Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar 15. október 2025 15:00 Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um íþróttaveðmál. Fyrst vegna umræðu á Alþingi en nú síðast vegna auglýsingar erlends veðmálafyrirtækis þar sem íslenskur íþróttamaður var í aðalhlutverki. Íslenskar getraunir, sem eru á vegum íþróttahreyfingarinnar, er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur leyfi til að bjóða upp á veðmál og auglýsa þau. Á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var um helgina komu saman rúmlega 120 fulltrúar 25 íþróttahéraða um allt land og fyrir öll 480 aðildarfélög hreyfingarinnar. Á þinginu var samþykkt tillaga um að skora á stjórnvöld og ríkisstjórn að grípa til aðgerða til að loka á auglýsingar og starfsemi erlendra spilafyrirtækja sem ekki hafa leyfi til starfsemi hér á landi. Í tillögunni fólst að fela UMFÍ að standa fyrir fræðslu innan hreyfingarinnar um veðmál með áherslu á forvarnir og ábyrga spilun. Ég fagna tillögunni og umræðunni þessa dagana. Það er mikilvægt að umræðan fari fram og að framhaldið verði ákveðið því ástandið eins og það er núna er engum til sóma. Ef við ætlum að taka ákvörðun um framtíðarumhverfi veðmálastarfsemi á Íslandi þarf meiri upplýsingar. Ég á tvo unglinga og hef rætt við foreldra vina barna minna og þetta eru þeir þættir sem standa upp úr í umræðum okkar. Það stingur að margt fólk virðist ekki vita að þótt veðmál heiti veðmál þá er nálgun og innihald leikjanna mjög ólík. Ég sit líka í stjórn getrauna og finnst mikilvægt að fara yfir þær áherslur sem stjórn og stjórnendur hafa haft að leiðarljósi. Takmarkanir sem skipta máli Íslenskar getraunir hafa frá upphafi sett hömlur á þátttöku í veðmálum, svo sem með því að setja þröskulda við þær hámarksupphæðir sem má leggja undir á hverjum degi, á viku og í hverjum mánuði. Þessar fjárhæðir eru ekki bara vinsamleg ráðlegging til notenda eða ákvörðun í þeirra höndum. Þetta eru raunverulegar takmarkanir. Fyrir ungt fólk á aldrinum 18–25 ára eru mörkin sem það má leggja undir jafnvel lægri. Rannsóknir sýna að þessi hópur er útsettari fyrir spilavanda. Ekki þarf að taka fram að yngri einstaklingar geta ekki tekið þátt. Þannig tekur fyrirtækið sjálft ábyrgð í stað þess að leggja hana á herðar einstaklings sem getur átt erfiðara með að setja sér mörk. Engir bónusar og engar gjafir Önnur ákvörðun er tengd markaðssetningu getraunastarfseminnar. Fyrirtækið er ekki að lokka viðskiptavini til sín með „fríum“ peningum, bónusum eða öðrum tilboðum sem hvetja þá til þess að spila meira og lengur og leggja meira undir. Leikirnir eru kynntir eins og þeir eru og auglýsingarnar innihalda ekki upplýsingar um vinningslíkur. Engin neikvæð veðmál Það er líka mikill munur á því hvaða leikir eru í boði. Hjá Íslenskum getraunum er áherslan á hefðbundna íþróttaleiki. Aldrei er boðið upp á svokölluð neikvæð veðmál, eins og að veðja á gul spjöld eða hornspyrnur, því slík veðmál geta grafið undan heilindum íþrótta. Það eru engir unglingaleikir í boði og aðeins örfáir leikir eru í boði á nóttunni og þá einungis um helgar. Þannig er kerfið hannað til að halda þátttöku í hófi og sjá til þess að þetta verði fyrst og fremst skemmtun – og viðbót við íþróttaleikinn, sem verður að vera aðalatriðið. Takmörkuð tengsl við spilavanda Rannsóknir sýna að leikjaframboð Íslenskra getrauna hefur ekki marktæk tengsl við spilavanda eða spilafíkn. Það kemur fram nú síðast í skýrslu sem Dómsmálaráðuneytið gaf út fyrir nokkru. Þetta er stærsti einstaki þátturinn sem ég myndi vilja vita af sem foreldri. Það er vegna þess að tíðni og hraði leikjanna er í lágmarki. Leikir verða áhættumeiri eftir því sem oftar er „dregið“. Hjá veðmálafyrirtækjum sem ekki hafa leyfi hér á landi er hins vegar hægt að veðja á hundruð leikjamöguleika á hverjum degi – og það allan sólarhringinn. Þar færðu niðurstöðuna á örfáum sekúndum og vinninginn greiddan út skömmu síðar. Það er einmitt helsti áhættuþátturinn við að gera fólk að spilafíklum. Að auki er fylgst með hegðun spilara. Ef tölur sýna að einhver er að spila meira en gengur og gerist fær viðkomandi tilkynningu um það. Þannig er gripið inn í atburðarásina áður en vandinn verður til – í stað þess að bíða eftir því að einstaklingurinn óski sjálfur eftir aðstoð. Þetta er ábyrg nálgun sem byggir á því að fyrirtækið sjálft bregðist við áður en vandinn stækkar. Samfélagsleg ábyrgð Íslenskar getraunir reka veðmálastarfsemi á ábyrgan hátt. Búinn hefur verið til rammi sem verndar fólk og setur samfélagslega ábyrgð í forgang. Hér er ábyrg spilun ekki til málamynda, heldur er hún hluti af kjarna starfseminnar. Íslenskar getraunir starfa ekki til að fá fólk til að spila meira – heldur til að styðja við íþróttir. Allur hagnaður Íslenskra getrauna rennur einmitt aftur til íþróttahreyfingarinnar. Veðmálafíkn er vaxandi vandamál í löndunum í kringum okkur og eru vísbendingar um að slíkt hið sama sé að gerast hér á landi. Í vikunni sá ég upplýsingar um að á árunum 2021 til 2023 tvöfaldaðist hlutfall drengja á framhaldsskólaaldri sem hafði séð auglýsingar um fjárhættuspil á netinu. Slíkum upplýsingum verðum við að bregðast við og því fagna ég því að hreyfingin vilji aukna fræðslu og upplýsingar. Það er rík ástæða til að ræða stöðu mála og ég fagna umræðunni. Ég mun að sjálfsögðu líka leggja mitt af mörkum til þess að haldið verði áfram á vegferð ábyrgrar spilunar hjá Íslenskum getraunum og að við séum sífellt tilbúin til þess að skoða hvað hægt sé að gera enn betur og fagna því allri umræðu og tillögum um slíkt. Höfundur er framkvæmdastjóri UMFÍ og í stjórn íslenskra getrauna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um íþróttaveðmál. Fyrst vegna umræðu á Alþingi en nú síðast vegna auglýsingar erlends veðmálafyrirtækis þar sem íslenskur íþróttamaður var í aðalhlutverki. Íslenskar getraunir, sem eru á vegum íþróttahreyfingarinnar, er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur leyfi til að bjóða upp á veðmál og auglýsa þau. Á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var um helgina komu saman rúmlega 120 fulltrúar 25 íþróttahéraða um allt land og fyrir öll 480 aðildarfélög hreyfingarinnar. Á þinginu var samþykkt tillaga um að skora á stjórnvöld og ríkisstjórn að grípa til aðgerða til að loka á auglýsingar og starfsemi erlendra spilafyrirtækja sem ekki hafa leyfi til starfsemi hér á landi. Í tillögunni fólst að fela UMFÍ að standa fyrir fræðslu innan hreyfingarinnar um veðmál með áherslu á forvarnir og ábyrga spilun. Ég fagna tillögunni og umræðunni þessa dagana. Það er mikilvægt að umræðan fari fram og að framhaldið verði ákveðið því ástandið eins og það er núna er engum til sóma. Ef við ætlum að taka ákvörðun um framtíðarumhverfi veðmálastarfsemi á Íslandi þarf meiri upplýsingar. Ég á tvo unglinga og hef rætt við foreldra vina barna minna og þetta eru þeir þættir sem standa upp úr í umræðum okkar. Það stingur að margt fólk virðist ekki vita að þótt veðmál heiti veðmál þá er nálgun og innihald leikjanna mjög ólík. Ég sit líka í stjórn getrauna og finnst mikilvægt að fara yfir þær áherslur sem stjórn og stjórnendur hafa haft að leiðarljósi. Takmarkanir sem skipta máli Íslenskar getraunir hafa frá upphafi sett hömlur á þátttöku í veðmálum, svo sem með því að setja þröskulda við þær hámarksupphæðir sem má leggja undir á hverjum degi, á viku og í hverjum mánuði. Þessar fjárhæðir eru ekki bara vinsamleg ráðlegging til notenda eða ákvörðun í þeirra höndum. Þetta eru raunverulegar takmarkanir. Fyrir ungt fólk á aldrinum 18–25 ára eru mörkin sem það má leggja undir jafnvel lægri. Rannsóknir sýna að þessi hópur er útsettari fyrir spilavanda. Ekki þarf að taka fram að yngri einstaklingar geta ekki tekið þátt. Þannig tekur fyrirtækið sjálft ábyrgð í stað þess að leggja hana á herðar einstaklings sem getur átt erfiðara með að setja sér mörk. Engir bónusar og engar gjafir Önnur ákvörðun er tengd markaðssetningu getraunastarfseminnar. Fyrirtækið er ekki að lokka viðskiptavini til sín með „fríum“ peningum, bónusum eða öðrum tilboðum sem hvetja þá til þess að spila meira og lengur og leggja meira undir. Leikirnir eru kynntir eins og þeir eru og auglýsingarnar innihalda ekki upplýsingar um vinningslíkur. Engin neikvæð veðmál Það er líka mikill munur á því hvaða leikir eru í boði. Hjá Íslenskum getraunum er áherslan á hefðbundna íþróttaleiki. Aldrei er boðið upp á svokölluð neikvæð veðmál, eins og að veðja á gul spjöld eða hornspyrnur, því slík veðmál geta grafið undan heilindum íþrótta. Það eru engir unglingaleikir í boði og aðeins örfáir leikir eru í boði á nóttunni og þá einungis um helgar. Þannig er kerfið hannað til að halda þátttöku í hófi og sjá til þess að þetta verði fyrst og fremst skemmtun – og viðbót við íþróttaleikinn, sem verður að vera aðalatriðið. Takmörkuð tengsl við spilavanda Rannsóknir sýna að leikjaframboð Íslenskra getrauna hefur ekki marktæk tengsl við spilavanda eða spilafíkn. Það kemur fram nú síðast í skýrslu sem Dómsmálaráðuneytið gaf út fyrir nokkru. Þetta er stærsti einstaki þátturinn sem ég myndi vilja vita af sem foreldri. Það er vegna þess að tíðni og hraði leikjanna er í lágmarki. Leikir verða áhættumeiri eftir því sem oftar er „dregið“. Hjá veðmálafyrirtækjum sem ekki hafa leyfi hér á landi er hins vegar hægt að veðja á hundruð leikjamöguleika á hverjum degi – og það allan sólarhringinn. Þar færðu niðurstöðuna á örfáum sekúndum og vinninginn greiddan út skömmu síðar. Það er einmitt helsti áhættuþátturinn við að gera fólk að spilafíklum. Að auki er fylgst með hegðun spilara. Ef tölur sýna að einhver er að spila meira en gengur og gerist fær viðkomandi tilkynningu um það. Þannig er gripið inn í atburðarásina áður en vandinn verður til – í stað þess að bíða eftir því að einstaklingurinn óski sjálfur eftir aðstoð. Þetta er ábyrg nálgun sem byggir á því að fyrirtækið sjálft bregðist við áður en vandinn stækkar. Samfélagsleg ábyrgð Íslenskar getraunir reka veðmálastarfsemi á ábyrgan hátt. Búinn hefur verið til rammi sem verndar fólk og setur samfélagslega ábyrgð í forgang. Hér er ábyrg spilun ekki til málamynda, heldur er hún hluti af kjarna starfseminnar. Íslenskar getraunir starfa ekki til að fá fólk til að spila meira – heldur til að styðja við íþróttir. Allur hagnaður Íslenskra getrauna rennur einmitt aftur til íþróttahreyfingarinnar. Veðmálafíkn er vaxandi vandamál í löndunum í kringum okkur og eru vísbendingar um að slíkt hið sama sé að gerast hér á landi. Í vikunni sá ég upplýsingar um að á árunum 2021 til 2023 tvöfaldaðist hlutfall drengja á framhaldsskólaaldri sem hafði séð auglýsingar um fjárhættuspil á netinu. Slíkum upplýsingum verðum við að bregðast við og því fagna ég því að hreyfingin vilji aukna fræðslu og upplýsingar. Það er rík ástæða til að ræða stöðu mála og ég fagna umræðunni. Ég mun að sjálfsögðu líka leggja mitt af mörkum til þess að haldið verði áfram á vegferð ábyrgrar spilunar hjá Íslenskum getraunum og að við séum sífellt tilbúin til þess að skoða hvað hægt sé að gera enn betur og fagna því allri umræðu og tillögum um slíkt. Höfundur er framkvæmdastjóri UMFÍ og í stjórn íslenskra getrauna.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun