Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar 15. október 2025 17:30 Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur. Sérstaklega blasir þetta við á landsbyggðinni, þar sem íbúar utan höfuðborgarsvæðisins eins og á Akureyri og nágrenni finna nú fyrir skerðingu þjónustu og aukinni byrði. Árangur síðasta kjörtímabils, bætt þjónusta og lægri kostnaður Á síðasta kjörtímabili voru stigin stór skref til framfara í heilbrigðismálum. Markvisst var unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og draga úr biðlistum.Samningar náðust við nær allar stéttir heilbrigðisgeirans, frá sérfræðilæknum og sjúkraþjálfurum til hjúkrunarfræðinga og tannlækna eftir margra ára óvissu og óánægju. Þessir mikilvægu samningar skiluðu betri starfsanda, stöðugleika í þjónustunni og auknu trausti milli heilbrigðisstarfsfólks og ríkisins. Með samningum við sjálfstætt starfandi aðila tókst að bæta nýtingu fjármagns, fjöldi liðskiptaaðgerða jókst verulega og aðgerðir til að vinna á biðlistum vegna hinna ýmsu aðgerða báru árangur. Á Akureyri og víðar var ráðist í uppbyggingu. Ný heilsugæsla reis í Sunnuhlíð, samningar voru gerðir um nýtt hjúkrunarheimili og fjármagn til endurhæfingar aukið. Heilbrigðisþjónusta utan höfuðborgarsvæðisins styrktist, og fólk fann raunverulega fyrir breytingu til batnaðar. Nú blasa við merki um afturför Því miður má nú sjá víða að þróunin hefur snúist við. Ný ríkisstjórn hefur tekið ákvarðanir og lagt fram lagafrumvörp sem grafa undan þeim framförum sem náðst hafa. nefna nokkur dæmi um hvernig verið er að vega að heilbrigðisþjónustunni á landsvísu. Skert samningsfrelsi og óvissa í þjónustu: Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem gerir ráð fyrir að Sjúkratryggingar Íslands geti „einhliða ákveðið greiðslur og skilmála fyrir þjónustu án samninga“ og jafnframt bannað þjónustuaðilum að innheimta gjöld af sjúklingum á meðan greitt er samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar. Hér er unnið gegn stefnu síðustu ríkisstjórnar og heilbrigðisstefnu til 2030 um jafnt aðgengi óháð efnahag. Ljóst er að ef þetta hefur þau áhrif að samningar við lækna losna munu einhverjir einstaklingar hreinlega neita sér um heilbrigðisþjónustu. Frumvarpið hefur mætt harðri andstöðu sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem benda á að þetta væri fordæmalaust inngrip ríkisins í samningsfrelsi þessara stétta og framsal valds til Sjúkratrygginga. Fulltrúar sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri hafa varað við að þetta geti haft bein neikvæð áhrif á þjónustuna sem í boði verður. Sérfræðilæknaþjónusta á Akureyri í uppnámi: Á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) var um árabil hægt að tryggja ákveðna sérfræðilæknaþjónustu í gegnum svokallaða ferliverkasamninga við sjálfstætt starfandi lækna. Nú hefur forstjóri SAk, að tilmælum ráðuneytisins, sagt upp þessum samningum. Í kjölfarið óttast íbúar og sérfræðilæknar á svæðinu verulega skerðingu á þjónustu. Ljóst er að draga verður mjög úr þjónustunni á SAk ef ekki tekst að finna lausnir til að halda sérfræðilæknunum norðan heiða. Skerðing endurhæfingar á Kristnesi: Á Kristnesi er rekin mikilvæg endurhæfingardeild sem þjónustar bæði fólk í kjölfar veikinda og eldri einstaklinga. Nú hefur verið ákveðið að breyta endurhæfingardeild Kristnesspítala í svokallaða 5 daga deild frá áramótum, þ.e. leggja af hefðbundna 7 daga legudeild og hafa einungis dagdeildarþjónustu og virka daga innlagnir. Loforð um nýja stöð svikið: Fyrir lá áætlun um að byggja aðra heilsugæslustöð á Akureyri til að bæta aðgengi íbúa bæjarins að grunnþjónustu. Þeirri framkvæmd hefur nú verið frestað um a.m.k. fimm ár. Þess í stað er ætlunin að reyna að fleyta núverandi kerfi með því að stækka lítillega þá stöð sem þegar er til staðar í Sunnuhlíð. Þrátt fyrir að ánægja sé með þjónustuna þar sem hún er, þá er þessi stefnubreyting mikil vonbrigði. Akureyri er ört stækkandi samfélag og þörfin fyrir öfluga heilsugæslu eykst ár frá ári. Hækkandi lyfjakostnaður sjúklinga: Á sama tíma og þjónusta dregst saman á vissum sviðum, eru sjúklingar farnir að greiða meira úr eigin vasa fyrir lyf. Frá næstu áramótum tekur gildi ný þrepaskipting í greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjum. Hún felur í sér að einstaklingar greiða fyrst allan kostnað sjálfir, síðan 40% af verði lyfja eftir að ákveðnu þrepi er náð. Þetta er hluti af svokallaðri hagræðingaraðgerð sem á að spara ríkinu um 450 milljónir króna, fjárhæð sem leggst beint á sjúklinga og fjölskyldur um allt land. Hækkunin felur í sér raunverulega hækkun á útgjöldum þeirra sem nota mörg lyf, einkum langveikra einstaklinga og aldraðra. Þetta markar viðsnúning frá þeirri stefnu sem fylgt var á síðasta kjörtímabili þegar markvisst var unnið að því að draga úr kostnaði sjúklinga og bæta aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Tryggja þarf heilbrigðisþjónustu um land allt Árangurinn sem náðst hefur á síðustu árum eins og lægri greiðslubyrði sjúklinga, styttri biðlistar, bætt aðgengi og uppbygging nýrra innviða er nú í hættu. Sem þingmaður utan höfuðborgarsvæðisins finnst mér sérstaklega mikilvægt að árétta að heilbrigðisþjónusta þarf að standa jafnfætis fyrir alla landsmenn. Afturförin sem hefur orðið í málaflokknum bitnar þó einna harðast á landsbyggðinni þar sem hver einasta skerðing þýðir að fólk þarf annaðhvort að ferðast lengra eða bíða lengur eftir nauðsynlegri þjónustu. Stjórnvöld verða að endurskoða forgangsröðun sína í heilbrigðismálum. Það er tímabært að endurvekja þá hugsjón sem byggði upp heilbrigðiskerfið: að það sé fyrir fólkið, ekki kerfið sjálft.Að annars vegar læknirinn, sjúkraþjálfarinn og hjúkrunarfræðingurinn hafi svigrúm til að sinna starfi sínu og hins vegar að sjúklingurinn viti að hann fái þá þjónustu sem hann þarf, án þess að þurfa að greiða sífellt meira úr eigin vasa. Það er mikilvægt að eiga gott samtal og samvinnu, fjárfesta í mannauði, semja við fagstéttirnar af virðingu, lækka kostnað sjúklinga og bæta aðgengi að þjónustu, sama hvar á landinu fólk býr. Heilbrigðiskerfið á ekki að vera vettvangur niðurskurðar eða valdabaráttu, heldur sameiginlegt verkefni okkar allra í þágu landsmanna. Öflug og aðgengileg heilbrigðisþjónusta er grundvallaratriði fyrir velferð þjóðarinnar. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur. Sérstaklega blasir þetta við á landsbyggðinni, þar sem íbúar utan höfuðborgarsvæðisins eins og á Akureyri og nágrenni finna nú fyrir skerðingu þjónustu og aukinni byrði. Árangur síðasta kjörtímabils, bætt þjónusta og lægri kostnaður Á síðasta kjörtímabili voru stigin stór skref til framfara í heilbrigðismálum. Markvisst var unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og draga úr biðlistum.Samningar náðust við nær allar stéttir heilbrigðisgeirans, frá sérfræðilæknum og sjúkraþjálfurum til hjúkrunarfræðinga og tannlækna eftir margra ára óvissu og óánægju. Þessir mikilvægu samningar skiluðu betri starfsanda, stöðugleika í þjónustunni og auknu trausti milli heilbrigðisstarfsfólks og ríkisins. Með samningum við sjálfstætt starfandi aðila tókst að bæta nýtingu fjármagns, fjöldi liðskiptaaðgerða jókst verulega og aðgerðir til að vinna á biðlistum vegna hinna ýmsu aðgerða báru árangur. Á Akureyri og víðar var ráðist í uppbyggingu. Ný heilsugæsla reis í Sunnuhlíð, samningar voru gerðir um nýtt hjúkrunarheimili og fjármagn til endurhæfingar aukið. Heilbrigðisþjónusta utan höfuðborgarsvæðisins styrktist, og fólk fann raunverulega fyrir breytingu til batnaðar. Nú blasa við merki um afturför Því miður má nú sjá víða að þróunin hefur snúist við. Ný ríkisstjórn hefur tekið ákvarðanir og lagt fram lagafrumvörp sem grafa undan þeim framförum sem náðst hafa. nefna nokkur dæmi um hvernig verið er að vega að heilbrigðisþjónustunni á landsvísu. Skert samningsfrelsi og óvissa í þjónustu: Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem gerir ráð fyrir að Sjúkratryggingar Íslands geti „einhliða ákveðið greiðslur og skilmála fyrir þjónustu án samninga“ og jafnframt bannað þjónustuaðilum að innheimta gjöld af sjúklingum á meðan greitt er samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar. Hér er unnið gegn stefnu síðustu ríkisstjórnar og heilbrigðisstefnu til 2030 um jafnt aðgengi óháð efnahag. Ljóst er að ef þetta hefur þau áhrif að samningar við lækna losna munu einhverjir einstaklingar hreinlega neita sér um heilbrigðisþjónustu. Frumvarpið hefur mætt harðri andstöðu sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem benda á að þetta væri fordæmalaust inngrip ríkisins í samningsfrelsi þessara stétta og framsal valds til Sjúkratrygginga. Fulltrúar sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri hafa varað við að þetta geti haft bein neikvæð áhrif á þjónustuna sem í boði verður. Sérfræðilæknaþjónusta á Akureyri í uppnámi: Á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) var um árabil hægt að tryggja ákveðna sérfræðilæknaþjónustu í gegnum svokallaða ferliverkasamninga við sjálfstætt starfandi lækna. Nú hefur forstjóri SAk, að tilmælum ráðuneytisins, sagt upp þessum samningum. Í kjölfarið óttast íbúar og sérfræðilæknar á svæðinu verulega skerðingu á þjónustu. Ljóst er að draga verður mjög úr þjónustunni á SAk ef ekki tekst að finna lausnir til að halda sérfræðilæknunum norðan heiða. Skerðing endurhæfingar á Kristnesi: Á Kristnesi er rekin mikilvæg endurhæfingardeild sem þjónustar bæði fólk í kjölfar veikinda og eldri einstaklinga. Nú hefur verið ákveðið að breyta endurhæfingardeild Kristnesspítala í svokallaða 5 daga deild frá áramótum, þ.e. leggja af hefðbundna 7 daga legudeild og hafa einungis dagdeildarþjónustu og virka daga innlagnir. Loforð um nýja stöð svikið: Fyrir lá áætlun um að byggja aðra heilsugæslustöð á Akureyri til að bæta aðgengi íbúa bæjarins að grunnþjónustu. Þeirri framkvæmd hefur nú verið frestað um a.m.k. fimm ár. Þess í stað er ætlunin að reyna að fleyta núverandi kerfi með því að stækka lítillega þá stöð sem þegar er til staðar í Sunnuhlíð. Þrátt fyrir að ánægja sé með þjónustuna þar sem hún er, þá er þessi stefnubreyting mikil vonbrigði. Akureyri er ört stækkandi samfélag og þörfin fyrir öfluga heilsugæslu eykst ár frá ári. Hækkandi lyfjakostnaður sjúklinga: Á sama tíma og þjónusta dregst saman á vissum sviðum, eru sjúklingar farnir að greiða meira úr eigin vasa fyrir lyf. Frá næstu áramótum tekur gildi ný þrepaskipting í greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjum. Hún felur í sér að einstaklingar greiða fyrst allan kostnað sjálfir, síðan 40% af verði lyfja eftir að ákveðnu þrepi er náð. Þetta er hluti af svokallaðri hagræðingaraðgerð sem á að spara ríkinu um 450 milljónir króna, fjárhæð sem leggst beint á sjúklinga og fjölskyldur um allt land. Hækkunin felur í sér raunverulega hækkun á útgjöldum þeirra sem nota mörg lyf, einkum langveikra einstaklinga og aldraðra. Þetta markar viðsnúning frá þeirri stefnu sem fylgt var á síðasta kjörtímabili þegar markvisst var unnið að því að draga úr kostnaði sjúklinga og bæta aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Tryggja þarf heilbrigðisþjónustu um land allt Árangurinn sem náðst hefur á síðustu árum eins og lægri greiðslubyrði sjúklinga, styttri biðlistar, bætt aðgengi og uppbygging nýrra innviða er nú í hættu. Sem þingmaður utan höfuðborgarsvæðisins finnst mér sérstaklega mikilvægt að árétta að heilbrigðisþjónusta þarf að standa jafnfætis fyrir alla landsmenn. Afturförin sem hefur orðið í málaflokknum bitnar þó einna harðast á landsbyggðinni þar sem hver einasta skerðing þýðir að fólk þarf annaðhvort að ferðast lengra eða bíða lengur eftir nauðsynlegri þjónustu. Stjórnvöld verða að endurskoða forgangsröðun sína í heilbrigðismálum. Það er tímabært að endurvekja þá hugsjón sem byggði upp heilbrigðiskerfið: að það sé fyrir fólkið, ekki kerfið sjálft.Að annars vegar læknirinn, sjúkraþjálfarinn og hjúkrunarfræðingurinn hafi svigrúm til að sinna starfi sínu og hins vegar að sjúklingurinn viti að hann fái þá þjónustu sem hann þarf, án þess að þurfa að greiða sífellt meira úr eigin vasa. Það er mikilvægt að eiga gott samtal og samvinnu, fjárfesta í mannauði, semja við fagstéttirnar af virðingu, lækka kostnað sjúklinga og bæta aðgengi að þjónustu, sama hvar á landinu fólk býr. Heilbrigðiskerfið á ekki að vera vettvangur niðurskurðar eða valdabaráttu, heldur sameiginlegt verkefni okkar allra í þágu landsmanna. Öflug og aðgengileg heilbrigðisþjónusta er grundvallaratriði fyrir velferð þjóðarinnar. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun