Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2025 12:48 Ariarne Titmus vann til fernra verðlauna á Ólympíuleikunum í París á síðasta ári. getty/Christian Liewig Ástralski Ólympíumeistarinn Ariarne Titmus er hætt að keppa í sundi, aðeins 25 ára. Hún greindi frá ákvörðun sinni í tilfinningaríkri færslu á Instagram. Titmus varði titil sinn í fjögur hundruð metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún vann alls fern gullverðlaun á Ólympíuleikum, tvö í Tókýó 2021 og tvö í París í fyrra. Titmus vinnur þó ekki fleiri Ólympíugull því hún hefur sett punktinn aftan við sundferilinn. „Í dag hættir þú í keppnissundi. Þú eyddir átján árum í lauginni að keppa. Í tíu af þeim varstu fulltrúi lands þíns. Þú tókst þátt í tvennum Ólympíuleikum, og það sem meira er, þú vannst!!! Draumarnir sem þig dreymdi, þeir rættust allir. Þú afrekaðir meira en þú hélst nokkurn tíma að þú gætir og þú ættir að vera svo stolt,“ skrifaði Titmus á Instagram en þar birti hún bréf til sjálfs síns sem sjö ára barns. View this post on Instagram A post shared by Ariarne Titmus OAM (@ariarnetitmus_) „Þú ert nýorðin 25 ára og finnst rétti tíminn til að hætta í sundi. Eftirför var linnulaus og þú gafst allt sem þú áttir í hana. Þú gengur í burtu vitandi að þú snerir við hverjum steini, engin eftirsjá. Þú ert sátt og hamingjusöm. Það sem framundan er spennandi. Ný markmið, meiri tími með fólkinu sem þú elskar mest og tækifæri til að setja sjálfa þig í fyrsta sætið af heilum hug, ekki íþróttina þína.“ Fyrir tveimur árum gekkst Titmus undir aðgerð þar sem tvö góðkynja æxli voru fjarlægð úr eggjastokkum hennar. Titmus á heimsmetið í tvö hundruð metra skriðsundi, 1:52,23, en hún setti það sumarið 2024. Sund Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira
Titmus varði titil sinn í fjögur hundruð metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún vann alls fern gullverðlaun á Ólympíuleikum, tvö í Tókýó 2021 og tvö í París í fyrra. Titmus vinnur þó ekki fleiri Ólympíugull því hún hefur sett punktinn aftan við sundferilinn. „Í dag hættir þú í keppnissundi. Þú eyddir átján árum í lauginni að keppa. Í tíu af þeim varstu fulltrúi lands þíns. Þú tókst þátt í tvennum Ólympíuleikum, og það sem meira er, þú vannst!!! Draumarnir sem þig dreymdi, þeir rættust allir. Þú afrekaðir meira en þú hélst nokkurn tíma að þú gætir og þú ættir að vera svo stolt,“ skrifaði Titmus á Instagram en þar birti hún bréf til sjálfs síns sem sjö ára barns. View this post on Instagram A post shared by Ariarne Titmus OAM (@ariarnetitmus_) „Þú ert nýorðin 25 ára og finnst rétti tíminn til að hætta í sundi. Eftirför var linnulaus og þú gafst allt sem þú áttir í hana. Þú gengur í burtu vitandi að þú snerir við hverjum steini, engin eftirsjá. Þú ert sátt og hamingjusöm. Það sem framundan er spennandi. Ný markmið, meiri tími með fólkinu sem þú elskar mest og tækifæri til að setja sjálfa þig í fyrsta sætið af heilum hug, ekki íþróttina þína.“ Fyrir tveimur árum gekkst Titmus undir aðgerð þar sem tvö góðkynja æxli voru fjarlægð úr eggjastokkum hennar. Titmus á heimsmetið í tvö hundruð metra skriðsundi, 1:52,23, en hún setti það sumarið 2024.
Sund Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti