri heild sem tryggir stöðugleika og réttlátar reglur á markaði. Evrópusambandið er samstarf þjóða sem hefur stuðlað að friði, samstarfi og hagsæld, ekki bara Evrópusambandsríkjanna sjálfra, heldur t.d. líka okkar Íslendinga, sem höfum hagnast mikið á aðgangi okkar að innri markaði sambandsins í gegnum EES og þeim samstarfsverkefnum sem Evrópusambandið stendur fyrir. Brexit Daniels Hannans var svar við spurningu frá fortíðinni, brotinni sjálfsmynd fallins heimsveldis, sem hafði gerjast í áratugi í súru andrúmslofti breska Íhaldsflokksins. Það er hinsvegar að koma æ betur í ljós að Evrópusambandið er svar við spurningum framtíðarinnar — hvernig við deilum ábyrgð, tryggjum lýðræði, öryggi og verndum frelsið, sem við tökum oft sem sjálfsögðum hlut en er það ekki, í viðsjárverðum heimi. Það er sú sýn sem Daniel Hannan berst gegn með kjafti og klóm, en sem framtíð Evrópu og smáríkja eins og Íslands byggist á. Við Íslendingar eigum að afþakka ráðleggingar Daniels Hannans, eins og skoðanakannanir sýna að Bretar myndu líka gera ef þeir væru spurðir í dag. Við eigum að treysta íslensku þjóðinni til að taka afstöðu til Evrópusambandsins út frá okkar eigin forsendum, með eflingu íslensks fullveldis að leiðarljósi. Ekki útfrá frumstæðum hugmyndum 20. aldar íhaldsmanns um glatað heimsveldi bresku krúnunnar. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun