Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2025 12:16 Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn í Mýrdalshreppi um helgina. Helga Þorbergsdóttir Það iðar allt af lífi og fjöri þar sem gleðin er í fyrirrúmi í Vík í Mýrdal um helgina því þar fer fram Regnbogahátíð, sem er samfélagshátíð íbúa í Mýrdalshreppi. Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn og hefur dagskrá hátíðarinnar sjaldan verið eins glæsileg og í ár. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og líkur með tónleikum síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina. „Þemað í ár er einmitt gleðin og krafturinn, sem býr í samfélaginu þannig að þú getur ímyndað þér hvað það er gaman hjá okkur hérna“, segir Harpa Elín. Og hvað eruð þið aðallega að gera á þessari hátíð? „Við erum að hittast og vera saman og búa til samfélag og hafa gaman saman,“ segir hún. Í gærkvöldi var til dæmis boðið upp á matarsmakk í íþróttahúsinu þar sem gestir fengu að smakka á réttum frá mörgum þjóðlöndum en stór hluti íbúa í Vík eru af erlendu bergi brotnir. „Svo ætlar hún að koma til okkar hún Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Stása en hún ætlar að taka helgistund og samverustund með séra Jóhönnu í kirkjunni okkar en Yuichi Yoshimoto mun spila undir hjá henni á píanó en það er tónlistarkennarinn okkar og mikill snillingur,“ segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina og heldur m.a. utan um dagskrá hátíðarinnar.Helga Þorbergsdóttir Ari Eldjárn lýkur svo deginum með uppistandi í kvöld og strax á eftir verður Regnbogasamsöngur íbúa. Dagskráin verður líka mjög fjölbreytt á morgun sunnudag en Kammerkór tónlistarskólans í Vík mun syngja í Icewear og Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal við Vík mun bjóða upp á göngu að steinskipinu svo eitthvað sé nefnt. „Svo á Hótel Kríu er hinn klassíska hátíðarstunda en þá verður glæsilegt hátíðarkaffi, sem hótelin hérna skiptast á að bjóða hátíðargestum á,“ segir Harpa Elín hjá Kötlusetrinu í Vík um leið og hún bætir við að síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar verður klukkan fimm á morgun í Víkurkirkju þar sem Kammerkór tónlistarskóla Mýrdalshrepps, Björn Thoroddsen gítarleikari og Hera Björk Þórhallsdóttir verða með fría tónleika. Gleðin verður við völd í Vík í Mýrdal um helgina, því lofar Harpa Elín. Helga Þorbergsdóttir Facebooksíða hátíðarinnar Mýrdalshreppur Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn og hefur dagskrá hátíðarinnar sjaldan verið eins glæsileg og í ár. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og líkur með tónleikum síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina. „Þemað í ár er einmitt gleðin og krafturinn, sem býr í samfélaginu þannig að þú getur ímyndað þér hvað það er gaman hjá okkur hérna“, segir Harpa Elín. Og hvað eruð þið aðallega að gera á þessari hátíð? „Við erum að hittast og vera saman og búa til samfélag og hafa gaman saman,“ segir hún. Í gærkvöldi var til dæmis boðið upp á matarsmakk í íþróttahúsinu þar sem gestir fengu að smakka á réttum frá mörgum þjóðlöndum en stór hluti íbúa í Vík eru af erlendu bergi brotnir. „Svo ætlar hún að koma til okkar hún Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Stása en hún ætlar að taka helgistund og samverustund með séra Jóhönnu í kirkjunni okkar en Yuichi Yoshimoto mun spila undir hjá henni á píanó en það er tónlistarkennarinn okkar og mikill snillingur,“ segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina og heldur m.a. utan um dagskrá hátíðarinnar.Helga Þorbergsdóttir Ari Eldjárn lýkur svo deginum með uppistandi í kvöld og strax á eftir verður Regnbogasamsöngur íbúa. Dagskráin verður líka mjög fjölbreytt á morgun sunnudag en Kammerkór tónlistarskólans í Vík mun syngja í Icewear og Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal við Vík mun bjóða upp á göngu að steinskipinu svo eitthvað sé nefnt. „Svo á Hótel Kríu er hinn klassíska hátíðarstunda en þá verður glæsilegt hátíðarkaffi, sem hótelin hérna skiptast á að bjóða hátíðargestum á,“ segir Harpa Elín hjá Kötlusetrinu í Vík um leið og hún bætir við að síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar verður klukkan fimm á morgun í Víkurkirkju þar sem Kammerkór tónlistarskóla Mýrdalshrepps, Björn Thoroddsen gítarleikari og Hera Björk Þórhallsdóttir verða með fría tónleika. Gleðin verður við völd í Vík í Mýrdal um helgina, því lofar Harpa Elín. Helga Þorbergsdóttir Facebooksíða hátíðarinnar
Mýrdalshreppur Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira