Sýn gefur út afkomuviðvörun Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. október 2025 21:55 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Anton Brink Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. „Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina,“ segir í fréttatilkynningu frá Sýn. Í sumar sameinuðust vörumerki fyrirtækisins undir nafni Sýnar. Í nýrri afkomuspá er gert ráð fyrir 280 milljóna króna rekstrarhagnaði á árinu, þar af sjö milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og um 350 milljónir króna á þeim fjórða. Gert var ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn yrði á bilinu átta hundruð til þúsund milljóna króna. Einnig var gert ráð fyrir að EBITDAaL yrði um fjögur þúsund til 4.200 milljónir króna en ný afkomuspá gerir ráð fyrir að það verði um 3.450 milljónir króna. Lækka rekstrarkostnað og ráðast í skipulagsbreytingar Áfram verði horft til lækkunar á rekstrarkostnaði fyrirtækisins sem á að skila sér að fullu í byrjun næsta árs samkvæmt tilkynningunni auk þess sem lokið verður við að framselja farnetsdreifikerfi Sýnar til Sendafélagsins. „Í ljósi markaðsaðstæðna og skorts á raunhæfum aðgerðum stjórnvalda til að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna miðla, annars vegar gagnvart RÚV og hins vegar erlendum efnisveitum og samskiptamiðlum, er félagið að vinna að endurskoðun á tekjumódeli í tengslum við fjölmiðlarekstur félagsins,“ segir í tilkynningunni. Þá hefur nú þegar verið ráðist í skipulagsbreytingar og verður Sölu- og þjónustusvið Sýnar sameinað inn á tvö svið. Sölusvið mun sameinast Upplifun viðskiptavina undir heitinu Sölu- og markaðssvið undir stjórn Guðmundar Halldórs Björnssonar. Þjónustusvið rennur saman við mannauðssvið og mun það heita Þjónustu- og mannauðssvið. Valdís Arnórsdóttir verður framkvæmdastjóri sviðsins. Vegna þessara breytinga hefur verið gert samkomulag við Gunnar Guðjónsson um að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs og fækkar því um einn í framkvæmdastjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
„Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina,“ segir í fréttatilkynningu frá Sýn. Í sumar sameinuðust vörumerki fyrirtækisins undir nafni Sýnar. Í nýrri afkomuspá er gert ráð fyrir 280 milljóna króna rekstrarhagnaði á árinu, þar af sjö milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og um 350 milljónir króna á þeim fjórða. Gert var ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn yrði á bilinu átta hundruð til þúsund milljóna króna. Einnig var gert ráð fyrir að EBITDAaL yrði um fjögur þúsund til 4.200 milljónir króna en ný afkomuspá gerir ráð fyrir að það verði um 3.450 milljónir króna. Lækka rekstrarkostnað og ráðast í skipulagsbreytingar Áfram verði horft til lækkunar á rekstrarkostnaði fyrirtækisins sem á að skila sér að fullu í byrjun næsta árs samkvæmt tilkynningunni auk þess sem lokið verður við að framselja farnetsdreifikerfi Sýnar til Sendafélagsins. „Í ljósi markaðsaðstæðna og skorts á raunhæfum aðgerðum stjórnvalda til að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna miðla, annars vegar gagnvart RÚV og hins vegar erlendum efnisveitum og samskiptamiðlum, er félagið að vinna að endurskoðun á tekjumódeli í tengslum við fjölmiðlarekstur félagsins,“ segir í tilkynningunni. Þá hefur nú þegar verið ráðist í skipulagsbreytingar og verður Sölu- og þjónustusvið Sýnar sameinað inn á tvö svið. Sölusvið mun sameinast Upplifun viðskiptavina undir heitinu Sölu- og markaðssvið undir stjórn Guðmundar Halldórs Björnssonar. Þjónustusvið rennur saman við mannauðssvið og mun það heita Þjónustu- og mannauðssvið. Valdís Arnórsdóttir verður framkvæmdastjóri sviðsins. Vegna þessara breytinga hefur verið gert samkomulag við Gunnar Guðjónsson um að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs og fækkar því um einn í framkvæmdastjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira