Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 11:00 Marko Arnautovic var tárvotur eftir að hann sló metið en Toni Polster er ekki búinn að gefast upp þótt að hann sé löngu hættur að spila. Getty/ Guenther Iby/Tobias Heyer Marko Arnautovic varð á föstudagskvöldið markahæsti leikmaður austurríska fótboltalandsliðsins frá upphafi en sá sem átti markametið áður var ekki alltof hrifinn og ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólum. Arnautovic náði metinu með því að skora fjögur mörk í 10-0 sigri Austurríkis á San Marínó í undankeppni HM. Arnautovic er þar með kominn með 45 mörk í 128 landsleikjum fyrir Austurríki. Metið var áður í eigu Toni Polster sem hefur átt metið í næstum því þrjá áratugi. Polster skoraði 44 mörk í 95 landsleikjum frá 1982 til 2000. Goðsögnin óskaði vissulega arftaka sínum til hamingju en gagnrýndi andstæðinginn San Marínó harðlega eftir fernuna hans Arnautovic. Kicker fjallar um þetta óvenjulega mál. Hinn 61 árs gamli Polster sagðist í viðtali við ORF vera ánægður fyrir hönd arftaka síns: „Hjartanlega til hamingju. Ég óska honum alls hins besta og vona að mörg fleiri mörk fylgi,“ en Polster reyndi strax að setja hlutina í samhengi: „Marko hefur spilað mun fleiri landsleiki,“ sagði Polster sem er rétt. Arnautovic hefur spilað 33 fleiri landsleiki. Frammistaða andstæðinga Austurríkis í þessum leik sem metið féll virtist heldur ekki hafa fallið Polster sérstaklega vel í geð. „Þetta er ekki landslið, þetta er úrval pítsabakara. Ég held að svona slæmt landslið hafi ekki verið til á mínum tíma,“ sagði Polster um San Marínó. Polster er samt ekki búinn að gefast upp og ætlar að reyna að endurheimta metið sitt í réttarsalnum. Þrátt fyrir að Polster hafi misst langtímamet sitt ætlar hann að halda áfram að berjast fyrir þremur af landsliðsmörkum sínum sem ekki eru opinberlega viðurkennd. Hann skoraði þessi þrjú mörk í leikjum árið 1984 en leikirnir voru ekki skráðir sem óopinberir landsleikir. Polster er ekki sáttur við það og vill fá þessi mörk tekin gild. Þá væri hann kominn með 47 mörk og ætti aftur markametið. View this post on Instagram A post shared by The Other Bundesliga Podcast (@theotherbundesliga) Austurríki HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Arnautovic náði metinu með því að skora fjögur mörk í 10-0 sigri Austurríkis á San Marínó í undankeppni HM. Arnautovic er þar með kominn með 45 mörk í 128 landsleikjum fyrir Austurríki. Metið var áður í eigu Toni Polster sem hefur átt metið í næstum því þrjá áratugi. Polster skoraði 44 mörk í 95 landsleikjum frá 1982 til 2000. Goðsögnin óskaði vissulega arftaka sínum til hamingju en gagnrýndi andstæðinginn San Marínó harðlega eftir fernuna hans Arnautovic. Kicker fjallar um þetta óvenjulega mál. Hinn 61 árs gamli Polster sagðist í viðtali við ORF vera ánægður fyrir hönd arftaka síns: „Hjartanlega til hamingju. Ég óska honum alls hins besta og vona að mörg fleiri mörk fylgi,“ en Polster reyndi strax að setja hlutina í samhengi: „Marko hefur spilað mun fleiri landsleiki,“ sagði Polster sem er rétt. Arnautovic hefur spilað 33 fleiri landsleiki. Frammistaða andstæðinga Austurríkis í þessum leik sem metið féll virtist heldur ekki hafa fallið Polster sérstaklega vel í geð. „Þetta er ekki landslið, þetta er úrval pítsabakara. Ég held að svona slæmt landslið hafi ekki verið til á mínum tíma,“ sagði Polster um San Marínó. Polster er samt ekki búinn að gefast upp og ætlar að reyna að endurheimta metið sitt í réttarsalnum. Þrátt fyrir að Polster hafi misst langtímamet sitt ætlar hann að halda áfram að berjast fyrir þremur af landsliðsmörkum sínum sem ekki eru opinberlega viðurkennd. Hann skoraði þessi þrjú mörk í leikjum árið 1984 en leikirnir voru ekki skráðir sem óopinberir landsleikir. Polster er ekki sáttur við það og vill fá þessi mörk tekin gild. Þá væri hann kominn með 47 mörk og ætti aftur markametið. View this post on Instagram A post shared by The Other Bundesliga Podcast (@theotherbundesliga)
Austurríki HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira