Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 12:07 Á augnabliki skapaðist stórhætta í Reynisfjöru. Hybaj na Island Enn eitt myndskeiðið af ferðafólki koma sér í klandur í Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli undanfarna daga á samfélagsmiðlum. Enginn virðist sem betur fer hafa slasast alvarlega. Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi. Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi.
Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?