Veður

Dá­lítil væta og hiti að á­tján stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu í dag verður á bilinu tíu til átján stig.
Hiti á landinu í dag verður á bilinu tíu til átján stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu í dag, en tíu til fimmtán á norðanverðu landinu síðdegis.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði dálítil væta af og til, en léttskýjað á Austur- og Norðausturlandi.

Hiti verður á bilinu tíu til átján stig og hlýjast norðaustanlands.

„Á morgun verður hæg suðlæg átt sunnanlands, en áfram allhvöss suðvestanátt fyrir norðan. Rigning eða súld með köflum, en bjart að mestu austantil. Hiti 9 til 15 stig.

Minnkandi vestanátt á miðvikudag. Lítilsháttar væta um mest allt land og hiti 8 til 13 stig.

Fram á næstu helgi gera spár ráð fyrir hægum vestlægum áttum og haustlegu veðri. Skýjað með köflum, smávæta hér og þar og hiti yfirleitt 3 til 8 stig að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar. 

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðvestan 5-10 m/s, en 10-15 norðantil. Rigning eða súld með köflum, en að mestu bjart á austanverðu landinu. Hiti 8 til 15 stig.

Á miðvikudag: Minnkandi vestanátt, 3-8 seinnipartinn. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil súld, en yfirleitt bjartviðri austantil. Hiti 6 til 12 stig.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, skýjað og líkur á lítilsháttar súld vestanlands, en annars léttskýjað. Hiti 4 til 9 stig.

Á sunnudag: Útlit fyrir vestlæga átt. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en allvíða bjart á austanverðu landinu. Hiti 3 til 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×