„Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. október 2025 07:00 Að stelpur spili fótbolta hefur aldeilis ekki alltaf þótt sjálfsagt. Og það svo sannarlega þekkir Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum landsliðskona og atvinnumaður í fótbolta á eigin skinni. Eggert B. Guðmundsson er einn þeirra sem skrifaði undir undirskriftarlista í Hagaskóla þar sem hvatt er til stofnunar kvennalandsliðs í knattspyrnu. Vísir/Anton Brink Þegar Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumanneskja erlendis er spurð um æskuna, nefnir hún skólagönguna fyrst og fremst. Og þá auðvitað tengt fótboltanum. „Ég gekk fyrst í Öldugötuskóla sem síðar varð að Vesturbæjarskóla og það sem ég man einna helst eftir var að í hverjum frímínútum stóð ég á hliðarlínunni og fylgdist með strákunum spila fótbolta. Engum þeirra datt þó í hug að spyrja hvort ég vildi vera með. Þótt ég stæði með fótbolta sjálf í hendi,“ segir Bryndís Valsdóttir og brosir. Bryndísi þekkja margir fótboltaunnendur. Enda spilaði hún lengi með Val, var ein af fyrstu þremur íslensku konunum sem fór í atvinnumennsku erlendis og eflaust tengja hana enn aðrir við íþróttafréttastarfið á RÚV forðum daga. „Ég fór síðan að spyrja: Má ég vera með? Strákarnir þyrptu sér þá saman og tóku smá fund. Síðan sögðu þeir kannski: Já, ókei þú mátt vera með ef þú ert í marki. Eða ef þú ert í vörninni,“ segir Bryndís og bætir við: „Ég sagði auðvitað já við þessu öllu saman en fór síðan ekkert endilega eftir því sem þeir sögðu.“ Fyrir stuttu rakst Bryndís á gamlan undirskriftalista úr Hagaskóla sem er ansi merkilegt plagg, dagsett 3. maí árið 1979. Undirskriftalistinn er stílaður á Knattspyrnusamband Íslands og þar segir: Vér undirrituð óskum þess að kvennalandslið í knattspyrnu verði stofnsett hér á landi því að einhverju verður að stefna. Síðan stendur: HAGASKÓLI og nöfn þeirra sem rituðu undir. Þar af Bryndís fyrst. Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Frumritið af undirskriftalistanum góða sem Bryndís gróf upp á dögunum. Enda Bryndís alin upp við að geyma alltaf frumrit og skila frekar ljósriti. Að einhverju verður að stefna segir meðal annars í áskorun til KSÍ um að stofna kvennalandslið í knattspyrnu. Hagaskólakrakkarnir og stofnun landsliðsins Fjórða nafnið á undirskriftalistanum er nafn Eggerts Benedikts Guðmundssonar sem flestir tengja við viðskiptalífið frekar en íþróttir. Hann var lengi forstjóri HB Granda og N1 en er nú settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar. „Ég var ekkert í fótbolta en var formaður málfundafélagsins og í ritstjórn íþróttablaðsins,“ segir Eggert meðal annars. Bæði hann og Bryndís gengu í Melaskóla og síðan Hagaskóla. Þaðan sem þau rifja upp bæði kennara og nemendur úr skólunum en segjast ekkert hafa tengst né þekkst neitt sérstaklega. Fyrr en leiðir mættu í ritstjórn íþróttablaðs Hagaskóla. „Svo ég skýri út það blað þá var ég mikið í hestamennsku á þessum tíma og þess vegna vildi ég halda úti íþróttablaði,“ segir Eggert og Bryndís bætir við: „Já einmitt, það var rosalega mikið skrifað um hesta.“ Þó komst knattspyrnan og aðrar íþróttir líka að. Meira að segja kvennaknattspyrnan en í grein frá því í maí 1979 segir: Kvennaknattspyrna hefur færst mjög í aukana undanfarið. Nú eru 3 mót á ári hverju þ.e. 2 Íslandsmót, innanhúss og utanhúss og Reykjavíkurmót innanhúss. Starfandi eru a.m.k. 12 lið á landinu en 7 þeirra hafa ekki efni á að senda lið til keppni. Komið hefur til tals að velja landslið í kvennaknattspyrnu og hefur KSÍ rætt eitthvað um það innan sinna vébanda en ekki vitum við hvað úr því verður. Hafa nokkrar stúlkur gengist fyrir undirskriftasöfnun um að fá því framgengt og gengur söfnunin vel. En áður en lengra er haldið, skulum við byrja á byrjuninni og átta okkur betur á því hvernig stemningin var fyrir stofnun landsliðs í kvennaknattspyrnu. Og hvað mögulega varð til þess að kvennalandsliðið, sem þó var stofnað árið 1981, var lagt af árið 1987 og ekki endurvakið fyrr en árið 1992. Eggert og Bryndís gengu bæði í Melaskóla og Hagaskóla og um tíma voru þau saman í ritstjórn íþróttablaðsins í Hagaskóla. Þar sem mikið var skrifað um hestamennsku því Eggert stundaði hana af kappi. En stundum þó um fótbolta. Jafnvel kvennaboltann.Vísir/Anton Brink Stór læri og jafnvel lesbíur Bryndís lýsir sjálfri sér þannig að hún hafi í æsku nánast alltaf verið með bolta í hendinni, gengið á milli húsa og spurt hvort einhverjir krakkar væru til í að koma út í fótbolta. „Ég með minn Prins Valíant-koll fékk þó alls kyns spurningar fyrir vikið,“ segir Bryndís og vísar þar til skærustu teiknimyndasöguhetjunnar á þessum tíma. Oft var ég til dæmis spurð: Ertu strákur eða stelpa? Því stelpur voru ekki að spila fótbolta og ef ég man rétt, vorum við þrjár í Vesturbænum sem höfðum áhuga á því. Ég og Jenný vinkona mín og Auður Einars var líka mjög öflug,“ segir Bryndís og gleymir sér eitt augnablik í minningunum. Að spila fótbolta þótti mörgum yfir höfuð ekki sæmandi fyrir stelpur. „Það var sagt að við myndum bara fá stór læri og jafnvel talað að stelpur í fótbolta yrðu lesbíur,“ segir Bryndís og hlær. „Oft fékk maður að heyra að þetta teldist ekki jákvætt. Ekki bara af fullorðnum heldur líka krökkunum sjálfum. Sem sögðu: Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Bryndís segir KR í Vesturbænum hafa verið mjög seint til að taka við sér með kvennalið í knattspyrnu. Fyrri til voru Valur, Ármann, FH og jafnvel Breiðablik. „Þetta gerði það að verkum að ég fór að æfa með Val,“ segir Bryndís. Þá 14 ára. „Ég byrjaði á því að mæta á æfingu hjá yngri flokki en var eftir hana spurð hvort ég vildi ekki mæta næst og æfa með meistaraflokknum.“ Þetta var þó alveg heljarinnar mál því til að geta æft, þurfti hún að taka strætó með dótið sitt og handklæði úr Vesturbænum að Valshúsinu, æfa og taka síðan strætó aftur heim í Vesturbæinn. „Sama hvernig viðraði. Því svo sannarlega voru foreldrar ekki að sækja og skutla krökkum á þessum tíma.“ Bryndís segir stuðning foreldra líka almennt ekki hafa verið til staðar. „Það mættu engir til að horfa á okkur spila. Ekki einu sinni foreldrarnir. Pabbi var sá eini sem mætti og þess vegna þekktu allar stelpurnar pabba. Hann stóð þá á hliðarlínunni og fylgdist með. Enda ekki stúkur á þeim keppnisvöllum sem við vorum að spila á.“ Fyrir sumar í liðinu var staðan jafnvel mjög erfið. „Á þessum tíma borgaði maður fyrir inniæfingar og gerði það þá bara þegar að maður mætti. Elísabet Gunnars bjó í Breiðholtinu og kom sér á æfingu með Val í strætó eins og ég. Mamma hennar vildi alls ekki að hún væri að spila fótbolta og því faldi hún það fyrir henni. Til að eiga fyrir strætó og æfingargjaldinu var hún alltaf að leita að og tína flöskur sem hún seldi,“ segir Bryndís og vísar þar til Elísabetar Gunnarsdóttur fyrrum landsliðskonu og núverandi þjálfara belgíska landsliðsins. „Cora Barker átti líka frekar að verða tískusýningardama en fótboltakona enda mamma hennar með flotta tískuvöruverslun í bænum.“ Tíðarandinn var svo sannarlega annar þegar Bryndís og Eggert gengu í Hagaskóla. En þá þótti það enn ekki sæma að stelpur spiluðu fótbolta. Þær fengju einfaldlega stór læri og gætu jafnvel orðið að lesbíum.Vísir/Anton Brink Tíðarandinn og skólinn Áður en lengra er haldið, skulum við aðeins rifja upp tíðarandann í samfélaginu á þessum tíma. Grease var án efa frægasta kvikmyndin og á þessum áratug höfðu einnig slegið í gegn hljómsveitir eins og ABBA eða Queen. „Í minningunni minni einkennist þessi tími af mikilli festu og stöðugleika,“ segir Eggert og bætir við: ,,Ég er til dæmis alinn upp við það að mamma var heima, enda var það oft undantekningin frekar en reglan á þessum tíma að mæður ynnu úti.“ Agi var líka meiri í skólum. „Við settumst ekki fyrr en kennarinn var búinn að bjóða okkur sæti. Fyrst fór maður því inn í stofuna og stillti sér upp fyrir aftan stólinn sinn, þar til manni var boðið sæti,“ útskýrir Bryndís og Eggert bætir við: „Að setjast strax var merki um óþekkt. Það voru einkum uppreisnarseggirnir sem gerðu það.“ Bæði nefna þau sérstaklega hvernig virðingin fyrir kennurunum var meiri en virðist í dag. Þó var ýmislegt sem viðgekkst í þeirri stétt, sem alls ekki þætti í lagi í dag. „Kennarar leyfðu sér miklu meira en þeir gera í dag. Maður vissi til dæmis alltaf hverjir voru í uppáhaldi,“ segir Bryndís og tekur dæmi um kennara sem daglega sendi einn nemanda í bakaríið til að kaupa handa sér snúð. „Snúðinn skar hann í fjóra bita fyrir framan okkur og gaf einum nemanda einn hlutann. Það voru alltaf sömu nemendurnir sem fengu snúð.“ Ekki nóg með að gert væri upp á milli nemenda, heldur segja þau suma kennara hafa lagt nemendur í einelti. „Sumir kennararnir gerðu í því að gera lítið úr nemendum. Það var ekki óalgengt,“ segir Eggert og Bryndís bætir við: Já, þeir gerðu lítið úr nemendum og sneru jafnvel upp á nefið á þeim. Það þótti voða fyndið.“ „Sumir íþróttakennarar gerðu lítið úr börnum í yfirþyngd. Það var svolítið ávísun á að taka þau fyrir,“ segir Eggert og Bryndís bætir við: „Enda voru almenn uppnefni eftir því. Alli feiti og svo framvegis….“ Í þessu andrúmslofti byrjaði Bryndís því sinn fótboltaferil. Stelpa sem þótti strákaleg og í hættu á að fá stór læri og jafnvel að verða lesbía. „Ef ég náði að sóla strák í leik var honum jafnvel strítt. Því þá sögðu hinir strákarnir kannski: Hí, hí Siggi lætur stelpu sóla sig,“ nefnir Bryndís sem dæmi en bætir við: „Ég gerði reyndar í því þá, að sóla þann sem stríddi mest: Í gegnum klofið!“ Við mannfólkið veljum stundum að muna helst það sem er uppáhalds úr samtímasögunni. En sleppa öðru. Eins og til dæmis því að stundum hafi kennarar gert lítið úr nemendum sínum eða jafnvel snúið upp á nefið á þeim. Vísir/Anton Brink, annað Landsliðið stofnað Þótt Bryndís hafi geymt undirskriftalistann góða í öll þessi ár segist hún lítið muna eftir því að hafa unnið að listanum eða skilað honum inn til KSÍ. Það sama segir Eggert; listinn var einfaldlega gleymdur þar til Bryndís dró hann fram á mynd sem hún sýndi gönguhópnum sínum í ferð á Þyrli í Hvalfirði á dögunum. Í þeim gönguhópi eru meðal annarra Eggert og Kristín Briem, en Kristín er ein af þremur fótboltastúlkunum sem fyrst allra fór í atvinnumennskuna. Stóri áfanginn náðist þó fyrst árið 1981 þegar landsliðið var loksins stofnað. „Þjálfararnir handvöldu og hringdu inn nöfnin á þeim sem ættu að vera í landsliðinu. Og ég man að allt í einu einn daginn á æfingu hjá Val segir þjálfarinn einfaldlega við mig að ég eigi að mæta á Kópavogsvöllinn á æfingu með kvennalandsliðinu,“ segir Bryndís. Og einfaldlega ljómar eins og sólin við upprifjunina. Fyrsti leikur liðsins var við Skota, sem Skotar unnu naumlega 3-2. Markaskorarar fyrir Íslands hönd voru Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Bryndís Einarsdóttir. Bryndís segir samt ágætis stemningu hafa fylgt liðinu fyrst um sinn. Sem keppti á Evrópumótinu ári síðar. „Við kepptum til dæmis við Noreg sem var lengra kominn en við í kvennaknattspyrnunni og urðu síðar með þeim bestu. En þeir sigruðu okkur líka naumlega,“ segir Bryndís. Fjölmiðlar sögðu frá landsliðinu og stúlkunum var vel fylgt eftir. „Við fengum búninga til að ferðast í. Svona hvíta og bláa Adidasbúninga sem á stóð Ísland á bakinu. Við vorum því allar eins og gistum á fínu hóteli,“ segir Bryndís kát. Það var þó alls ekki þannig að konur og karlar væru jafn hátt sett í knattspyrnunni á Íslandi. „Við máttum til dæmis ekki spila á grasinu heima því við gætum skemmt það. Okkur var sagt að grasið þyldi ekki svona mikið, við þó léttari en strákarnir og í sérstökum kvennafótboltaskóm. En nei, við hefðum skemmt grasið var sagt og því var okkur alltaf gert að spila á mölinni,“ nefnir Bryndís sem dæmi. Bryndís á mikið safn af fréttum um fótboltann á árum áður. Hér er stór umfjöllun úr Dagblaðinu Vísi sumarið 1983, sem sá tilefni til að birta af landsliðsstúlkunum flennistórar myndir af þeim berbrjósta í sólbaði við vegg á Austfjörðum, þar sem þær héldu að þær væru einar. Harkaleg refsing Ein furðulegasta fréttin af kvennalandsliðinu birtist í DV 20. júlí árið 1983. Ungu konurnar voru þá staddar í keppnisferð á Austurlandi þar sem það var vægast sagt sól og blíða. „Við vorum í sólbaði undir vegg þar sem engir voru. Flestar berar að ofan en allt í einu birtist þarna maður með myndavél sem sagðist vera frá DV og spurði hvort hann mætti ekki taka mynd,“ segir Bryndís og bætir við: „Sem við sáum ekkert athugavert við og gáfum leyfi fyrir.“ Það næsta sem ungu konurnar vissu var að í DV birtist nánast heilsíða með flennistórum myndum af berbrjósta liðinu: Allar nafngreindar undir myndunum og á forsíðu var lítil mynd líka af myndunum innan úr blaðinu. „Free the nipple var auðvitað ekki til þá en ætli við höfum ekki ómeðvitað verið forsprakkar þeirrar hreyfingu,“ segir Bryndís sposk. Í umræddri frétt er vísað í landsleikinn fram undan við Noreg. Og botnað í með texta: Og er þess að vænta að þær verði í góðu formi þegar að því kemur. En hvernig stóð á því að landsliðið var lagt af árið 1987? „Það var eftir stórt tap,“ svarar Bryndís og bætir við: Við töpuðum svakalega stórt. 5-0. En höfðum fram að því staðið okkur mjög vel. En þetta var mjög stórt tap og í raun var bara eins og KSÍ hefði sest niður á fund í kjölfarið þar sem einhver sagði: Nei, þetta gengur nú ekki. Við erum ekki að eyða pening í einhverja svona vitleysu…“ „Ég man nú ekki eftir að karlalandsliðið hafi verið lagt af þótt það hafi tapað stærra,“ segir Eggert þá og vitnar til dæmis í stöðu eins og 14-2 eða eitthvað álíka. Raunar tapaði karlalandsliðið 6-0 gegn Austur-Þýskalandi á Laugardalsvelli sama ár. Kvennalandsliðið spilaði sautján landsleiki frá árinu 1981 til ársins 1987 þegar það tapaði í tvígang gegn Þýskalandi. Þá varð fimm ára hlé á verkefnum landsliðsins. Nei, sú umræða virðist aldrei hafa komið upp á Íslandi, að leggja ætti karlalandsliðið niður. Landsliðið sem spilaði sinn fyrsta leik árið 1946 og þá gegn Dönum. „Það sorglega var að Noregur gerði þetta einmitt á hinn veginn. Þegar þær töpuðu stórt brugðust þeir við með því að dæla meiri peningum í kvennaboltann. Sem skilaði sér í því að Norðmenn urðu meðal þeirra bestu í heimi fáum árum síðar. Á meðan við stóðum uppi með það að það vantaði í raun nokkra árganga af stelpum í fótboltann,“ segir Bryndís og skýrir út: „Því skiljanlega völdu fleiri stelpur til dæmis handbolta. Það var ekki einu sinni landslið til að stefna að.“ Jafn ótrúlega og það hljómar, ákvað KSÍ að leggja niður kvennalandsliðið í knattspyrnu árið 1987 og það spilaði ekki aftur leik fyrr en 1992. Skýringin var stórt tap að sögn Bryndísar; 4-0. Sem þó engum hefði dottið í hug að refsa fyrir hjá karlalandsliðinu.Vísir/Anton Brink Í atvinnumennskuna Árin liðu og þrátt fyrir mótmæli var kvennalandsliðið í knattspyrnu ekki endurvakið fyrr en árið 1992. Bryndís spilaði þá með Val og landsliðinu en í millitíðinni var hún þó atvinnumaður í Napólí á Ítalíu. „Með Maradona!“ segir Bryndís og hrópar upp yfir sig. Því Napólí var á þessum tíma að gera svakalega góða hluti í fótbolta. „Þarna spilaði maður fyrir framan kannski fjögur þúsund manns í stúku,“ segir Bryndís. Nokkuð ólíkt stöðunni á Íslandi. Þar sem kvennaleikir voru almennt tómir af áhorfendum að svo mætti kalla. Þótt velgengnin væri til staðar. En hvernig ætli það hafi komið til, að Bryndís fór í atvinnumennskuna á Ítalíu? „Við vorum búnar með stúdentinn, fórum út og gistum í tjaldi. Settum upp tvö tjöld í nóvember: Eitt matartjald og eitt svefntjald. Tókum síðan strætó og mættum á æfingu hjá liðinu Giugliano,“ segir Bryndís þegar hún rifjar upp upphafið. Í fyrstu voru þær þrjár: Bryndís, Kristín Briem ogHelena Önnudóttir. En úr varð að aðeins Bryndís og Kristín héldu áfram. „Á æfingunni sem við mættum á vorum við látnar þreyta alls kyns kúnstir til að sýna hvað við gætum. Síðan vorum við einfaldlega spurðar hvort við vildum þá ekki koma til starfa: Fengjum íbúð og laun sem að minnsta kosti næmu framfærslu í formi vasapeninga.“ Svo sannarlega voru stöllurnar til í þetta. „Það gekk reyndar ekki eftir að við fengjum íbúðina strax. Því í janúar gistum við enn í tjaldi,“ segir Bryndís og hristir höfuðið. Með Giugliano spilaði hún í um tvö ár. „Ítalir voru að gera svakalega góða hluti í fótbolta á þessum tíma. Höfðu unnið stórmót. En auðvitað var menningin þarna allt öðruvísi en við þekktum á Íslandi. Við stelpurnar fórum til dæmis út á kvöldin og skildum ekkert í því fyrst að sjá bara stráka en engar stelpur. Spurðum hvar stelpurnar væru og fengum þá svarið: Þær eru heima að elda og þvo og undirbúa sig undir að verða húsmæður.“ Að ekki hafi þótt sjálfsagt að stelpur spiluðu fótbolta er ekki upprifjun aftur úr fornöld. Heldur eitthvað sem einfaldlega gilti fyrir ekkert svo löngu síðan. Eggert segir söguna góða áminningu um það hversu margvísleg og mikil jafnréttisbarátta kvenna hefur verið en sjálf segist Bryndís fyrst og fremst stolt af eljusemi gömlu fótboltastelpnanna. Sem svo sannarlega þurftu að berjast fyrir tilvist sinni.Vísir/Anton Brink Ástríða og eljusemi Talið berst að tíðarandanum þá og nú. Að jafnréttisbaráttunni. Að bakslaginu sem víða er að finna í dag. „Það sem gerir þessa sögu nefnilega svo sérstaka er að það er ekkert langt síðan þetta var,“ segir Eggert og vísar þar til þess hversu skringilega það hljómar að fyrir rúmum fjörutíu árum síðan hafi það ekki þótt við hæfi að stelpur spiluðu fótbolta. Við erum ekki að rifja upp sögu aftur úr einhverri fornöld. En þetta er samt góð ábending um það hversu margt það er í dag sem okkur finnst sjálfsagt en hefur alls ekki alltaf verið það. Þetta er líka góð ábending um það hversu margvísleg jafnréttisbarátta kvenna hefur verið.“ „Já, það er rétt,“ segir Bryndís og bætir við: „Enda erum við gömlu fótboltastelpurnar aldar upp við það að hafa þurft að berjast fyrir hverju einasta smáatriði sem að okkur sneri. Einu sinni mættum við til dæmis á Íslandsmót allar í mismunandi búningum. Þetta gerðum við viljandi vegna þess að við vorum að berjast fyrir því að fá eins búninga.“ Þegar talið berst aftur að undirskriftalistanum úr Hagaskóla, segist Bryndís ekki muna til þess að stuðningur við stofnun kvennalandsliðs hafi verið almennur. „Nei, um leið og maður var farinn út fyrir kreðsuna sína man ég ekki eftir stuðningi sem slíkum,“ segir Bryndís og bætir við: „Það taldist ekkert eðlilegt svo sem að stelpur væru að spila fótbolta og mögulega hafa sumir strákarnir verið feimnir við að styðja okkur því ef þeir gerðu það, yrði þeim strítt.“ En hvers vegna varst þú þá að styðja við stofnunina Eggert? „Kannski að það hafi hjálpað að ég var ekki í fótbolta?“ veltir Eggert fyrir sér en bætir síðan við: „Fyrir mig var þetta að minnsta kosti engin áhætta. Og þótt ég muni þetta ekkert sérstaklega man ég þó ekki annað en að hafa fundist þetta alveg sjálfsagt.“ Eggert segir gagnfræðiskólaárin almennt mjög mótandi ár. „Um tíma kenndi Gunnlaugur heitinn Snævarr okkur félagsmálafræði sem valkúrs. Ég held að sá kúrs hafi sáð fræjum í mörg okkar miðað við það sem síðar varð,“ segir Eggert og nefnir nokkur valinkunnug nöfn samnemenda sinna. Þar á meðal Stefán Friðriksson forstjóra Ísfélagsins og Svandísi Svavarsdóttur fyrrverandi ráðherra. „Ég var alin upp við að maður ætti alltaf að geyma frumritið. Sem þýðir að þótt ég hafi komið umræddum undirskriftarlista til KSÍ, þá hlýt ég að hafa gert það með því að ljósrita listann því heima fyrir liggur frumritið. Og úrklippubækur af öllu sem fjölmiðlarnir fjölluðu um tengt Val og fótboltanum,“ segir Bryndís og bætir við: En horfandi til baka er ég fyrst og fremst bæði stolt og undrandi af okkar eigin eljusemi. Því svo sannarlega þurftum við að berjast tilveruréttinum okkar í fótbolta. Í mörgum tilfellum var ekki einu sinni stuðningur heima fyrir. Það hefur sem betur fer breyst.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Það virðist einhvern veginn mótsagnarkennt að ræða mygluveikindi við ungan, hraustan og jákvæðan mann. Og þó… 5. október 2025 08:00 Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00 Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00 Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02 Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fleiri fréttir „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Sjá meira
Og þá auðvitað tengt fótboltanum. „Ég gekk fyrst í Öldugötuskóla sem síðar varð að Vesturbæjarskóla og það sem ég man einna helst eftir var að í hverjum frímínútum stóð ég á hliðarlínunni og fylgdist með strákunum spila fótbolta. Engum þeirra datt þó í hug að spyrja hvort ég vildi vera með. Þótt ég stæði með fótbolta sjálf í hendi,“ segir Bryndís Valsdóttir og brosir. Bryndísi þekkja margir fótboltaunnendur. Enda spilaði hún lengi með Val, var ein af fyrstu þremur íslensku konunum sem fór í atvinnumennsku erlendis og eflaust tengja hana enn aðrir við íþróttafréttastarfið á RÚV forðum daga. „Ég fór síðan að spyrja: Má ég vera með? Strákarnir þyrptu sér þá saman og tóku smá fund. Síðan sögðu þeir kannski: Já, ókei þú mátt vera með ef þú ert í marki. Eða ef þú ert í vörninni,“ segir Bryndís og bætir við: „Ég sagði auðvitað já við þessu öllu saman en fór síðan ekkert endilega eftir því sem þeir sögðu.“ Fyrir stuttu rakst Bryndís á gamlan undirskriftalista úr Hagaskóla sem er ansi merkilegt plagg, dagsett 3. maí árið 1979. Undirskriftalistinn er stílaður á Knattspyrnusamband Íslands og þar segir: Vér undirrituð óskum þess að kvennalandslið í knattspyrnu verði stofnsett hér á landi því að einhverju verður að stefna. Síðan stendur: HAGASKÓLI og nöfn þeirra sem rituðu undir. Þar af Bryndís fyrst. Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Frumritið af undirskriftalistanum góða sem Bryndís gróf upp á dögunum. Enda Bryndís alin upp við að geyma alltaf frumrit og skila frekar ljósriti. Að einhverju verður að stefna segir meðal annars í áskorun til KSÍ um að stofna kvennalandslið í knattspyrnu. Hagaskólakrakkarnir og stofnun landsliðsins Fjórða nafnið á undirskriftalistanum er nafn Eggerts Benedikts Guðmundssonar sem flestir tengja við viðskiptalífið frekar en íþróttir. Hann var lengi forstjóri HB Granda og N1 en er nú settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar. „Ég var ekkert í fótbolta en var formaður málfundafélagsins og í ritstjórn íþróttablaðsins,“ segir Eggert meðal annars. Bæði hann og Bryndís gengu í Melaskóla og síðan Hagaskóla. Þaðan sem þau rifja upp bæði kennara og nemendur úr skólunum en segjast ekkert hafa tengst né þekkst neitt sérstaklega. Fyrr en leiðir mættu í ritstjórn íþróttablaðs Hagaskóla. „Svo ég skýri út það blað þá var ég mikið í hestamennsku á þessum tíma og þess vegna vildi ég halda úti íþróttablaði,“ segir Eggert og Bryndís bætir við: „Já einmitt, það var rosalega mikið skrifað um hesta.“ Þó komst knattspyrnan og aðrar íþróttir líka að. Meira að segja kvennaknattspyrnan en í grein frá því í maí 1979 segir: Kvennaknattspyrna hefur færst mjög í aukana undanfarið. Nú eru 3 mót á ári hverju þ.e. 2 Íslandsmót, innanhúss og utanhúss og Reykjavíkurmót innanhúss. Starfandi eru a.m.k. 12 lið á landinu en 7 þeirra hafa ekki efni á að senda lið til keppni. Komið hefur til tals að velja landslið í kvennaknattspyrnu og hefur KSÍ rætt eitthvað um það innan sinna vébanda en ekki vitum við hvað úr því verður. Hafa nokkrar stúlkur gengist fyrir undirskriftasöfnun um að fá því framgengt og gengur söfnunin vel. En áður en lengra er haldið, skulum við byrja á byrjuninni og átta okkur betur á því hvernig stemningin var fyrir stofnun landsliðs í kvennaknattspyrnu. Og hvað mögulega varð til þess að kvennalandsliðið, sem þó var stofnað árið 1981, var lagt af árið 1987 og ekki endurvakið fyrr en árið 1992. Eggert og Bryndís gengu bæði í Melaskóla og Hagaskóla og um tíma voru þau saman í ritstjórn íþróttablaðsins í Hagaskóla. Þar sem mikið var skrifað um hestamennsku því Eggert stundaði hana af kappi. En stundum þó um fótbolta. Jafnvel kvennaboltann.Vísir/Anton Brink Stór læri og jafnvel lesbíur Bryndís lýsir sjálfri sér þannig að hún hafi í æsku nánast alltaf verið með bolta í hendinni, gengið á milli húsa og spurt hvort einhverjir krakkar væru til í að koma út í fótbolta. „Ég með minn Prins Valíant-koll fékk þó alls kyns spurningar fyrir vikið,“ segir Bryndís og vísar þar til skærustu teiknimyndasöguhetjunnar á þessum tíma. Oft var ég til dæmis spurð: Ertu strákur eða stelpa? Því stelpur voru ekki að spila fótbolta og ef ég man rétt, vorum við þrjár í Vesturbænum sem höfðum áhuga á því. Ég og Jenný vinkona mín og Auður Einars var líka mjög öflug,“ segir Bryndís og gleymir sér eitt augnablik í minningunum. Að spila fótbolta þótti mörgum yfir höfuð ekki sæmandi fyrir stelpur. „Það var sagt að við myndum bara fá stór læri og jafnvel talað að stelpur í fótbolta yrðu lesbíur,“ segir Bryndís og hlær. „Oft fékk maður að heyra að þetta teldist ekki jákvætt. Ekki bara af fullorðnum heldur líka krökkunum sjálfum. Sem sögðu: Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Bryndís segir KR í Vesturbænum hafa verið mjög seint til að taka við sér með kvennalið í knattspyrnu. Fyrri til voru Valur, Ármann, FH og jafnvel Breiðablik. „Þetta gerði það að verkum að ég fór að æfa með Val,“ segir Bryndís. Þá 14 ára. „Ég byrjaði á því að mæta á æfingu hjá yngri flokki en var eftir hana spurð hvort ég vildi ekki mæta næst og æfa með meistaraflokknum.“ Þetta var þó alveg heljarinnar mál því til að geta æft, þurfti hún að taka strætó með dótið sitt og handklæði úr Vesturbænum að Valshúsinu, æfa og taka síðan strætó aftur heim í Vesturbæinn. „Sama hvernig viðraði. Því svo sannarlega voru foreldrar ekki að sækja og skutla krökkum á þessum tíma.“ Bryndís segir stuðning foreldra líka almennt ekki hafa verið til staðar. „Það mættu engir til að horfa á okkur spila. Ekki einu sinni foreldrarnir. Pabbi var sá eini sem mætti og þess vegna þekktu allar stelpurnar pabba. Hann stóð þá á hliðarlínunni og fylgdist með. Enda ekki stúkur á þeim keppnisvöllum sem við vorum að spila á.“ Fyrir sumar í liðinu var staðan jafnvel mjög erfið. „Á þessum tíma borgaði maður fyrir inniæfingar og gerði það þá bara þegar að maður mætti. Elísabet Gunnars bjó í Breiðholtinu og kom sér á æfingu með Val í strætó eins og ég. Mamma hennar vildi alls ekki að hún væri að spila fótbolta og því faldi hún það fyrir henni. Til að eiga fyrir strætó og æfingargjaldinu var hún alltaf að leita að og tína flöskur sem hún seldi,“ segir Bryndís og vísar þar til Elísabetar Gunnarsdóttur fyrrum landsliðskonu og núverandi þjálfara belgíska landsliðsins. „Cora Barker átti líka frekar að verða tískusýningardama en fótboltakona enda mamma hennar með flotta tískuvöruverslun í bænum.“ Tíðarandinn var svo sannarlega annar þegar Bryndís og Eggert gengu í Hagaskóla. En þá þótti það enn ekki sæma að stelpur spiluðu fótbolta. Þær fengju einfaldlega stór læri og gætu jafnvel orðið að lesbíum.Vísir/Anton Brink Tíðarandinn og skólinn Áður en lengra er haldið, skulum við aðeins rifja upp tíðarandann í samfélaginu á þessum tíma. Grease var án efa frægasta kvikmyndin og á þessum áratug höfðu einnig slegið í gegn hljómsveitir eins og ABBA eða Queen. „Í minningunni minni einkennist þessi tími af mikilli festu og stöðugleika,“ segir Eggert og bætir við: ,,Ég er til dæmis alinn upp við það að mamma var heima, enda var það oft undantekningin frekar en reglan á þessum tíma að mæður ynnu úti.“ Agi var líka meiri í skólum. „Við settumst ekki fyrr en kennarinn var búinn að bjóða okkur sæti. Fyrst fór maður því inn í stofuna og stillti sér upp fyrir aftan stólinn sinn, þar til manni var boðið sæti,“ útskýrir Bryndís og Eggert bætir við: „Að setjast strax var merki um óþekkt. Það voru einkum uppreisnarseggirnir sem gerðu það.“ Bæði nefna þau sérstaklega hvernig virðingin fyrir kennurunum var meiri en virðist í dag. Þó var ýmislegt sem viðgekkst í þeirri stétt, sem alls ekki þætti í lagi í dag. „Kennarar leyfðu sér miklu meira en þeir gera í dag. Maður vissi til dæmis alltaf hverjir voru í uppáhaldi,“ segir Bryndís og tekur dæmi um kennara sem daglega sendi einn nemanda í bakaríið til að kaupa handa sér snúð. „Snúðinn skar hann í fjóra bita fyrir framan okkur og gaf einum nemanda einn hlutann. Það voru alltaf sömu nemendurnir sem fengu snúð.“ Ekki nóg með að gert væri upp á milli nemenda, heldur segja þau suma kennara hafa lagt nemendur í einelti. „Sumir kennararnir gerðu í því að gera lítið úr nemendum. Það var ekki óalgengt,“ segir Eggert og Bryndís bætir við: Já, þeir gerðu lítið úr nemendum og sneru jafnvel upp á nefið á þeim. Það þótti voða fyndið.“ „Sumir íþróttakennarar gerðu lítið úr börnum í yfirþyngd. Það var svolítið ávísun á að taka þau fyrir,“ segir Eggert og Bryndís bætir við: „Enda voru almenn uppnefni eftir því. Alli feiti og svo framvegis….“ Í þessu andrúmslofti byrjaði Bryndís því sinn fótboltaferil. Stelpa sem þótti strákaleg og í hættu á að fá stór læri og jafnvel að verða lesbía. „Ef ég náði að sóla strák í leik var honum jafnvel strítt. Því þá sögðu hinir strákarnir kannski: Hí, hí Siggi lætur stelpu sóla sig,“ nefnir Bryndís sem dæmi en bætir við: „Ég gerði reyndar í því þá, að sóla þann sem stríddi mest: Í gegnum klofið!“ Við mannfólkið veljum stundum að muna helst það sem er uppáhalds úr samtímasögunni. En sleppa öðru. Eins og til dæmis því að stundum hafi kennarar gert lítið úr nemendum sínum eða jafnvel snúið upp á nefið á þeim. Vísir/Anton Brink, annað Landsliðið stofnað Þótt Bryndís hafi geymt undirskriftalistann góða í öll þessi ár segist hún lítið muna eftir því að hafa unnið að listanum eða skilað honum inn til KSÍ. Það sama segir Eggert; listinn var einfaldlega gleymdur þar til Bryndís dró hann fram á mynd sem hún sýndi gönguhópnum sínum í ferð á Þyrli í Hvalfirði á dögunum. Í þeim gönguhópi eru meðal annarra Eggert og Kristín Briem, en Kristín er ein af þremur fótboltastúlkunum sem fyrst allra fór í atvinnumennskuna. Stóri áfanginn náðist þó fyrst árið 1981 þegar landsliðið var loksins stofnað. „Þjálfararnir handvöldu og hringdu inn nöfnin á þeim sem ættu að vera í landsliðinu. Og ég man að allt í einu einn daginn á æfingu hjá Val segir þjálfarinn einfaldlega við mig að ég eigi að mæta á Kópavogsvöllinn á æfingu með kvennalandsliðinu,“ segir Bryndís. Og einfaldlega ljómar eins og sólin við upprifjunina. Fyrsti leikur liðsins var við Skota, sem Skotar unnu naumlega 3-2. Markaskorarar fyrir Íslands hönd voru Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Bryndís Einarsdóttir. Bryndís segir samt ágætis stemningu hafa fylgt liðinu fyrst um sinn. Sem keppti á Evrópumótinu ári síðar. „Við kepptum til dæmis við Noreg sem var lengra kominn en við í kvennaknattspyrnunni og urðu síðar með þeim bestu. En þeir sigruðu okkur líka naumlega,“ segir Bryndís. Fjölmiðlar sögðu frá landsliðinu og stúlkunum var vel fylgt eftir. „Við fengum búninga til að ferðast í. Svona hvíta og bláa Adidasbúninga sem á stóð Ísland á bakinu. Við vorum því allar eins og gistum á fínu hóteli,“ segir Bryndís kát. Það var þó alls ekki þannig að konur og karlar væru jafn hátt sett í knattspyrnunni á Íslandi. „Við máttum til dæmis ekki spila á grasinu heima því við gætum skemmt það. Okkur var sagt að grasið þyldi ekki svona mikið, við þó léttari en strákarnir og í sérstökum kvennafótboltaskóm. En nei, við hefðum skemmt grasið var sagt og því var okkur alltaf gert að spila á mölinni,“ nefnir Bryndís sem dæmi. Bryndís á mikið safn af fréttum um fótboltann á árum áður. Hér er stór umfjöllun úr Dagblaðinu Vísi sumarið 1983, sem sá tilefni til að birta af landsliðsstúlkunum flennistórar myndir af þeim berbrjósta í sólbaði við vegg á Austfjörðum, þar sem þær héldu að þær væru einar. Harkaleg refsing Ein furðulegasta fréttin af kvennalandsliðinu birtist í DV 20. júlí árið 1983. Ungu konurnar voru þá staddar í keppnisferð á Austurlandi þar sem það var vægast sagt sól og blíða. „Við vorum í sólbaði undir vegg þar sem engir voru. Flestar berar að ofan en allt í einu birtist þarna maður með myndavél sem sagðist vera frá DV og spurði hvort hann mætti ekki taka mynd,“ segir Bryndís og bætir við: „Sem við sáum ekkert athugavert við og gáfum leyfi fyrir.“ Það næsta sem ungu konurnar vissu var að í DV birtist nánast heilsíða með flennistórum myndum af berbrjósta liðinu: Allar nafngreindar undir myndunum og á forsíðu var lítil mynd líka af myndunum innan úr blaðinu. „Free the nipple var auðvitað ekki til þá en ætli við höfum ekki ómeðvitað verið forsprakkar þeirrar hreyfingu,“ segir Bryndís sposk. Í umræddri frétt er vísað í landsleikinn fram undan við Noreg. Og botnað í með texta: Og er þess að vænta að þær verði í góðu formi þegar að því kemur. En hvernig stóð á því að landsliðið var lagt af árið 1987? „Það var eftir stórt tap,“ svarar Bryndís og bætir við: Við töpuðum svakalega stórt. 5-0. En höfðum fram að því staðið okkur mjög vel. En þetta var mjög stórt tap og í raun var bara eins og KSÍ hefði sest niður á fund í kjölfarið þar sem einhver sagði: Nei, þetta gengur nú ekki. Við erum ekki að eyða pening í einhverja svona vitleysu…“ „Ég man nú ekki eftir að karlalandsliðið hafi verið lagt af þótt það hafi tapað stærra,“ segir Eggert þá og vitnar til dæmis í stöðu eins og 14-2 eða eitthvað álíka. Raunar tapaði karlalandsliðið 6-0 gegn Austur-Þýskalandi á Laugardalsvelli sama ár. Kvennalandsliðið spilaði sautján landsleiki frá árinu 1981 til ársins 1987 þegar það tapaði í tvígang gegn Þýskalandi. Þá varð fimm ára hlé á verkefnum landsliðsins. Nei, sú umræða virðist aldrei hafa komið upp á Íslandi, að leggja ætti karlalandsliðið niður. Landsliðið sem spilaði sinn fyrsta leik árið 1946 og þá gegn Dönum. „Það sorglega var að Noregur gerði þetta einmitt á hinn veginn. Þegar þær töpuðu stórt brugðust þeir við með því að dæla meiri peningum í kvennaboltann. Sem skilaði sér í því að Norðmenn urðu meðal þeirra bestu í heimi fáum árum síðar. Á meðan við stóðum uppi með það að það vantaði í raun nokkra árganga af stelpum í fótboltann,“ segir Bryndís og skýrir út: „Því skiljanlega völdu fleiri stelpur til dæmis handbolta. Það var ekki einu sinni landslið til að stefna að.“ Jafn ótrúlega og það hljómar, ákvað KSÍ að leggja niður kvennalandsliðið í knattspyrnu árið 1987 og það spilaði ekki aftur leik fyrr en 1992. Skýringin var stórt tap að sögn Bryndísar; 4-0. Sem þó engum hefði dottið í hug að refsa fyrir hjá karlalandsliðinu.Vísir/Anton Brink Í atvinnumennskuna Árin liðu og þrátt fyrir mótmæli var kvennalandsliðið í knattspyrnu ekki endurvakið fyrr en árið 1992. Bryndís spilaði þá með Val og landsliðinu en í millitíðinni var hún þó atvinnumaður í Napólí á Ítalíu. „Með Maradona!“ segir Bryndís og hrópar upp yfir sig. Því Napólí var á þessum tíma að gera svakalega góða hluti í fótbolta. „Þarna spilaði maður fyrir framan kannski fjögur þúsund manns í stúku,“ segir Bryndís. Nokkuð ólíkt stöðunni á Íslandi. Þar sem kvennaleikir voru almennt tómir af áhorfendum að svo mætti kalla. Þótt velgengnin væri til staðar. En hvernig ætli það hafi komið til, að Bryndís fór í atvinnumennskuna á Ítalíu? „Við vorum búnar með stúdentinn, fórum út og gistum í tjaldi. Settum upp tvö tjöld í nóvember: Eitt matartjald og eitt svefntjald. Tókum síðan strætó og mættum á æfingu hjá liðinu Giugliano,“ segir Bryndís þegar hún rifjar upp upphafið. Í fyrstu voru þær þrjár: Bryndís, Kristín Briem ogHelena Önnudóttir. En úr varð að aðeins Bryndís og Kristín héldu áfram. „Á æfingunni sem við mættum á vorum við látnar þreyta alls kyns kúnstir til að sýna hvað við gætum. Síðan vorum við einfaldlega spurðar hvort við vildum þá ekki koma til starfa: Fengjum íbúð og laun sem að minnsta kosti næmu framfærslu í formi vasapeninga.“ Svo sannarlega voru stöllurnar til í þetta. „Það gekk reyndar ekki eftir að við fengjum íbúðina strax. Því í janúar gistum við enn í tjaldi,“ segir Bryndís og hristir höfuðið. Með Giugliano spilaði hún í um tvö ár. „Ítalir voru að gera svakalega góða hluti í fótbolta á þessum tíma. Höfðu unnið stórmót. En auðvitað var menningin þarna allt öðruvísi en við þekktum á Íslandi. Við stelpurnar fórum til dæmis út á kvöldin og skildum ekkert í því fyrst að sjá bara stráka en engar stelpur. Spurðum hvar stelpurnar væru og fengum þá svarið: Þær eru heima að elda og þvo og undirbúa sig undir að verða húsmæður.“ Að ekki hafi þótt sjálfsagt að stelpur spiluðu fótbolta er ekki upprifjun aftur úr fornöld. Heldur eitthvað sem einfaldlega gilti fyrir ekkert svo löngu síðan. Eggert segir söguna góða áminningu um það hversu margvísleg og mikil jafnréttisbarátta kvenna hefur verið en sjálf segist Bryndís fyrst og fremst stolt af eljusemi gömlu fótboltastelpnanna. Sem svo sannarlega þurftu að berjast fyrir tilvist sinni.Vísir/Anton Brink Ástríða og eljusemi Talið berst að tíðarandanum þá og nú. Að jafnréttisbaráttunni. Að bakslaginu sem víða er að finna í dag. „Það sem gerir þessa sögu nefnilega svo sérstaka er að það er ekkert langt síðan þetta var,“ segir Eggert og vísar þar til þess hversu skringilega það hljómar að fyrir rúmum fjörutíu árum síðan hafi það ekki þótt við hæfi að stelpur spiluðu fótbolta. Við erum ekki að rifja upp sögu aftur úr einhverri fornöld. En þetta er samt góð ábending um það hversu margt það er í dag sem okkur finnst sjálfsagt en hefur alls ekki alltaf verið það. Þetta er líka góð ábending um það hversu margvísleg jafnréttisbarátta kvenna hefur verið.“ „Já, það er rétt,“ segir Bryndís og bætir við: „Enda erum við gömlu fótboltastelpurnar aldar upp við það að hafa þurft að berjast fyrir hverju einasta smáatriði sem að okkur sneri. Einu sinni mættum við til dæmis á Íslandsmót allar í mismunandi búningum. Þetta gerðum við viljandi vegna þess að við vorum að berjast fyrir því að fá eins búninga.“ Þegar talið berst aftur að undirskriftalistanum úr Hagaskóla, segist Bryndís ekki muna til þess að stuðningur við stofnun kvennalandsliðs hafi verið almennur. „Nei, um leið og maður var farinn út fyrir kreðsuna sína man ég ekki eftir stuðningi sem slíkum,“ segir Bryndís og bætir við: „Það taldist ekkert eðlilegt svo sem að stelpur væru að spila fótbolta og mögulega hafa sumir strákarnir verið feimnir við að styðja okkur því ef þeir gerðu það, yrði þeim strítt.“ En hvers vegna varst þú þá að styðja við stofnunina Eggert? „Kannski að það hafi hjálpað að ég var ekki í fótbolta?“ veltir Eggert fyrir sér en bætir síðan við: „Fyrir mig var þetta að minnsta kosti engin áhætta. Og þótt ég muni þetta ekkert sérstaklega man ég þó ekki annað en að hafa fundist þetta alveg sjálfsagt.“ Eggert segir gagnfræðiskólaárin almennt mjög mótandi ár. „Um tíma kenndi Gunnlaugur heitinn Snævarr okkur félagsmálafræði sem valkúrs. Ég held að sá kúrs hafi sáð fræjum í mörg okkar miðað við það sem síðar varð,“ segir Eggert og nefnir nokkur valinkunnug nöfn samnemenda sinna. Þar á meðal Stefán Friðriksson forstjóra Ísfélagsins og Svandísi Svavarsdóttur fyrrverandi ráðherra. „Ég var alin upp við að maður ætti alltaf að geyma frumritið. Sem þýðir að þótt ég hafi komið umræddum undirskriftarlista til KSÍ, þá hlýt ég að hafa gert það með því að ljósrita listann því heima fyrir liggur frumritið. Og úrklippubækur af öllu sem fjölmiðlarnir fjölluðu um tengt Val og fótboltanum,“ segir Bryndís og bætir við: En horfandi til baka er ég fyrst og fremst bæði stolt og undrandi af okkar eigin eljusemi. Því svo sannarlega þurftum við að berjast tilveruréttinum okkar í fótbolta. Í mörgum tilfellum var ekki einu sinni stuðningur heima fyrir. Það hefur sem betur fer breyst.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Það virðist einhvern veginn mótsagnarkennt að ræða mygluveikindi við ungan, hraustan og jákvæðan mann. Og þó… 5. október 2025 08:00 Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00 Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00 Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02 Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fleiri fréttir „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Sjá meira
Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Það virðist einhvern veginn mótsagnarkennt að ræða mygluveikindi við ungan, hraustan og jákvæðan mann. Og þó… 5. október 2025 08:00
Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00
Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01
Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00
Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02