Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2025 23:31 Hulda Þórisdóttir er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Snorri Másson sést hér í pontu eftir að hann var kjörinn varaformaður Miðflokksins. Vísir/Lýður Valberg Prófessor í stjórnmálafræði segir slagorð Miðflokksins í anda svipað þenkjandi flokka í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggja er sett á oddinn. Þá segir hún Ísland eiga allt undir í alþjóðasamstarfi og fái oftar en ekki meira til baka en gefið sé í slíkt samstarf. Landsþing Miðflokksins fór fram um helgina þar sem Snorri Másson var kjörinn varaformaður. Á fundinum voru ungir Miðflokksmenn nokkuð áberandi og vakti nýtt slagorð þeirra Ísland fyrst - svo allt hitt töluverða athygli en meðal annars seldust upp derhúfur með slagorðinu. Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir slagorðið koma í beinu framhaldi af öðrum slagorðum flokksins. Miðflokkurinn sé að marka sér stefnu og rými í pólitísku landslagi. „Þetta er slagorð sannarlega í anda þess hjá svipað þenkjandi flokkum bæði austanhafs og vestan. Raunin er sú að slíkum flokkum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum sem setja einhvers konar þjóðernishyggju á oddinn. Það er langt í frá að þetta einskorðist eitthvað sérstaklega við Ísland,“ sagði Hulda í kvöldfréttum Sýnar. Viðbrögð ekki óeðlileg því samfélagið hafi breyst Hún segir að í raun hafi Ísland verið undantekning því lítið hafi borið á málflutingi í þessum anda þar til nú. „Við erum kannski að sjá það sem við sjáum svo oft í íslenskum stjórnmálum að alls konar hreyfingar og breytingar sem verða í stjórnmálum í Evrópu, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum þær skola upp á Íslandsstrendur aðeins seinna.“ Hún segir málflutninginn viðbrögð við því sem gerst hafi í samfélaginu. Innflytjendum hafi fjölgað og samfélagið breyst. „Það er ekki óeðlilegt að það komi samfélagsleg viðbrögð við því vegna þess að það hefur margvíslegar samfélagslegar afleiðingar.“ Ísland græði meira en tapi á alþjóðlegu samstarfi Í ræðu á Alþingi í síðustu viku talaði Snorri Másson um framlög til alþjóðlegra verkefna. Nefndi hann dæmi um styrk til alþjóðlegra hinsegin samtaka upp á 150 milljónir og 60 milljóna framlag til rampaverkefnis í Úkraínu. Á fjárlögum næsta árs er áætlað að 2,1 milljarður í mannúðarstuðning til Úkraínu. Til samanburðar er trúmálum úthlutað 9,6 milljörðum, landbúnaði 25,5 milljörðum en heildarfjárlög Ísland nema 1627 milljörðum króna. En hvað fær Ísland inn í staðinn? Í dag var sagt frá 700 milljóna króna styrk til stofnunar íslenskrar gervigreindarmiðstöðvar og Kerecis sem selt var fyrir 180 milljarða króna fékk á sínum tíma 130 milljóna króna styrk frá Eurostars sem meðal annars er fjármagnað af Evrópusambandinu. Hulda segir að það sé ekki að fara að breytast að Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi. Í mörgum tilvikum fái Ísland meira til baka en sé gefið til samstarfs. „Eins og margoft hefur komið fram í orðræðu íslenskra stjórnamálamanna þá á Ísland allt sitt undir alþjóða samstarfi. Með svona málflutningi þá er verið að ýta undir hver sé stefna og afstaða þessa stjórnmálamanns. Það getur verið eitthvað annað hjá öðrum stjórnmálamönnum og við erum bara að gefa merki að við teljum að það eigi ekki að eyða peningum í þetta,“ segir Hulda og bætir við að hún telji umræddan þingmann vita að þessir hlutir séu ekki að fara að breytast. Málflutningurinn flokkist ekki sem popúlismi Hulda segist telja að Miðflokkurinn sé með þessu að sækja í sinn grunn. Vitað sé að stuðningsmenn flokksins séu frekar karlar en konur, fólk á miðjum aldri og upp úr og flokkurinn hafi sótt meira fylgi á landsbyggðina en á höfuðborgarsvæðið. Hún segir að ekki sé hægt að flokka málflutninginn sem popúlisma. „Popúlismi er þessi hugmynd að almenningi sé stillt upp gegn spilltri elítu, undir kúgun og sérhagsmunum elítunnar. Þetta tiltekna mál endurspeglar frekar einhverja hugmyndafræði og áherslur sem þú vilt leggja á í þinni pólitík. Ég myndi ekki kalla þetta popúlisma í skilningi fræðanna.“ Kjör Snorra breyti ásýnd flokksins Hún segir Miðflokkinn hafa markað sér skýra stefnu. „Þau geta ekki auðveldlega brugðið sér í líki kamelljóns, ef við berum til dæmis saman við fyrrum systurflokkinn Framsóknarflokkinn sem hefur aðeins getað hagað seglum eins og vindur blæs í samfélaginu. Það verður erfiðara fyrir MIðflokkinn.“ Þá hafi rannsóknir á íslenskum kjósendum sýnt að ákveðin prósenta kjósenda hafi sýnt viðhorf sem sé í anda þess sem Miðflokkurinn bjóði upp á. Það fólk hafi áður dreifst á fleiri flokka en nú mögulega fundið sér mjög gott heimili fyrir sínar skoðanir. Þá breytist ásýnd flokksins með kjöri Snorra Mássonar í embætti varaformanns. „Hann er svo ungur og það hefur ekki verið ásýnd flokksins hingað til. Hann er mjög metnaðargjarn og mjög mælskur. Þetta óneitanlega hressir upp á ásýndina og svo á eftir að sjá hvernig han stendur sig í embætti,“ sagði Hulda að lokum. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Landsþing Miðflokksins fór fram um helgina þar sem Snorri Másson var kjörinn varaformaður. Á fundinum voru ungir Miðflokksmenn nokkuð áberandi og vakti nýtt slagorð þeirra Ísland fyrst - svo allt hitt töluverða athygli en meðal annars seldust upp derhúfur með slagorðinu. Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir slagorðið koma í beinu framhaldi af öðrum slagorðum flokksins. Miðflokkurinn sé að marka sér stefnu og rými í pólitísku landslagi. „Þetta er slagorð sannarlega í anda þess hjá svipað þenkjandi flokkum bæði austanhafs og vestan. Raunin er sú að slíkum flokkum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum sem setja einhvers konar þjóðernishyggju á oddinn. Það er langt í frá að þetta einskorðist eitthvað sérstaklega við Ísland,“ sagði Hulda í kvöldfréttum Sýnar. Viðbrögð ekki óeðlileg því samfélagið hafi breyst Hún segir að í raun hafi Ísland verið undantekning því lítið hafi borið á málflutingi í þessum anda þar til nú. „Við erum kannski að sjá það sem við sjáum svo oft í íslenskum stjórnmálum að alls konar hreyfingar og breytingar sem verða í stjórnmálum í Evrópu, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum þær skola upp á Íslandsstrendur aðeins seinna.“ Hún segir málflutninginn viðbrögð við því sem gerst hafi í samfélaginu. Innflytjendum hafi fjölgað og samfélagið breyst. „Það er ekki óeðlilegt að það komi samfélagsleg viðbrögð við því vegna þess að það hefur margvíslegar samfélagslegar afleiðingar.“ Ísland græði meira en tapi á alþjóðlegu samstarfi Í ræðu á Alþingi í síðustu viku talaði Snorri Másson um framlög til alþjóðlegra verkefna. Nefndi hann dæmi um styrk til alþjóðlegra hinsegin samtaka upp á 150 milljónir og 60 milljóna framlag til rampaverkefnis í Úkraínu. Á fjárlögum næsta árs er áætlað að 2,1 milljarður í mannúðarstuðning til Úkraínu. Til samanburðar er trúmálum úthlutað 9,6 milljörðum, landbúnaði 25,5 milljörðum en heildarfjárlög Ísland nema 1627 milljörðum króna. En hvað fær Ísland inn í staðinn? Í dag var sagt frá 700 milljóna króna styrk til stofnunar íslenskrar gervigreindarmiðstöðvar og Kerecis sem selt var fyrir 180 milljarða króna fékk á sínum tíma 130 milljóna króna styrk frá Eurostars sem meðal annars er fjármagnað af Evrópusambandinu. Hulda segir að það sé ekki að fara að breytast að Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi. Í mörgum tilvikum fái Ísland meira til baka en sé gefið til samstarfs. „Eins og margoft hefur komið fram í orðræðu íslenskra stjórnamálamanna þá á Ísland allt sitt undir alþjóða samstarfi. Með svona málflutningi þá er verið að ýta undir hver sé stefna og afstaða þessa stjórnmálamanns. Það getur verið eitthvað annað hjá öðrum stjórnmálamönnum og við erum bara að gefa merki að við teljum að það eigi ekki að eyða peningum í þetta,“ segir Hulda og bætir við að hún telji umræddan þingmann vita að þessir hlutir séu ekki að fara að breytast. Málflutningurinn flokkist ekki sem popúlismi Hulda segist telja að Miðflokkurinn sé með þessu að sækja í sinn grunn. Vitað sé að stuðningsmenn flokksins séu frekar karlar en konur, fólk á miðjum aldri og upp úr og flokkurinn hafi sótt meira fylgi á landsbyggðina en á höfuðborgarsvæðið. Hún segir að ekki sé hægt að flokka málflutninginn sem popúlisma. „Popúlismi er þessi hugmynd að almenningi sé stillt upp gegn spilltri elítu, undir kúgun og sérhagsmunum elítunnar. Þetta tiltekna mál endurspeglar frekar einhverja hugmyndafræði og áherslur sem þú vilt leggja á í þinni pólitík. Ég myndi ekki kalla þetta popúlisma í skilningi fræðanna.“ Kjör Snorra breyti ásýnd flokksins Hún segir Miðflokkinn hafa markað sér skýra stefnu. „Þau geta ekki auðveldlega brugðið sér í líki kamelljóns, ef við berum til dæmis saman við fyrrum systurflokkinn Framsóknarflokkinn sem hefur aðeins getað hagað seglum eins og vindur blæs í samfélaginu. Það verður erfiðara fyrir MIðflokkinn.“ Þá hafi rannsóknir á íslenskum kjósendum sýnt að ákveðin prósenta kjósenda hafi sýnt viðhorf sem sé í anda þess sem Miðflokkurinn bjóði upp á. Það fólk hafi áður dreifst á fleiri flokka en nú mögulega fundið sér mjög gott heimili fyrir sínar skoðanir. Þá breytist ásýnd flokksins með kjöri Snorra Mássonar í embætti varaformanns. „Hann er svo ungur og það hefur ekki verið ásýnd flokksins hingað til. Hann er mjög metnaðargjarn og mjög mælskur. Þetta óneitanlega hressir upp á ásýndina og svo á eftir að sjá hvernig han stendur sig í embætti,“ sagði Hulda að lokum.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira