Enski boltinn

Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Ødegaard hefur glímt við meiðsli á tímabilinu.
Martin Ødegaard hefur glímt við meiðsli á tímabilinu. getty/Rob Newell

Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá keppni fram í miðjan nóvember vegna meiðsla á hné.

Ødegaard meiddist í leik gegn West Ham United þarsíðasta laugardag. Daginn eftir greindi Arsenal frá því að hann myndi ekki spila með norska landsliðinu í næstu tveimur leikjum þess en gaf ekki upp hvenær hann myndi snúa aftur á völlinn.

Nú bendir flest til þess að Ødegaard verði frá keppni fram yfir næsta landsleikjahlé. Fyrsti leikur Arsenal eftir það er gegn erkifjendunum í Tottenham 23. nóvember.

Ødegaard missir væntanlega af deildarleikjum gegn Fulham, Crystal Palace, Burnley og Sunderland og leikjum gegn Atlético Madrid og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu.

Þrátt fyrir að vera án Ødegaards rúlluðu Norðmenn yfir Ísraela á laugardaginn, 5-0, og stigu stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn síðan 1998.

Noregur mætir Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik í Ullevaal-leikvanginum í Osló á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×