Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:14 Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir Eld Smára Kristinsson, formann Samtakanna 22. Samsett Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
„Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira