Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 12:04 Mookie Betts hjá Los Angeles Dodgers er hræddur við drauga. Getty/Aaron Gash Úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans er í fullum gangi og þar keppa Los Angeles Dodgers og Milwaukee Brewers um sæti í lokaúrslitunum. Einn leikmaður Dodgers er hræddur við drauga og neitar að gista á liðshótelinu. Los Angeles Dodgers leiðir 2–0 í leikjum gegn Milwaukee Brewers og fram undan eru útileikir í Milwaukee. Í nokkur ár hefur hinn 33 ára gamli Mookie Betts hjá Dodgers neitað að gista með restinni af liðinu fyrir útileiki gegn Milwaukee Brewers. Vandamálið er að 132 ára gamla hótelið í miðbæ Milwaukee, þar sem liðið gistir venjulega, er sagt vera reimt. Dodgers star leaves 'haunted' Milwaukee hotel because wife believes in ghosts https://t.co/jDs7g1UMQ8— USA TODAY (@USATODAY) October 15, 2025 Mookie Betts gistir á Airbnb og liðsfélagi hans, Teoscar Hernández, 33 ára, heldur honum gjarnan félagsskap. Hernández segist ekki trúa á drauga sjálfur, en eiginkona hans gerir það. „Ég hef gist á hótelinu áður og aldrei séð eða heyrt neitt undarlegt. En konan mín er með í þessari ferð og hún sagði að hún vildi ekki gista þar. Þannig að við urðum að finna annað hótel,“ segir Hernández við USA Today. Hann hefur heyrt sögur frá öðrum liðsfélögum og konum þeirra. Það gerast hlutir á nóttunni. Meðal annars er sagt að ljós, sjónvörp og útvarpstæki kvikni og slökkni af sjálfu sér og að hljóð, meðal annars fótatak, heyrist. Hernández telur ekki að hótelið sé svo hættulegt, en vill ekki taka neina áhættu. „Ég vil einfaldlega ekki komast að því sjálfur,“ segir hann. Nokkrar sögur ganga um hótelið meðal MLB-leikmanna. Meðal annars hefur stjarna Philadelphia Phillies, Bryce Harper, sagt að fötin hans hafi einu sinni færst þvert yfir hótelherbergið. Leikmanni New York Yankees, Giancarlo Stanton, finnst portrettmyndir á veggjum og gamlar gardínur óhugnanlegar. „Þetta minnir mig á draugahúsið í Disneylandi. Því minni tíma sem ég eyði þar, því betra,“ hefur hann sagt. Samkvæmt framkvæmdastjóra MLB, sem USA Today vitnar í, stafa undarlegu atburðirnir af því að leikmennirnir hrekkja hver annan á hótelinu. Watch to hear my special request for the (alleged) Pfister Hotel ghosts while the Dodgers are in town 😂👻🪶 pic.twitter.com/u49vvvxWXC— Mallory Anderson (@MalloryNews) October 14, 2025 Hafnabolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira
Los Angeles Dodgers leiðir 2–0 í leikjum gegn Milwaukee Brewers og fram undan eru útileikir í Milwaukee. Í nokkur ár hefur hinn 33 ára gamli Mookie Betts hjá Dodgers neitað að gista með restinni af liðinu fyrir útileiki gegn Milwaukee Brewers. Vandamálið er að 132 ára gamla hótelið í miðbæ Milwaukee, þar sem liðið gistir venjulega, er sagt vera reimt. Dodgers star leaves 'haunted' Milwaukee hotel because wife believes in ghosts https://t.co/jDs7g1UMQ8— USA TODAY (@USATODAY) October 15, 2025 Mookie Betts gistir á Airbnb og liðsfélagi hans, Teoscar Hernández, 33 ára, heldur honum gjarnan félagsskap. Hernández segist ekki trúa á drauga sjálfur, en eiginkona hans gerir það. „Ég hef gist á hótelinu áður og aldrei séð eða heyrt neitt undarlegt. En konan mín er með í þessari ferð og hún sagði að hún vildi ekki gista þar. Þannig að við urðum að finna annað hótel,“ segir Hernández við USA Today. Hann hefur heyrt sögur frá öðrum liðsfélögum og konum þeirra. Það gerast hlutir á nóttunni. Meðal annars er sagt að ljós, sjónvörp og útvarpstæki kvikni og slökkni af sjálfu sér og að hljóð, meðal annars fótatak, heyrist. Hernández telur ekki að hótelið sé svo hættulegt, en vill ekki taka neina áhættu. „Ég vil einfaldlega ekki komast að því sjálfur,“ segir hann. Nokkrar sögur ganga um hótelið meðal MLB-leikmanna. Meðal annars hefur stjarna Philadelphia Phillies, Bryce Harper, sagt að fötin hans hafi einu sinni færst þvert yfir hótelherbergið. Leikmanni New York Yankees, Giancarlo Stanton, finnst portrettmyndir á veggjum og gamlar gardínur óhugnanlegar. „Þetta minnir mig á draugahúsið í Disneylandi. Því minni tíma sem ég eyði þar, því betra,“ hefur hann sagt. Samkvæmt framkvæmdastjóra MLB, sem USA Today vitnar í, stafa undarlegu atburðirnir af því að leikmennirnir hrekkja hver annan á hótelinu. Watch to hear my special request for the (alleged) Pfister Hotel ghosts while the Dodgers are in town 😂👻🪶 pic.twitter.com/u49vvvxWXC— Mallory Anderson (@MalloryNews) October 14, 2025
Hafnabolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira