Sport

Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út

Árni Jóhannsson skrifar
Frændurnir Arthur Rinderknech og Valentin Vacherot fallast í faðma eftir að hafa báðir komist í úrslit.
Frændurnir Arthur Rinderknech og Valentin Vacherot fallast í faðma eftir að hafa báðir komist í úrslit. Vísir / Getty

Nokkuð óvænt úrslit urðu á Shanghai mótinu í tennis í dag. Novak Djokovic og Daniil Medvedev voru slegnir út og það þýðir að frændurnir Valentin Vacherot og Arthur Rinderknech munu spila til úrslita.

Novak Djokovic var í leit að sínum 100. titli en lenti vandræðum með Vacherot sem er í 204. sæti heimslistans. Vacherot lagði Djokovic í tveimur settum, 6-3 og 6-4 og verður sá sem er lægstur á heimslistanum til að leika til úrslita á ATP Masters 1000 mótaröðinni.

Seinna í dag mættust Rinderknech og Medvedev í hinum undanúrslitaleiknum og þar þurfti Rinderknech að koma til baka eftir að hafa tapað fyrsta settinu. Hann vann tvö næstu og mun mæta fræanda sínum í úrslitaleiknum.

„Það var ekki hægt að dreyma þetta, enginn í fjölskyldunni okkar dreymdi allavega um þetta. Nú erum við komnir hingað, höfum barist í gegnum þetta marga leiki og einhverniveginn erum við þeir sem stöndum hérna eftir. Ótrúlegt“, sagði Rinderknech sem er í 54. sæti heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×