Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 07:01 Ōnosato Daiki fyrir framan Þinghúsið í London og með Big Ben í baksýn. Getty/Ryan Pierse Vanalega þarf að fljúga alla leið til Japan til að sjá súmóglímukappa með eigin augum og því vakti það mikla athygli þegar kapparnir birtust í vikunni á götum London. Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon) Glíma Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ Sjá meira
Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon)
Glíma Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ Sjá meira