Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 15:49 Íslenskir Liverpool-aðdáendur geta nú loksins nefnt syni sína í höfuðið á Mohamed Salah. Getty Karlmannsnafnið Múhameð er á meðal fjögurra eiginnafna sem mannanafnanefnd samþykkti í vikunni. Kvenmannsnöfnin Latýna og Khanom hlutu hins vegar ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Mannanafnanefnd kvað upp níu úrskurði um nöfn á þriðjudag. Auk þess að samþykkja Múhameð fyrir drengi lagði hún blessun sína yfir kvenmannsnöfnin Tenchi, Ivy, Ýri og Meryem. Þá féllst hún á föðurkenninguna Ísaksdóttir í máli konu sem vildi kenna sig við föður sinn, sem heitir Isaac. Beiðni um karlmannsnafnið Jaokhun var hafnað þar sem ritháttur þess samræmist ekki almennum ritreglum íslensks máls. Kvenmannsnafninu Khanom var hafnað með sömu rökum. Ástæða þess að kvenmannsnafninu Latýnu var hafnað var sú að það væri borið fram eins og latína. Heiti tungumála hefðu ekki verið notuð sem eiginnöfn á Íslandi. Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að skrá nafnið Latína með úrskurði fyrr á þessu ári. Hvað varðar nafnið Tenchi kom til álita hvort það væri ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls vegna þess að bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu. Aðeins væri hægt að samþykkja það ef hefð væri fyrir þessum rithætti. Studdist nefndin við vinnureglur sem kveða meðal annars á um að hægt sé að gera undantekningar fyrir rithátt sé hann gjaldgengur í öðru tungumáli. Vísaði nefndin til þess að Tenchi væri rótgróið japanskt tökunafn og ritað með þessum hætti í enskumælandi löndum. Mannanöfn Stjórnsýsla Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Mannanafnanefnd kvað upp níu úrskurði um nöfn á þriðjudag. Auk þess að samþykkja Múhameð fyrir drengi lagði hún blessun sína yfir kvenmannsnöfnin Tenchi, Ivy, Ýri og Meryem. Þá féllst hún á föðurkenninguna Ísaksdóttir í máli konu sem vildi kenna sig við föður sinn, sem heitir Isaac. Beiðni um karlmannsnafnið Jaokhun var hafnað þar sem ritháttur þess samræmist ekki almennum ritreglum íslensks máls. Kvenmannsnafninu Khanom var hafnað með sömu rökum. Ástæða þess að kvenmannsnafninu Latýnu var hafnað var sú að það væri borið fram eins og latína. Heiti tungumála hefðu ekki verið notuð sem eiginnöfn á Íslandi. Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að skrá nafnið Latína með úrskurði fyrr á þessu ári. Hvað varðar nafnið Tenchi kom til álita hvort það væri ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls vegna þess að bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu. Aðeins væri hægt að samþykkja það ef hefð væri fyrir þessum rithætti. Studdist nefndin við vinnureglur sem kveða meðal annars á um að hægt sé að gera undantekningar fyrir rithátt sé hann gjaldgengur í öðru tungumáli. Vísaði nefndin til þess að Tenchi væri rótgróið japanskt tökunafn og ritað með þessum hætti í enskumælandi löndum.
Mannanöfn Stjórnsýsla Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira