Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2025 12:48 Ariarne Titmus vann til fernra verðlauna á Ólympíuleikunum í París á síðasta ári. getty/Christian Liewig Ástralski Ólympíumeistarinn Ariarne Titmus er hætt að keppa í sundi, aðeins 25 ára. Hún greindi frá ákvörðun sinni í tilfinningaríkri færslu á Instagram. Titmus varði titil sinn í fjögur hundruð metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún vann alls fern gullverðlaun á Ólympíuleikum, tvö í Tókýó 2021 og tvö í París í fyrra. Titmus vinnur þó ekki fleiri Ólympíugull því hún hefur sett punktinn aftan við sundferilinn. „Í dag hættir þú í keppnissundi. Þú eyddir átján árum í lauginni að keppa. Í tíu af þeim varstu fulltrúi lands þíns. Þú tókst þátt í tvennum Ólympíuleikum, og það sem meira er, þú vannst!!! Draumarnir sem þig dreymdi, þeir rættust allir. Þú afrekaðir meira en þú hélst nokkurn tíma að þú gætir og þú ættir að vera svo stolt,“ skrifaði Titmus á Instagram en þar birti hún bréf til sjálfs síns sem sjö ára barns. View this post on Instagram A post shared by Ariarne Titmus OAM (@ariarnetitmus_) „Þú ert nýorðin 25 ára og finnst rétti tíminn til að hætta í sundi. Eftirför var linnulaus og þú gafst allt sem þú áttir í hana. Þú gengur í burtu vitandi að þú snerir við hverjum steini, engin eftirsjá. Þú ert sátt og hamingjusöm. Það sem framundan er spennandi. Ný markmið, meiri tími með fólkinu sem þú elskar mest og tækifæri til að setja sjálfa þig í fyrsta sætið af heilum hug, ekki íþróttina þína.“ Fyrir tveimur árum gekkst Titmus undir aðgerð þar sem tvö góðkynja æxli voru fjarlægð úr eggjastokkum hennar. Titmus á heimsmetið í tvö hundruð metra skriðsundi, 1:52,23, en hún setti það sumarið 2024. Sund Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Titmus varði titil sinn í fjögur hundruð metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún vann alls fern gullverðlaun á Ólympíuleikum, tvö í Tókýó 2021 og tvö í París í fyrra. Titmus vinnur þó ekki fleiri Ólympíugull því hún hefur sett punktinn aftan við sundferilinn. „Í dag hættir þú í keppnissundi. Þú eyddir átján árum í lauginni að keppa. Í tíu af þeim varstu fulltrúi lands þíns. Þú tókst þátt í tvennum Ólympíuleikum, og það sem meira er, þú vannst!!! Draumarnir sem þig dreymdi, þeir rættust allir. Þú afrekaðir meira en þú hélst nokkurn tíma að þú gætir og þú ættir að vera svo stolt,“ skrifaði Titmus á Instagram en þar birti hún bréf til sjálfs síns sem sjö ára barns. View this post on Instagram A post shared by Ariarne Titmus OAM (@ariarnetitmus_) „Þú ert nýorðin 25 ára og finnst rétti tíminn til að hætta í sundi. Eftirför var linnulaus og þú gafst allt sem þú áttir í hana. Þú gengur í burtu vitandi að þú snerir við hverjum steini, engin eftirsjá. Þú ert sátt og hamingjusöm. Það sem framundan er spennandi. Ný markmið, meiri tími með fólkinu sem þú elskar mest og tækifæri til að setja sjálfa þig í fyrsta sætið af heilum hug, ekki íþróttina þína.“ Fyrir tveimur árum gekkst Titmus undir aðgerð þar sem tvö góðkynja æxli voru fjarlægð úr eggjastokkum hennar. Titmus á heimsmetið í tvö hundruð metra skriðsundi, 1:52,23, en hún setti það sumarið 2024.
Sund Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira