Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 11:00 Marko Arnautovic var tárvotur eftir að hann sló metið en Toni Polster er ekki búinn að gefast upp þótt að hann sé löngu hættur að spila. Getty/ Guenther Iby/Tobias Heyer Marko Arnautovic varð á föstudagskvöldið markahæsti leikmaður austurríska fótboltalandsliðsins frá upphafi en sá sem átti markametið áður var ekki alltof hrifinn og ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólum. Arnautovic náði metinu með því að skora fjögur mörk í 10-0 sigri Austurríkis á San Marínó í undankeppni HM. Arnautovic er þar með kominn með 45 mörk í 128 landsleikjum fyrir Austurríki. Metið var áður í eigu Toni Polster sem hefur átt metið í næstum því þrjá áratugi. Polster skoraði 44 mörk í 95 landsleikjum frá 1982 til 2000. Goðsögnin óskaði vissulega arftaka sínum til hamingju en gagnrýndi andstæðinginn San Marínó harðlega eftir fernuna hans Arnautovic. Kicker fjallar um þetta óvenjulega mál. Hinn 61 árs gamli Polster sagðist í viðtali við ORF vera ánægður fyrir hönd arftaka síns: „Hjartanlega til hamingju. Ég óska honum alls hins besta og vona að mörg fleiri mörk fylgi,“ en Polster reyndi strax að setja hlutina í samhengi: „Marko hefur spilað mun fleiri landsleiki,“ sagði Polster sem er rétt. Arnautovic hefur spilað 33 fleiri landsleiki. Frammistaða andstæðinga Austurríkis í þessum leik sem metið féll virtist heldur ekki hafa fallið Polster sérstaklega vel í geð. „Þetta er ekki landslið, þetta er úrval pítsabakara. Ég held að svona slæmt landslið hafi ekki verið til á mínum tíma,“ sagði Polster um San Marínó. Polster er samt ekki búinn að gefast upp og ætlar að reyna að endurheimta metið sitt í réttarsalnum. Þrátt fyrir að Polster hafi misst langtímamet sitt ætlar hann að halda áfram að berjast fyrir þremur af landsliðsmörkum sínum sem ekki eru opinberlega viðurkennd. Hann skoraði þessi þrjú mörk í leikjum árið 1984 en leikirnir voru ekki skráðir sem óopinberir landsleikir. Polster er ekki sáttur við það og vill fá þessi mörk tekin gild. Þá væri hann kominn með 47 mörk og ætti aftur markametið. View this post on Instagram A post shared by The Other Bundesliga Podcast (@theotherbundesliga) Austurríki HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Arnautovic náði metinu með því að skora fjögur mörk í 10-0 sigri Austurríkis á San Marínó í undankeppni HM. Arnautovic er þar með kominn með 45 mörk í 128 landsleikjum fyrir Austurríki. Metið var áður í eigu Toni Polster sem hefur átt metið í næstum því þrjá áratugi. Polster skoraði 44 mörk í 95 landsleikjum frá 1982 til 2000. Goðsögnin óskaði vissulega arftaka sínum til hamingju en gagnrýndi andstæðinginn San Marínó harðlega eftir fernuna hans Arnautovic. Kicker fjallar um þetta óvenjulega mál. Hinn 61 árs gamli Polster sagðist í viðtali við ORF vera ánægður fyrir hönd arftaka síns: „Hjartanlega til hamingju. Ég óska honum alls hins besta og vona að mörg fleiri mörk fylgi,“ en Polster reyndi strax að setja hlutina í samhengi: „Marko hefur spilað mun fleiri landsleiki,“ sagði Polster sem er rétt. Arnautovic hefur spilað 33 fleiri landsleiki. Frammistaða andstæðinga Austurríkis í þessum leik sem metið féll virtist heldur ekki hafa fallið Polster sérstaklega vel í geð. „Þetta er ekki landslið, þetta er úrval pítsabakara. Ég held að svona slæmt landslið hafi ekki verið til á mínum tíma,“ sagði Polster um San Marínó. Polster er samt ekki búinn að gefast upp og ætlar að reyna að endurheimta metið sitt í réttarsalnum. Þrátt fyrir að Polster hafi misst langtímamet sitt ætlar hann að halda áfram að berjast fyrir þremur af landsliðsmörkum sínum sem ekki eru opinberlega viðurkennd. Hann skoraði þessi þrjú mörk í leikjum árið 1984 en leikirnir voru ekki skráðir sem óopinberir landsleikir. Polster er ekki sáttur við það og vill fá þessi mörk tekin gild. Þá væri hann kominn með 47 mörk og ætti aftur markametið. View this post on Instagram A post shared by The Other Bundesliga Podcast (@theotherbundesliga)
Austurríki HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira